Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 12
Eybjörg Guðnadóttir,
innheimtufulltrúi hjá
Sveitafélaginu Skagafirði,
er mikil handavinnukerling
og hefur alltaf þurft að
hafa eitthvað í höndunum.
Í fyrra tók hún sig til og
útbjó vel flestar jólagjafir-
nar heimavið. Efniviðurinn
voru gamlar gallabuxur,
garnafgangar og lopi en í
fyrra fór hún á námskeið til
þess að læra að þæfa.
-Vinkonur mínar hafa verið
ótrúlega duglegar við að
henda í mig gallabuxum sem
síðan breytast í til dæmis
töskur, rúðusköfuhanska eða
pottaleppa svo eitthvað sé
nefnt, útskýrir Eybjörg en á
eldhúsborðinu fyrir framan
hana er mikið úrval handa-
vinnu, þæft, málað, sultað eða
saumað. Allt skal nýtt.
En af hverju að búa til úr
gömlu? –Af hverju, endur-
tekur Eybjörg og hugsar sig
um. –Mér finnst mjög erfitt að
henda og finnst gaman að sjá
gamla hluti verða að einhverju
nýju, gamlir hlutir fá nýtt
hlutverk í stað þess að fara í
ruslið því í raun er hægt að gera
svo mikið úr svo mörgu. Að
sjá smá spotta verða að blómi,
stein að maríubjöllu eða berin
og garðræktunina verða að
dýrindis sultum, þetta er bara
svo gaman, segir Eybjörg.
Eybjörg reynir að fara á eitt
námskeið á ári til þess að læra
eitthvað nýtt. Í fyrra lærði hún
að þæfa og fór þá á námskeið
hjá Herdísi í Kompunni og
Sigrúnu Indriða. –Það var
alveg magnað, ein kvöldstund
og alveg nýir hæfileikar voru
uppgötvaðir, segir Eybjörg og
hlær. –Í ár ætla ég á námskeið í
að skreyta kerti búa til blóm úr
vaxi og skrifa á þau. Eitthvað
allt, allt annað. Ég hef unnið á
kerti áður, lærði að búa til kerti
úr tólg, vaxi og bývaxi en það
er allt öðruvísi.
Hvernig var heimagerðu
gjöfunum tekið? –Mjög vel,
sérstaklega uppskriftabók
sem ég bjó til handa dætrum
mínum sem sló í gegn bæði
hjá þeim og vinkonum
þeirra. En í bókunum var
ég með uppskriftir af þeirra
uppáhalds réttum úr mínum
uppskriftum. Mat, kökur og
fleira auk þess sem ég laumaði
Eybjörg Guðnadóttir á Sauðárkróki er dugleg í höndunum
Endurvinnur það sem
til er og gefur í jólagjafir
með góðum húsráðum fyrir
ungar húsmæður.
Hvað með árið í ár? –Ég
er að reyna að prjóna húfur
handa litlum dömum, hekla
hosur fyrir yngstu meðlimina
svona hosur eins og mamma
gerði einu sinni síðan græði
ég vonandi eitthvað á þessu
kertanámskeiði og þá verður
kannski kertum laumað í
pakkana líka, segir Eybjörg að
lokum.
Hugmyndirnar fær Eybjörg
mikið á netinu og segir hún að
Google sé besti vinur nútíma
húsmæðra. Þá fer hún mikið
á bókasafnið og fær lánaðar
föndurbækur, nú eða fjárfestir
í einni og einni.
20101 2
Brynjar Guðmundsson í Króksþrif
er með húsráðin á hreinu
Pottþétt húsráð
fyrir jólahrein-
gerninguna
Eldhúsið
Pottar:
Ryðfría potta og pönnur er hægt
að gera svo flotta með hveiti að
fólk trúir því ekki fyrr en það
lætur reyna á það. Taktu hveiti
og svamp/tusku og nuddaðu
hveitinu á utanverðu pottinn/
pönnuna og stálið verður sem
nýtt frá framleiðanda....
Silfur:
Gott ráð til að pússa silfrið.
Sjóðið vatn og hellið í pott,
setjið álpappírsræmur út í
og smá dass af matarsóda
og hendið síðan silfrinu út
í, ekkert pússerí og vesen....
Skötulykt:
Edik virkar eins og töfralyf á Þorláks-
messu þegar draga þarf lykt úr
skötunni. Bómull er vætt í ediki og
síðan komið fyrir á milli potts og
pottloks. Bómullin á að hanga ofan í
pottinn án þess þó að koma við vatnið
þegar það sýður....
Baðherbergið
Veggflísar:
Til að fá glans í veggflísar má bera á
þær bílabón (t.d. Mothers), glansinn
ætti að haldast í c.a. 1 ár. Það fer
reyndar eftir bóninu....
Speglar:
Í sumum sturtuklefum er speglar. Til
að losna við móðu á þeim má nudda
vel smá klípu af tannkremi og skola
það síðan af. Með þessu móti kemur
engin móða og því hægt að raka sig
og/eða jafnvel bara dást af eigin
fegurð....
Gler:
Gler sturtuklefar eru vinsælir enda
„stækka“ þeir rýmið líkt og speglar
gera. Á glerið er gott að bera vax- eða
teflónbón til að koma í veg fyrir að
kísillinn festist á glerinu. Glerið helst
því eins og nýtt....
Sturtuhausinn:
Sturtuhausinn er safnhólkur fyrir kísil
og aðrar örverur. Mörg eru dæmin um
að óhreinir sturtuhausar hafi valdið
öndunarfærasjúkdómum og því er
mikilvægt að þrífa þá reglulega. Láttu
sturtuhausinn liggja í kóki yfir nótt og
hann verður sem nýr eftir kókbaðið...
Annað
Nylonsokkabuxur:
Nylonsokkabuxur endast lengur ef
þú setur þær í frysti áður en þú ferð
í þær...www.króksþrif.is
Að ná deigi af kökukefli:
Góð leið til þess að ná deigi af tré-
kökukefli er að strá salti á keflið og
nudda með hendinni til að losa um
deigleifarnar. Þvoið svo keflið, þerrið
og þurrkið.
Gluggar:
Glugga þarf að þrífa að innan sem
utan. Þegar þeir eru þrifnir að innan
má setja örlítið mýkingarefni í vatnið
sem eykur gljáa og skilur eftir sig góða
lykt.
Þegar glerið er þrifið að utan er gott
að setja ediksýru út í vatnið og ef
það er frost úti þá má bæta salti út í
vatnið til að koma í veg fyrir að vatnið
hrími á gerinu.
Parket:
Eitt algengasta vandamál parketgólfa
eru hvað þau eru skýjuð. Til að koma í
veg fyrir slíkt þarf að skúra gólfið með
edik blönduðu vatni. Eftir 3-4 skipti
eru skýin horfin og parketið eins og
nýlagt.
Rimlagardínur:
Ef þú þrífur rimlagardínur í baðkerinu,
leystu þá upp 1 uppþvottavélarkubb í
vatnið og allt rennur af.
Leðurskór:
Hver kannast ekki við að finna ekki
skóáburðinn þegar á honum þarf að
halda. Þá er bara að grípa í næsta
banana, éta hann og pússa síðan
leðurskóna með bananahýðinu, innra
laginu. Vola, alveg skínandi fínir.
Að tína upp glerbrot:
Það getur verið mjög erfitt að tína upp
lítil glerbrot og glerflísar. Best er að
bleyta bómullarhnoðra og nota hann
til að tína upp brotin. Ef þú vandar þig
ættirðu að ná öllum brotunum.
Nánari upplýsingar og fleiri þjóðráð
má finna á heimasíðu Króksþrifa
> www.króksþrif.is Fallegir steinar verða fallegar maríuklukkur, jarðaber eða
Hekl er nýjasta áhugamálið. Takið eftir hekluðu hálsfestinni.
Með prjónunum má töfra fram fallegar gjafir.
Gamlar buxur verða að flottum töskum.