Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 2

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 2
Niðurskurður til heilbrigðisstofnana Brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar Dögg Pálsdóttir lögfræð- ingur hefur unnið álitsgerð er varðar Heilbrigðisstofn- unina á Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga sem unnin var fyrir sveitarfélögin Skagafjörð og Norðurþing. Í stuttu máli segir í skýrslunni að sú útdeiling fjármuna sem boðuð sé í frumvarpi til fjárlaga ársins 2011virðist vera í beinni andstöðu við jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar og fyrirmæli hennar um rétti til heilsu. Í álitsgerð Daggar segir að í lögum um heilbrigðisþjónustu frá árinu 1973 sé skýrt markmið þeirra allir landsmenn eigi að eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Síðan segir; Þessi réttur takmarkast eðlilega af fjárveitingum sem til þjónustunnar er veittur en í honum felst þó að við skiptingu fjárveitinga sé reynt að tryggja öllum landsmönnum sem jafnastan rétt. Í því felst að fjárveitingar til grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, þ.e. heilsu- gæslu, almennrar sjúkrahús- þjónustu, og hjúkrunarrýma sé sambærilegur á landinu þannig að aðgengi allra landsmanna að þessum grunnþáttum sé svipaður. Slík skipting fjármuna til grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins samrýmist einnig best skyldum stjórnvalda til að tryggja rétt manna til heilsu, eins og sé réttur er varinn af stjórnarskránni, lögum um réttindi sjúklinga og alþjóðlegum samningu um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Í viðtali við Smuguna segir Guðbjartur Hannesson þetta; ,,Miðað við þessar forsendur þurfum við að bæta heilbrigðis- þjónustu víða á landinu, allra síst á þessum tveimur stöðum því þar er heilbrigðisþjónusta mun betri en víðast hvar annars staðar,“ segir Guðbjartur Hannesson. ,,Hann segir að málið verði auðvitað skoðað ofan í kjölinn. Það sé þó einfaldlega mikill munur á heilbrigðisþjónustu eftir búsetu og það sé ekki hægt að jafna það fyllilega. Þessi aðferðarfræði komi því mjög á óvart.“ Bjarni Jónsson segir að verði niðurstaða fjárlaganna miðað við upprunaleg drög og ekki dregin til baka, muni heimamenn íhuga að kæra stjórnvöld enda hafi komið fram á fundi með ráðherra í gær að starfsmönnum í ráðuneytinu væri ljóst að stofnanirnar yrðu óstarfhæfar gangi upphafleg áform um niðurskurð eftir. „Heilbrigðisþjónusta á landinu er víða mjög góð. Með þessum aðgerðum sem mælt er fyrir um í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi óttumst við að vegið verði verulega að þeirri þjónustu sem fyrir er og stofnanir gerðar nánast óstarf- hæfar. Ég get ekki túlkað álitið þannig að allir eigi að hafa það jafnt og þeir sem verst hafa það, það getur ekki verið markmið ráðuneytisins. Markmiðið hljóti að vera að hífa þær stofnanir, sem hvað lakasta þjónustu veita upp, en ekki að draga niður þær stofnanir sem eru að veita góða þjónustu í dag niður. Ég vill trúa því að þeir sem ráða för sjái að sér og dragi þessar tillögur til baka og komi í kjölfarið til samráðs og samstarfs við fagaðila og sveitarstjórn um framtíðarskipan þessa mála,“ segir Stefán Vagn Stefánsson. ...þá kvikna kertaljós og kvikir fætur tifa á hal og drós frelsara er fagnað þá færist líf í allt. (Ómar Ragnarsson) Enn á ný er runninn upp tími aðventunnar. Nýtt kirkjuár hafið. Gamli aðventukransinn tekinn fram enn á ný og skreytt- ur nýjum greinum. Undirbúningur jólanna er víða þegar hafinn og þorpin okkar og sveitabæirnir fara senn í nýjan búning með marglit- um ljósum, glitrandi stjörnum og ljósaskrauti í gluggum. Margir óska sér hvítra jóla, en sú sem þetta ritar er sátt þó snjólaust sé. Hefðir og venjur eru ríkur þáttur í jólum og undirbúningi þeirra. Þegar aðventuljósin kvikna og ómur jólanna færist nær er eins og við heyrum óm að heiman sem snertir eitthvað hlýtt og gott sem býr djúpt í hugum og hjörtum okkar. Flest eigum við góðar æskuminningar frá jólum og viljum halda í venjur sem tengjast jólunum heima og segjum sögurnar sem búa að baki þeim. Og það er aldrei mikilvægara en nú, á tímum erfiðleika, bölsýnis og vonleysis að halda í það sem yljar og gleður. Aðventan er góður tími til að líta um öxl og rifja upp bernskujólin, skyggnast um leið inní eigin sál og hugsa um lífið og það sem gefur lífinu gildi. Aðventan er líka tími vonarinnar. Þegar skuggar skamm- degisins þéttast er gott að vita af því að ljósunum fjölgar og brátt kemur ljósið eilífa sem rýmir burt öllu myrkri. Aðventu- ljósin í gluggunum og aðventukransarnir eru í raun bæn: ,,Kom, Drottinn Jesús.” Aðventutíminn er líka tími endurnýjunar, svo ljósið slokkni ekki heldur fái að lifa vel, endurnýjunar á lífsljósinu þínu, endurnýjun trúar þinnar. Ef það er eitthvað sem skyggir á lífsljósið þitt, eitthvað sem sækir að þér, eitthvað sem þrúgar þig? Reyndu ekki að leita að lífshamingjunni í öllu jólaatinu og skarkalanum, heldur finndu hana í Guðsljósinu í hjarta þínu, í Guðsljósi jólanna. Við erum ekki það sem við eyðum og neytum. Við erum miklu meira en það, en við lifum auðvitað hér og nú svipað og aðrir, tökum þátti í lífi og heimi. En það mikilvægasta er að lífshamingja okkar er sú að við erum börn Guðs sem tökum á móti Jesú Kristi og ætlum að undirbúa okkur fyrir komu hans. Við ætlum ekki bara að minnast fæðingar hans sem lítils barns heldur ætlum við að hlýða því sem hann boðaði sem fullorðinn maður. Elska Guð og ná- ungann. Reyna að vera kristnir einstaklingar sem kærleiks- boðskapurinn hefur haft áhrif á. Þá finnum við anda jólanna og lífsljósið okkar. „Komið til mín, allir sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.“ Við fáum hvíld á aðventunni af því að lífshamingja okkar er fólgin í því sem mölur og ryð geta ekki eytt. Þess vegna fögnum við komu Jesú Krists og stöðugri nær- veru Guðs sem alltaf er. Þá verður aðventan okkur sannarlega tími hvíldar og andlegar uppbyggingar og hin ytri áreiti trufla okkur ekki í því. Við horfum fram til hátíðarinnar sem fagnar því að Guð varð maður, orðið varð hold. Jólin eru hátíð sem játast mennsk- unni, jarðlífinu, heiminum sem Guð skapar og elskar. Náunga- kærleikur, umhyggja, miskunnsemi, eru grundvallarþættir kristinnar trúar. Trú okkar krefst því að við auðsýnum frum- kvæði til góðs fyrir náungann, líf og heim. Að við leitumst við að vera með einhverjum hætti uppfylling fyrirheitanna um heim þar sem fjötur syndar og sjálfselsku er rofinn, þar sem myrkur eigingirnis og kaldlyndis víkur fyrir kærleika, um- hyggju og miskunnsemi, þar sem nýr dagur boðar fátækum gleðifréttir um lausn og framtíð. Guð gefi þann dag á dimma jörð. Ursula Árnadóttir, sóknarprestur Skagastrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, Skagastrandarprestakalli Er líða fer að jólum... Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir gudny@feykir.is feykir@feykir.is Sími 455 7176 Blaðamaður: Páll Friðriksson pall@feykir.is Forsíðumynd: Óli Arnar Brynjarsson Fyrirsæta á forsíðu: Arnþrúður Heimisdóttir Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskrift & dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7176 feykir@feykir.is Umbrot & prentun: Nýprent ehf. Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Austur Húnavatnssýsla Ganga stjórnlaust um hverasvæðið á Hveravöllum Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunnar um ástand friðlýstra svæða kemur fram að brýnt sé að grípa til aðgerða á ýmsum svæðum en þau svæði sem lenda á rauðum lista þar sem tafarlausar aðgerðir eru taldar nauðsynlegar. Eru Dyrhólaey,friðland að Fjallabaki, Grá- brókargígar, Gullfoss, Geysir, Helgustaðanáma, Hveravellir, Reykjanesfólkvangur, Surtar- brandsgil og Teigarhorn. Bent er á skýrslunni að aðkoma Hveravöl- lum sé ekki góð, öryggismálum sé ábótavant og verndaráætlun sé ekki til. Mjög mikið álag sé á Hveravallasvæðinu og víða liggi það undir skemmdum. Fólk reyni að komast sem næst hverunum og gangi stjórnlaust um allt hveras- væðið. 20102 20 10 Vestur Húnavatnssýsla Alvarlegt umferð- arslys í Víðidal Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti karl og konu er slösuðust alvarlega í umferðarsly- si á Norðurlandsvegi í Víðidal í gærkvöldi. Mikil hálka var þegar slysið varð. Atvikið varð með þeim hætti að bifreið hafnaði utan vegar og fólk úr annarri bifreið stansaði til að aðstoða þau. Þriðja bifreiðin kom svo og stefndi á þann sem stöðvaði en ökumaðurinn reyndi að forðast árekstur og ók útaf með þeim afleiðingum að tvennt varð fyrir bifreiðinni. Kallað var eftir sjúkrabílum frá Blönduósi og Hvammstanga ásamt tækjabíl, en ákveðið var að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hina slösuðu á Landspítalann í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi myndað- ist mikil hálka á vegum í Húnavatnssýslum vegna frostrigningar og þoku. Enn er hált á vegum en segir lögreglan að nú sé meira frost og því ekki eins slæmt og í gær.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.