Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 8

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 8
8 20108 Rjómalagað pestó spaghettí með hamborgarhrygg Innihaldslýsing: 75 gr. smjör 4 skornir hvítlauksgeirar 300 gr. sýrður rjómi, 10% 4 msk. rautt pestó 400 gr. spaghettí 300 gr. reykt svínakjöt skorið smátt (Ef það er hrátt á að skera í strimla og steikja í 3-4 mínútur) 150 gr. rauð og græn paprika skornar í strimla 150 gr. hakkað spínat 150 gr. fetaostur Aðferð: 1. Blandið saman á litla pönnu sýrðum rjóma og rauðu pestó þangað til það verður heitt. 2. Sjóðið spaghettí með smá olíu, sigtið vatnið úr því og takið til hliðar. 3. Brúnið hvítlaukinn í smjöri í 1 mínútu og reykta svínakjötið í 1-2 mínútur. Bætið papriku og spínati út í. 4. Blandið spaghettí saman við kjötið og grænmetið, hellið svo pestósósunni yfir spaghettíið og á sama tíma bæta fetaosti í það. Hitið þangað til osturinn er bráðnaður og smakkið til. Berið fram með ferskum basil og fetaosti. Kalkúnakássa Innihaldslýsing: 500 gr. Kalkúnabringa soðin eða ósoðin (Ef bringan er ósoðin á að skera hana í litla teninga og steikja í 2-3 mínútur) 2 stk. brytjaður laukur 2 stk. soðnar brytjaðar kartöflur 4 sneiddir hvítlauksgeirar Lítið stykki engifer 2 stk. soðnar gulrætur 3 stk. af kanilstöngum, negulnöglum, kardimommum og lárviðarlaufi. 200 ml. kókosmjólk 250 ml. rjómi 3 msk. olía Karrýlauf og ferskt kóríander Aðferð: Hitið olíuna og látið kanil, negul, kardimommur og lárviðarlauf út í og hitið í 30 sekúndur. Bætið hvítlauk og öðru grænmeti út í og látið malla þangað til það verður orðið mjúkt. Setjið kalkúninn út í. Bætið rjómanum út í eftir 2-3 mínútur og eldið allt saman á vægum hita. Þegar suðan kemur upp er kókosmjólk sett út í og saltað eftir smekk. Látið suðuna koma rólega upp aftur. Bætið að lokum karrýlaufum og hökkuðum fersku kóríander út í, rétt áður en slökkt er á hellunni. Borið fram með hrísgrjónum og nýbökuðu brauði. Fyrir afgangana í ísskápnum Ferskar hugmyndir Hangikjöt Innihaldslýsing: 1kg hangikjöt 2 bollar appelsínumarmelaði 3 msk. koníak 2 msk. sinnepskorn eða sesamfræ 1 búnt ferskt rósmarín 300 ml. hvítvín Aðferð: Hangikjötið er soðið við vægan hita í um eina klukkustund. Vatninu síðan hellt af og kjötið sett á fat. Blandið saman helmingnum af appel- sínumarmeðlaðinu, koníaki, rósmarín, hvítvíni og sesam fræum eða sinneps- kornum. Nuddið helmingi blöndunnar á hangi- kjötið. Setjið í 180°C heitan ofn í 5 mínútur, lækkið þá hitann niður í 170°C og hafið kjötið áfram inni í 10 mínútur. Takið hangikjötið úr ofninum, hellið afganginum af hvítvíninu yfir og setjið aftur inn í ofn í 7-8 mínútur. Sósa: Setjið hinn helminginn af appelsínu- marmelaðinu, koníakinu, rósmarín, salti, pipar og hvítvíni á pönnu og hitið upp rólega. Borið fram: Skerið kjötið í litla bita og berið fram með soðnum kartöflum, grænmeti og sósu. Oftar en ekki lendum við í vandræðum með afganga um jól og áramót enda yfirleitt eldað svo miklu meira en nóg þessa hátíðisdaga. Sumir eru með alveg fastmóta hvernig þeir nýta afgangana á meðan aðrir eru alltaf að leita að góðum lausnum. Shijo Mathew kokkur á Pottinum og Pönnuni á Blönduósi sendi okkur þrjár góðar hugmyndir af nýtingu afganganna. KRÓKSÞRIF.IS EINSTAKLINGAR - FYRIRTÆKI - STOFNANIR - HÚSFÉLÖG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA & FAGLEG VINNUBRÖGÐ kr. 10.000.- Bjóðum einnig upp á Teflón-húðun Alþrif á biðfreiðar frá aðeinsÁklæðahreinsun Steinteppaþrif Gólfbónun Flísahreinsun Nokkur dæmi um verð: Sófahreinsun 3+2 kr. 15.000* Hornsófi lítill kr. 15.000* Hornsófi stór (lazyboy) kr. 20.000* Mottuhreinsun frá kr. 5.000* Teppahreinsun frá kr. 10.000* Gólfbónun Tilboð Flísahreinsun Tilboð Flutningsþrif Tilboð *Áklæðavörn innifalin í verði Höfum til leigu teppahreinsivél Dagsleiga aðeins kr. 3.000 Viðbótardagur aðeins kr. 1.500

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.