Feykir


Feykir - 25.11.2010, Page 5

Feykir - 25.11.2010, Page 5
2010 5 Það er eitthvað við jólin sem kemur við barnið í okkur öllum. Jólablaðið forvitnast enn og aftur um jólahald héraðsbúa. jólin mín Hvað kemur þér í jóla- skap? - Gamlar íslenskar jólasögur sem vekja mann til umhugsunar um mannlífið og trú. Til dæmis Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, og bókin Jólavaka eftir Jóhannes úr Kötlum. Einnig trúarleg hátíðarlög. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -1. desember skreytum við húsið og hefjum aðventuna, sem mér finnst aðal jólatíminn, tími góðrar samveru með fjölskyldunni á kvöldin. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Hátíð fer að höndum ein, Nóttin var sú ágæt ein og Sagan af Jesúsi með Baggalúti. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Góða íslenska bók, þarf ekki að vera nýútgefin. Hvað gefur þú margar jólagjafir? -Tja, ég tel ekki ofan í fólk, hvorki mat né gjafir. Bakar þú fyrir jólin? -Já, einkum til að baka með börnunum, þau elska að baka. Þá skiptir fjöldi tegunda sem koma út úr því ekki máli, heldur samveran við baksturinn. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? - Það er afar misjafnt og breytilegt milli ára. Arnþrúður Heimisdóttir, Lukka; kennari í Sólgarðaskóla í Fljótum Langar í góða íslenska bók um jólin Hvað kemur þér í jólaskap? Það færist yfir mann jólaskapið hægt og bítandi í desember og um miðjan desember er það komið í botn, helst eru það jólalögin í útvarpinu sem ýta við jólataugunum í manni. Jólin eru... gleðitími en allt of mikið komið út í öfgar og óviljandi keppni um gjafir. Síðastliðin ár hefur maður ætlað sér að fara hægt í jólagjafirnar, það er alveg hægt að gleðja fólk með öðru en háum verðmiða. En svo þegar á hólminn er komið hugsar maður „nei þetta er svo ódýrt, bætum aðeins við þetta“. Á Ítalíu, konan mín er ítölsk, er þetta allt allt annað, þar snúast jólin ekki um kreditkortið og jólagjafaleiðangra heldur meira um fjölskylduna sem kemur saman og á góðar stundir. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Það eru mörg mjög góð jólalög og ekkert eitt endilega sem er í efsta sæti. Annars er eitt lag sem mér fannst alltaf mjög fallegt en þegar ég kynntist konunni minni sem er ítölsk, þá komst ég að því þetta er þekkt og vinsælt ítalskt lag og tengist jólunum ekkert. Man ekki íslenska heitið en á Ítölsku heitir það Cosí Celeste og er eftir Zucchero, prófið að googla þetta. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Á mínu heimili þar sem meirihlutinn eru Ítalir, er jólatréð sett upp í byrjun desember og það skreytt í botn. Þetta tíðkast á Ítalíu og ég var fyrst um sinn frekar á móti þessu enda flestir íslendingar vanir að setja jólatréð upp nokkrum dögum fyrir jól, en auðvitað skiptir engu máli hvenær jólatréð fer upp. Þegar ég var ungur og ekki kominn með eigin fjölskyldu þá var nóg fyrir mig að skutlast niðrí búð á Þorláksmessu, redda nokkrum gjöfum og málið dautt, ekkert vesen. Í dag hinsvegar er maður skikkaður í jólagjafapælingar í september og október og það er reyndar bara fínt að klára barna- gjafirnar fyrst. Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? -Ég hef svarað þessari spurningu og afmælisjafaspurning- unni eins síðustu ár. Mig langar í Ferrari og lifi í voninni, en núna er ég orðinn forfallaður flugáhugamaður þannig ég ætla að breyta til og biðja um einkaþotu í ár. (Maður á alltaf að segja eins og manni finnst er það ekki? ) Bakar þú fyrir jólin? -Nei. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Þá er það komið á hreint, nöfn á jólalögum og smákökum eru ekki mínar sterkustu hliðar Smákökur með súkkulaðibitum er best og með kaldri mjólk... namm. Eru jólin ekki að fara að koma? Kristján Blöndal Kjalarfelli Blönduósi Heldur svolítið Ítölsk jól Hvað kemur þér í jólaskap? -Þar sem jólaskapið er undirliggjandi allt árið hjá mér, þarf nú ekki mikið til að starta því. Jólaölið, grýlukanilkaffið og jólaauglýsingarnar frá IKEA ná heldur betur að starta jólafílingnum, en aðaljólaboðinn í mínum huga er þegar Bókatíðindin detta inn um lúguna. Það er heilög stund þegar ég fletti í gegnum þau og krossa við hvað mig langar í! Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Í seinasta lagi í byrjun september byrja ég að sauma jólakortin, en það eru svona þeir uppáhalds útvöldu sem fá þessi kort Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -The Christmas Song (chestnuts roasting...) er náttúrulega alveg yfirfullt af jólaanda og ég elska það lag eiginlega sama á hvaða tungumáli og í hvaða útgáfu það er, en svo finnst mér Carol of the Bells flutt af trans Siberian orchestra alveg ótrúlega flott og það kemur mér alltaf í jólafíling líka. Svo er uppáhalds jólalag okkar systranna "Where are you christmas" með Faith Hill úr myndinni "Grinch". Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Guð, ég eiginlega get ekki svarað því... Ég er eiginlega búin að fá jólagjöfina mína þar sem ég held jólin á Íslandi í faðmi fjölskyldunnar, allt umfram er bara bónus... En það er náttúrulega alltaf gaman að fá eitthvað skemmtilegt í jólagjöf :) Ég væri til dæmis alveg til í Foreldrahandbókina, hef það á tilfinningunni að ég gæti haft not fyrir hana eftir áramót Svo langar mig líka í gjafabréf á tattústofu. Hvað gefur þú margar jólagjafir? -Ekki margar, reyni eiginlega að gefa sem fæstar, efnahagurinn býður ekki upp á neitt ofsalegt spreð. En ég gef þeim sem eru mér algjörlega kærastir! Bakar þú fyrir jólin? -Ég hef ekki gert það heima hjá mér sjálf hingað til, en ég ætla að henda í nokkrar sortir fyrir þessi jól. En svo náttúrulega næ ég alltaf að lauma mér inn í laufabrauðsgerð einhversstaðar, fyrir þessi jólin verð ég í laufabrauðsgerð bæði hjá mömmu og pabba, og svo á Frostastöðum með bestu vinkonu minni og fjölskyldu hennar. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Algjör- lega óumdeilanlega sörurnar! Ég get ekki hætt að borða þær ef ég kemst í þær, ein jólin byrjaði ég að baka þær, en ég komst aldrei lengra en að frysta kremið á þeim, náði aldrei að setja súkkulaðið yfir, af því ég kláraði þær áður en sá áfangi náðist haha!! Hrafnhildur Viðarsdóttir þjónustufulltrúi hjá Sjóvá á Sauðárkróki Jólaskapið undirliggjandi allt árið Hvað kemur þér í jólaskap? -Jólaaug- lýsingarnar í byrjun október, kaupæðið í byrjun nóvember, sturlunin í byrjun desember og áfallið í byrjun janúar. Alltaf spennandi mánuðir. Jólin eru... rjúpan sem ég náði ekki, miðaði þó milli augnanna á henni. Hún flögraði hlæjandi í burtu þrátt fyrir hvellinn. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Án efa er það jólalagið sem hún móðir mín raulaði fyrir mig á mínum fyrstu jólum sem ég er að mestu búinn að gleyma enda svo margt gerst síðan. Geri þó ráð fyrir að í því hafi eftirfarandi orð komið fyrir, man bara ekki röðina: Spil, bráðum, kerti, koma, minnsta, blessuð, fallegt, jólin, eitthvað, hlakka, börnin ... og fleiri svona gildishlaðin orð. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Í barnæsku minni sáu tvö systkini mín um að skreyta jólatréð. Það var jafnan á Þorláksmessu. Síðan hef ég haldið þeim sið að láta aðra um skreytingar. Undirbúningur minn felst í því að kaupa gjafir handa þeim sem skipta mig mestu máli. Það er kvöl fyrir þann sem lítinn áhuga hefur á verslunarferðum. Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? -Einhverja gáfulega bók sem ég get vitnað úr í kaffitímum og uppskorið aðdáun og virðingu sam- starfsmanna. Bakar þú fyrir jólin? -Ég gerði það hér áður fyrr með börnunum mínum. Eftir að þau komust til vits og ára hafa þau eindregið hvatt mig til að baka ekki. Sakna þess ekki en verð þó að bæta því við að maður verður ofboðslega hreinn á höndunum við að hnoða deig. Nota núorðið sápu. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Þurukökur, loftkökur sem ég kenndi ungur við systur mína, og sörur frá mömmu hennar Ingu Jónu. Sigurður Sigurðarson markaðsráðgjafi Sveitarfélaginu Skagaströnd Sturlunin í byrjun desember

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.