Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 25

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 25
2010 2 5 hér. Hér hafa alltaf verið mjög margir í heimili og því veitti ekki af plássinu. Ég held að þessi baðstofa sé sú eina sinnar tegundar á landinu. Við leggjum okkur oft þarna eftir matinn og krakkarnir lærðu þarna öll á sínum tíma en þarna hefur alltaf verið borð. Þegar ég var barn þá var borðað í baðstofunni enda margir í heimili og því þurfti gott pláss. Síðan á kvöldin sátum við fjölskyldan þarna og hlustuðum á útvarp enda ekkert sjónvarp í þá daga. Eftir að sjónvarpið kom minnkaði þessi samvera í baðstofunni en þangað hefur aldrei komið sjónvarp. Baðstofan er fagurlega skreytt og eru málning á skrauti upprunaleg þó eitthvað hafi verið málað í kringum það. –Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur og bróðir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta, málaði fjalirnar fyrir ofan lokrekkjurnar en afi fékk þær í afmælisgjöf þegar hann var fimmtugur. En á fjölunum eru Baðstofuvísur eftir Ólínu Andrésdóttur málaðar með höfðaletri. –Það hefur aldrei komið til greina að breyta þessu neitt, til þess eru húsakynnin of sérstök. Foreldrar mínir voru mjög meðvitaðir um hversu sérstakt þetta er og skiluðu því áfram til okkar, segir Helgi. Þegar Helgi var barn var jólatréð alltaf haft inni í baðstofunni og var þá venjan að ganga í kringum það og syngja svo sem eins og einn sálm eða svo. –Þarna leiddumst við eins og á jólatréskemmtun enda margir í fjölskyldunni og vinnufólk sem hafði alla tíð unnið hér var hér líka í heimili þangað til það dó. Börnin okkar voru því eins og ég sjálfur alinn upp með afa og ömmu inni á heimilinu sem er eitthvað sem hvorki ég hefði viljað missa af né að þau hefðu misst af. Ég spyr þau út í jólahefðir og má þá segja að aðfangadagskvöldið á þeirra heimili sé álíka rótgróið í gamla íslenska menningu og baðstofan. –Þegar ég var barn var alltaf skammtað á diska hangikjöti sem síðan var borðað á kvöldin öll kvöld milli hátíða líkt og áður fyrr. Átti þá hver sinn disk og voru diskarnir geymdir inni í búri milli máltíða. Við höfum þetta svipað nema hvað diskarnir eru ekki geymdir eins og áður. En við skömmtum vænu hangistykki á disk og síðan er lögð laufabrauðskaka ofan á. Er þetta hangikjöt það sem hverjum og einum er ætlað. Síðan borðum við þetta svo til úr hnefa eða með vasahníf eins og gamla daga, útskýrir Helgi. –Við höfum reyndar aðeins nútíma- vætt meðlætið en höldum engu að síður í þennan gamla sið. Hamborgarahrygginn, steikt lambalæri og hangikjöt borðum við síðan á jóladag en þá kemur stórfjölskyldan til okkar og borðar með okkur Það má því segja að við snúum þessum hefðum við miðað við hvernig manni heyrist þetta vera á flestum heimilum, bætir Sigurlaug við. Uppáhalds uppskriftir fjölskyldunnar Vetrar löngu vökurnar,voru öngum þungbærar, við ljóðasöng og sögurnar, söfnuðust föngin unaðar. Hver sér réði rökkrum í, rétt á meðan áttum frí, þá var kveðið kútinn í, kviknaði gleðin oft af því. Teygjast lét ég lopann minn, ljóða metinn söngvarinn, þuldi hetju þrekvirkin, þá var setinn bekkurinn. Ein þegar vatt og önnur spann, iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Baðstofuvísur Ólínu Andrésdóttur Steiktar kökur Ómissandi með hangikjötinu 1 kg. hveiti 1 tsk. sykur ½ tsk. salt 3 tsk. lyftiduft 1 ½ tsk. matarsódi Súrmjólk eftir þörfum. Þurrefnum blandað saman í skál, súrmjólkin sett saman við. Gott er setja smá slettu af rjóma með súrmjólkinni, en það er ekki nauðsynlegt. Deigið er hnoðað saman, það á að vera mjúkt undir hendi. Það er svo flatt út, búnar til kökur á stærð við litla kökudiska. Kökurnar eru pikkaðaðar með gaffli, að síðustu steiktar í tólg á pönnu. Rúsínukökur 2 bollar haframjöl 2 ½ bolli hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt 2 bollar púðursykur 1 bolli rúsínur, hakkaðar 1 bolli smjörlíki ( ca 150 gr.) 3 egg Deigið hnoðað saman. Búnar til kúlur sem settar eru á bökunarplötu. Kúlurnar eru flattar aðeins með lófanum. Þær eru svo bakaðar við 180°c þar til þær eru gullinbrúnar. Þessi jólasveinn hefur verið til á Reynistað síðan Helgi man eftir sér. Skápur sem gerður var upp þegar húsið var byggt en á honum er myndir af Kristi og guðspjallamönnunum. Myndirnar eru gerðar af Guðmundi í Bjarnastaðahlíð. Húsið á Reynistað sem að mörgu leyti minnir að hluta meira á safn en heimili. Veggteppin í lokrekkjunnum voru saumuð út af konum sem voru á heimilinu í kringum 1940. Jólasveinarnir eru gerðir af Heiðu Laru Eggertsdóttur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.