Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 35

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 35
2010 3 5 Vélsmiðja Alla tekur að sér allar alhliða vélaviðgerðir og járnsmíðavinnu! Smíðum einnig háþrýstislöngur og eigum flestar gerðir af háþrýstifittings á lager. Vélsmiðja Alla rekur einnig bílaverkstæði í sama húsnæði. Bílaverkstæðið er rúmgott, vel búið öllum helstu tækjum og auk þess erum við með bilanagreinir sem les úr tölvum fólksbíla og jeppa. Bilanagreining kostar 3.528 kr. með vsk. Útseld vinna er 7.363 krónur klukkutíminn með vsk. Við minnum einnig á ruslatunnufestingarnar sem við höfum til sölu, sem henta fyrir svörtu plasttunnurnar. Myndir af ruslatunnufestingunni er hægt að skoða á heimasíðu Vélsmiðju Alla www.velsmidjaalla.is Tímapantanir í síma 452-4824 Starfsfólk Vélsmiðju Alla Vélsmiðja Alla – Vandar til verka – Efstubraut 2 – 540 Blönduósi Sími: 452-4824 – GSM: 892-2439 - www.velsmidjaalla.is VÉLSMIÐJA ALLA á Blönduósi auglýsir Sænskar kókóskúlur 100 gr. smjör 1 dl. sykur 3 dl. haframjöl 2 msk. kakó 1/2 tsk. vanilludropar 2 msk. kalt kaffi Allt saman sett saman í skál, blandað saman og rúllað í litlar kúlur. Kúlurnar svo rúllaðar í gegnum perlusykur eða kókós. Setjið í fallega dós og geymið á köldum stað. Konfekt litlu krakkanna 1 msk. smjör 200 gr. gott suðusúkkulaði 1½ dl. mjólk ½ tsk. salt 150 gr. ávaxtahlaup, skorið í bita 50 gr. Nóa kropp Aðferð: Bræðið súkkulaði og smjör gætilega í potti við vægan hita. Bætið mjólk og salti út í og látið malla þar til úr þessu er orðinn þykkur massi. Takið þá pottinn af hellunni og látið Búum til okkar eigið jólanammi að hætti veraldarvefsins Jólalegt jólagott massann kólna dálítið. Blandið svo niðurskornu ávaxtahlaupi og Nóa kroppi saman við. Hellið massanum í form klætt bökunarpappír og setjið í kæli í 4 klst., eða þar til konfektið er orðið nokkuð stíft. Skerið það í fallega bita. Einnig má hella massanum í lítil konfektmót og láta hann stífna. Rjómakaramellur 1 dl. sykur 1 dl. rjómi 1 dl. síróp 2 msk. smjör ¼ tsk. salt Allt sett í pott og soðið saman við vægan hita. Karamellan er soðin þangað til sleifin skilur eftir sig far þegar hrært er. Hellið henni þá á bökunarplötu með pappír á og látið kólna. Skerið í bita og eða mótið í kúlur. Kúlurnar er gott að hjúpa með súkkulaði og eins bitana. Geymið í kæli og njótið á jólum. Eins er sniðugt að pakka karamellunum inn í sellófan. Heimagert Snickers 2 matskeiðar og 1 teskeið vatn 1/4 bolli ljóst ‘‘corn syrup‘‘ 2 matskeiðar smjör 1 teskeið vanilludropar 2 matskeiðar hnetusmjör Hnífsoddur af salti 3 bollar flórsykur 35 karamellur 1 bolli ristaðar salthnetur. Tveir 350 gr. pokar af mjólkursúkkulaðidropum Blandið 1 matskeið af vatni, corn syrup, smjöri, vanilludropum, hnetusmjöri og salti í skál með þeytivél þangað til að mixtúran er orðin rjómakennd. Blandið flórsykrinum varlega við með þeytivélinni. Þegar mixtúran er orðin eins og deig, fjarlægið hana úr skálinni með höndunum og hnoðið það smá, en ekki mikið. Setjið loksins deigið í eldfast form sem er 22x22 cm, en þið megið nota eitthvað annað ef þið viljið, og pressið deigið í eldfasta formið út í alla kanta. Setjið mótið svo inn í ísskáp. Bræðið karamellurnar á lítilli pönnu með 2 matskeiðum af vatni í á lágum hita. Þegar karamellurnar eru orðnar mjúkar eða búnar að bráðna, setjið þá hneturnar á pönnuna og blandið. Hellið þessari blöndu yfir eldfasta mótið með mixtúrunni og dreifið yfir. Leyfum þessu að kólna aðeins í ísskápnum. Þegar kælda mixtúran er orðin hörð, bræðið þá súkkulaðið í vatnsbaði eða í örbylgjuofni stilltan á hæst í 2 mínútur. Hrærið þegar helmingur eldunartímans er liðinn. Skerið mixtúruna í lengjur eða bara þá stærð sem að þú vilt hafa þær í. Setjið hverja lengju á gaffal og dýfið í súkkulaðið. Sláið gafflinum á móti pönnunni til að hrista auka súkkulaðið af lengjunni. Setjið svo lengjuna á bökunarpappír og kælir við stofuhita. Þetta gæti tekið nokkra klukkutíma, en lengjurnar verða bestar svona. Þú getur hinsvegar hraðað ferlinu með því að setja lengjurnar í ísskápinn í 30 mín. Þessi uppskrift gerir um það bil 24 lengjur en það fer allt eftir því hvað þú gerir lengjurnar stórar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.