Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 18

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 18
20101 8 Eftir að hafa að undanförnu drukkið í mig bækurnar hennar Guðrúnar verð ég að játa að ég var mjög spennt að hitta afkomanda Guðrúnar sem man hana vel. Bækurnar hennar Guðrúnar eru listavel skrifaðar og ná lesandanaum við fyrstu blaðsíðu og sleppa ekki tökum á honum fyrr en sú síðasta hefur verið lesin. Mikil og góð sagnfræði er í bókunum og í raun afrek að kona á níræðisaldri hafi enn verið að senda frá sér heilu bókaflokkana vopnuð engu öðru en blýantsstubbi og hinum og þessum afgangsblöðum sem handritin gjarnan fóru á. Bylgja tekur á móti blaða- manni og mér verður strax starsýnt á konuna. –Rosalega ertu lík ömmu þinni, hrekkur út úr blaðamanni og er athuga- semdinni svarað með brosi. –Ég hef heyrt þetta áður svo líklega er það rétt, segir Bylgja og býður mér sæti inni í stofu. Bylgja var ekki nema um tveggja ára aldurinn þegar fyrsta bókin af Dalalífi kom út og áður en Bylgja kynntist ömmu sinni vissi hún að hún væri þessi skáldkona. –Ég held að ég hafi verið um 10 ára aldurinn þegar ég kynntist henni fyrst en hún reyndi alltaf að vera í sambandi við okkur þó það hafi að þetta með kaffið sé líklega haft með sökum þess hve kaffi var af skornum skammti á þessum árum og þótt því fínt að geta boðið upp á kaffibolla. Ég spyr Bylgju hvort amma hennar hafi haft fínt brauð á borðum. –Ekki man ég það neitt sérstaklega. Þegar ég kom til hennar var hún yfirleitt við skriftir og hafði þá gleymt sér, oft hafði ég áhyggjur af því að hún myndi gleyma að borða svo niðursokkin gat hún verið í vinnuna. Gaukaði hún því gjarnan að okkur pening og bað okkur að hlaupa í bakaríið og kaupa eitthvað sem okkur þótti gott. Eitthvað bakaði hún eins og konur á þessum tíma en Bylgja Angantýsdóttir á Móbergi í Langadal „Hæg en ljúf kona” verið stopult enda voru ferðir þá ekki eins tíðar og þær eru í dag. Einhvern tíma man ég eftir að hafa farið í brúðkaupsafmæli til þeirra hjóna en afi deyr þegar ég er 16 ára. Ég man þau því ekki sem hjón en ömmu kynntist ég meira eftir að hún varð ekkja. Þá dvaldi hún oft í Reykjavík hjá Marín dóttur sinni og eins hjá pabba mínum í Grindavík. Þá fór ég að kynnast henni meira. Eitt sumar var ég líka á Sauðárkróki og einn vetur hjá pabba. Hvernig amma var Guðrún frá Lundi? –Hún var mjög góð amma, ég verð eiginlega að segja það, hún var þægileg kona og skapgóð mjög. Ég veit þó betur hvernig hún var sem langamma en sem amma því hún var oft hjá mér á haustin þegar við hjónin bjuggum á Fagranesi. Þá voru krakkarnir litlir og hún kom þá þrjú haust í röð og var hjá mér um tíma. Þá var hún dugleg við að sitja með krökkunum og segja þeim sögur. Aldrei vildi hún þó segja okkur hverjir væru á bak við sögupersónurnar í bókunum hennar, sagði þær hugaburð úr sér. Sögupersónur Guðrúnar eru ætíð með heitt á könnunni og mikið er talað um fín brauð sem borin voru á borð og segir Bylgja Guðrún B. Árnadóttir frá Lundi fædd 3. júní 1887 dáin 22. ágúst 1975 Enn hefur dauðinn sorgum valdið sárum, skarð höggvið stórt í vinahópinn manns. Hjartkæra móðir öldruð mjög að árum, orðið að lúta fyrir valdi hans. Elskaða móðir ertu frá mér horfin yfir til ljóssins dýrðarsælu ranns. Að börnum og vinum harmur sár er sorfinn, söknuður dapur fyllir huga manns. En eftir geymist minning mætrar konu, og móður er var prýði í sínum hóp. Sem ól upp börn sín dóttur sína og sonu, í sannri trú á þann sem lífið skóp. Með glöðum huga verk sín öll nam að vanda, vinaföst og trú í raunum þolinmóð. Virðingu hlaut því ástúð bar í anda, elskaði lífið þú varst kona góð. Heimilið þitt var helgur ævistaður með hlýlegum og kærleiksríkum blæ. Af krafti vann þinn hugur hress og glaður, að hugarefnum þínum sí og æ. Skemmtun var þínum skáldsögum að kynnast, sem sköpuðust hér við sérstök tímabil. Íslenska þjóðin ætíð mun þín minnast, meðan bækurnar þínar verða til. Lít ég í anda á liðnar ævislóðir, með ljúfsárri kennd sem varir alla tíð. Þó sértu horfin frá mér mæta móðir, myndin þín geymist unaðsskær og blíð. Þegar ferðin hinsta mín er hafin, Úr heiminum héðan þegar ævin dvín. Vildi ég óska að örmum þínum vafin, yrði ég síðast elsku móðir mín. Angantýr Jónsson sonur Guðrúnar og faðir Bylgju, orti þetta eftir andlát hennar og var ljóðið lesið við útför Guðrúnar en tvær ljóðabækur komu út eftir Angantý. Bylgja Angantýsdóttir á Móbergi í Langadal er barnabarn Guðrúnar frá Lundi en Bylgja er dóttir Angantýs Jónssonar, sonar Guðrúnar. Angantýr og móðir Bylgju slitu samvistum og ólst hún upp hjá móður sinni á Skagaströnd og kynntist ömmu sinni lítið fyrr en hún var fullorðin. Guðrúnu lýsir Bylgja sem hæglátri en vinnusamri konu, líklega hefur hún verið örlítill bóhem og eldhúsverkin sem hún skrifaði svo mikið um í bókunum sínum voru henni lítt hugleikin. Jólablaðið heimsótti Bylgju einn kaldan mánu- dagsmorgun. ég held að henni hafi frekar leiðst eldhúsverkin og unnið þau meira af nauðsyn en löngun. Það á ég sameiginlegt með henni ömmu, segir Bylgja og brosir. Eins mikið og talað er um mat og matarmenningu í bókum Guðrúnar eru jólin ekki ofarlega á blaði en þeim mun meira talað um haustverkin sem á þessum tíma voru gríðarlega mikil og margt vinnufólk á flestum heimilum enda gengu haustin út á að draga björg í bú fyrir harðan veturinn. Aðspurð um jólahefðir Guðr- únar segist Bylgja ekki muna þær en líklega hafi verið á borðum hjá henni líkt og öðrum Gyðinga- kökur, hálfmánar, vínartertur og jafnvel pönnukökur. –Oft var notuð sama uppskriftin í vínartertuna, hálfmánana og gyðingakökurnar með kannski smá bragðbreytingum. Þá man ég að það þótti fínt að setja sveskjusultu í vínartertuna í stað Bylgja með kaffibollann. þessarar hefðbundnu rabarbara- sultu. Eitthvað var um steikt brauð líka en ekki þetta hefðbundna laufabrauð sem við þekkum núna en ég held að það sé upprunnið í Þingeyjarsýslu og hafi komið til vegna þess að verið var að spara og því kökurnar breiddar þetta þunnt út. Ég man alla vega ekki eftir laufabrauðinu fyrr en ég var í kvennaskóla og á kom kennari sem var frá Húsavík með þessa uppskrift með sér. Aðspurð segist Bylgja ekki skrifa en Angantýr faðir hennar gaf út tvær ljóðabækur og þá hefur Jóhanna Helga, dóttir Bylgju og ein Töfrakvenna, bæði gefið út ljóð og smásögur. Blaðamaður á bágt með að trúa að skáldagyðjan hafi stokkið svona yfir ættlið en Bylgja staðhæfir að það sé rétt og neitar staðfastlega að eiga eitthvað í skúffunni. –Hins vegar var afi, Jón Þorfinnsson, skáld en það var aldrei gefið neitt út eftir hann en það eru til stílabækur með ljóðum eftir hann. Hann vann alla tíð sem trésmiður og var mikið að heiman og amma ein með börnin en hann fann þó tíma til að yrkja og aldrei hef ég heyrt að hann hafi annað en stutt ömmu í hennar skrifum, segir Bylgja. Tengdadóttirin er sú bók sem Bylgja segir að sé í mestu uppáhaldi hjá sér en hún segist annað slagið fara upp á loft, grípa bók af handahófi og lesa innan úr henni. –Það er langt síðan ég tók síðast bók og las hana frá upphafi til enda. Þarf líklega að fara að kíkja eitthvað á það. Það er voða gott að grípa í bækurnar hennar ömmu þegar maður er eitthvað leiður eða í fýlu því alltaf líður mér betur eftir lesturinn. Guðrún frá Lundi lifði lífinu sem alþýðukona og að sögn voru ekki margir sem vissu að þessi hægláta kona í litla húsinu við Freyjugötu væri ein ástsælasta skáldkona þjóðarinnar. –Hún amma vildi ekki hafa mikið umstang í kringum sig og aldrei varð hún rík af þessum skrifum sínum, líklega hafa útgefendurnir fengið vel í sinn vasa en amma sá ekki mikið af því. Hún fékk bækur handa börnunum sínum og ég fékk bækurnar hans pabba. Hún sagði einhvern tíma að það skipti sig engu máli hvort hún yrði rík heldur ef einhver vildu lesa bækurnar hennar þá væri hún ánægð. Hún var að skrifa alveg þangað til hún veiktist og ég man eftir því þegar hún var hjá mér var hún að keppast við að ljúka við bækurnar Utan frá Sjó og var útgefandinn farinn að hringja og reka á eftir. Það fannst henni frekja í honum en allar bækurnar skrifaði hún með gamalli pennastöng svona sem dýft var í byttu eða með blýantsstubbum. Aldrei man ég eftir henni með þessa nýju penna eða ritvél. Hún var hæg en ljúf kona hún amma, segir Bylgja að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.