Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 24

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 24
20102 4 Íbúðarhúsið á Reynistað í Skagafirði er á margan hátt mjög merkilegt, ekki einungis fyrir þær sakir að Reynistaður er merkur sögustaður en líka vegna þess að stofan í húsinu er endurbyggð úr gömlu stofunni í torfbænum auk þess sem þar inni má finna gamaldags baðstofu að gömlum íslenskum sið. Jólablaðið heimsótti þau Helga Sigurðsson og Sigurlaugu Guðmundsdóttir og forvitnaðist um hin fornu húsakynni og þeirra jólahefðir. Íbúðarhúsið á Reynistað er stórt og reisulegt en það var byggt upp á árunum 1935 – 1936. Á þeim tíma var skortur á byggingarefni og nýttu heimamenn sér það sem til var. Meðal annars var stofa úr gamla bænum flutt í heilu lagi yfir í nýja húsið. Talið er að viðir stofunnar séu síðan í kringum 1760. Stendur stofan enn óbreytt utan málningar og eru meira að segja gömlu húsgögnin enn á sínum stað líkt og í gamla bænum forðum daga. –Þegar foreldrar Helga féllu frá var ákveðið að láta húsgögnin og annað standa hér óhreyft eins og það hefur alla tíð verið, útskýrir Sigurlaug og er ljóst að þarna fer stórfjölskylda sem ber hefðir og sögu fyrir brjósti. Í hjarta íbúðarhússins stendur síðan baðstofa með fjórum lokrekkjum. Eitthvað sem ekki algengt var að menn flyttu með sér þegar byggt var upp. –Nei það held ég að hafi ekki verið enda þráði fólkið meira einkalíf eftir lífið í baðstofunum, svarar Sigurlaug og Helgi bætir við. –Það var aldrei sofið í baðstofunni hér yfir vetrartímann en á sumrin sváfum við krakkarnir þarna og eins aðkomubörn sem voru Jólainnlit á Reynistað Baðstofa að fornum sið Það er notalegt að leggja sig í lokrekkjurnar að máltíð lokinni og þykir hvað best að liggja við eldhúslúguna þaðan sem gott er að handlanga kaffibollann. Frá “nýrri” stofunni. Fjórar lokrekkjur eru í baðstofunni sem er í hjarta hússins. Stofan úr gamla torfbænum sem flutt var spýtu fyrir spýtu yfir í nýja um leið og það var byggt. Húsgögnin eru einnig úr gamla bænum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.