Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 14

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 14
20101 4 Fyrirtækið “Töfrakonur/ Magic Women ehf” er í Húnavatnshreppi. Eigendur fyrirtækisins eru Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, Jóhanna Helga Halldórsdóttir og Þuríður Guðmundsdóttir en fyrirtækið er stofnað vegna framleiðslu og sölu á ýmsum vörum sem tengdar eru ferðaþjónustu og menningu. Af Töfrakonum er í dag það helst að frétta núna eru þær stöllur að bíða eftir að smásagnasafnið “Nokkur lauf að norðan” komi úr prentun. Hún ásamt hinum kiljunum þeirra sem komu út í maí verða til sölu í Eymundssonbúðunum, Hagkaupsbúðunum, KS, Varmahlíð og Samkaups- búðunum hér fyrir norðan. Aðrar vörur eru til sölu hjá þeim sjálfum, í Töfraglóð á Sauðárkrók auk þess sem þær eru með rúnir og steina til sölu á ýmsum ferðamannastöðum eins og í Leifsstöð, hjá Spákonuarfinum á Skagaströnd, Húnaveri og Töfrakonur í Húnavatnshreppi Frá hugmynd að fyrirtæki fleiri stöðum. Töfrakonur eru með facebooksíðu þar sem fólk getur pantað og senda þær hvert sem er. Skartgripirnir hafa enn sem komið er eingöngu fengist hjá þeim sjálfum en þó eru núna nokkur sett í Töfraglóð. Það er auðvitað líka hægt að hafa samband við þær símleiðis. „Við ætlum að reyna að vera á nokkrum stöðum og kynna Töfrakonur og vörurnar okkar fyrir jólin en við erum ekki búnar að setja niður dagsetningar nema það er ákveðið að við verðum á markaði í Húnaveri 4. desember, sem Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps stendur fyrir, segja Töfrakonur í samtali við Jólablaðið. Þuríður Guðmundsdóttir, Birgitta Hrönn Halldórsdóttir og Jóhanna Helga Halldórsdóttir. 6 bollar hveiti ½ tsk. matarsóti ¼ tsk. hjartasalt Tæplega hálfur bolli strásykur 1 msk. olía ½ l. nýmjólk við suðu Kúmen ef vill Það er líka hægt að búa til steiktar kökur úr þessari uppskrift, sumum finnst það kannski jólalegra, en þá þarf að fletja þær þynnra út. Jólapartar ( UPPSKRIFTIR ) Töfrabomba 4 eggjahvítur 140 gr. flórsykur 140 gr. kókosmjöl Hvíturnar stífþeyttar og svo sykurinn þeyttur saman við. Síðast sett kókosmjöl. Bakað í tveimur formum við 200 gráður í ¼ klst. ( Er líka hægt að baka í skúffu). Kremið: 4 eggjarauður 100 gr. Smjör 60 gr. flórsykur 100 gr. súkkulaði (notið mars, dime eða bara það sem ykkur finnst best) Egg og sykur þeytt, súkkulaði og smjör brætt. Haft milli laga og ofan á eða bara ofan á skúffukökuna. Upplagt að nota uppáhaldskonfektið (eða fersk jarðarber) sem skraut og borða uppáhaldsísinn eða rjóma með, þá erum við sko farin að tala um alvöru kaloríubombu jólin Ostakaka kúabóndans Það er nauðsynlegt er að vera í góðu jólaskapi þegar þessi er búin til, - þeir sem eru í vondu skapi klúðra kökunni undantekningarlaust. Haustkex ca. 1 pakki 3 msk sykur Slatti af bræddu smjöri Blandið saman krömdu kexi, sykri og smjöri. Setjið í botninn og upp með barminum á lausbotna formi, gott er að fóðra formið fyrst með bökunarpappír. Bakið í ca. 5 mín. við 225 gráðu hita. Lækkið svo hitann í 175 gráður. 1 box rjómaostur 1/2 bolli sykur Slumpur af sítrónusafa 1/2 tsk vanilla 3 egg Hrærið saman rjómaosti, sykri, sítrónusafa og vanillu. Bætið eggjunum í, einu í senn og hrærið vel á milli. Hellið hrærunni yfir brauðmylsnuna og bakið við 175 gráðu hita í 50 - 60 mín. 1 box sýrður rjómi 1 msk sykur 1 tsk vanilla Takið kökuna út úr ofninum og látið hana standa í ca. 15 mín. Hrærið saman sýrðum rjóma, sykri og vanillu. Hellið hrærunni svo yfir kökuna kort- eri seinna og bakið í 10 mín. Látið kökuna kólna í forminu, og látið hana standa í kæliskáp í svona 5 - 6 tíma áður en hún er borin fram. Það er mjög gott að hafa bláberjasultu með henni. Gleðileg jól !!! Bækur úr útgáfu Töfrakvenna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.