Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 21

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 21
JÓ LA FE YK IR 2 00 9 2010 2 1 JÓ LA FE YK IR 2 00 9 8 blöð matarlím 6 dl. rjómi 8 egg 8 msk. sykur 400 gr. suðusúkkulaði (ég nota Toblerone) 8 msk. vatn 2 dl. rjómi til skreytingar Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Þeytið rjómann. Þeytið saman egg og sykur. Bræðið súkkulaðið ásamt vatninu í vatnsbaði (eða örbylgjuofni). Bræðið matarlímið í vatnsbaði (eða í örbylgjuofni). Blandið rjómanum saman við eggjahræruna (með sleif, ekki hrærivél). Blandið súkkulaðinu saman við, og hrærið rólega. Hellið matarlíminu saman við í mjórri bunu og hrærið á meðan. Kælið. Skreytið með rjóma. Súkkulaði-bætingur að hætti Arn6rúðar Heimisdóttur Hér er uppskriftin af ömmu- vöfflum eða Rósettum, bæði nöfnin notuð. Gott að bera fram með hverskonar salati, t.d. ávaxtasalati eða einfaldlega rjóma og krækiberjahlaupi eins og í þessu tilviki. Ath. rósettujárnið fæst í búsáhaldabúðinni (þessari gömlu góðu) á Skólavörustígnum. 1 st. egg 2 tsk. sykur 1/2 tsk. salt 1 bolli mjólk 1 bolli hveiti 3 msk. pilsner Öllu hrært saman en pilsnerinn settur síðast. Járninu dýft í deigið og síðan í heita feiti þar sem kökurnar eru djúpsteiktar, en þær eiga að losna frá járninu þegar þær eru bakaðar. Ömmu- vöfflur að hætti Ritu Didriksen Rúgmjöl og heilhveiti, blandað saman til helminga. 1 msk. salt í 1kg af þurrefni Sjóðandi vatn Þetta er hnoðað saman þar til það klístrast ekki lengur við borðplötuna. Flatt út í þunnar kökur og pikkað í þær með gaffli til dæmis. Steikt á gamaldags eldavélarhellu eða á þurri pönnu. Best er þó að fara með allt út og finna góða járnplötu eða nota bökunarplötur, raða kökunum á og renna með gasloga yfir. Einnig hef ég prófað að nota bara gasgrilli. Látið kökurnar kólna að mestu í plastpoka, þá verða þær mýkri og síður hráar. Flatkökur að hætti Sngibjargar Hafstað 4 bollar hveiti 1 ½ tsk. ger 1 tsk. hjartarsalt Örlítið smjörlíki (1 msk.) og heit mjólk, eða súrmjólk Farið eins að og með kleinurnar að hæra saman fyrst og hnoða svo hveiti upp í deigið þar til það er passlegt. Nota gjarnan 1 bolla af hveitiklíði til að hnoða upp í. Gerir brauðið enn léttara og bragðmeira. Flatt út í eina köku ef þið ætlið að gera parta, -hafið þykktina svipaða og kleinudeigið, og skiptið deiginu í smekklega parta með kleinujárni, eða fletjið út í kringlóttar kökur, og svo steikt í sömu feiti og kleinurnar. Muna að pikka í þær eða gera raufar í deigið með járninu. Steikt brauð / partar að hætti Sngibjargar Hafstað Mig langaði að baka eitthvað sem tengdist bókaklúbbnum og mundi eftir að hafa sem barn fengið smákökur sem innihéldu málshætti. Við leit í gömlum bókum fann ég smákökur sem kallast umslög. Inn í þær voru settir litlir miðar með málsháttum. Ég bakaði þessar kökur og setti inn í þær fleyg orð úr Íslandsklukkunni sem Gerplur geta gætt sér á. Í anda nýrra tíma lagaði ég uppskriftina aðeins til og bakaði líka speltumslög. Umslög: 250 gr. hveiti 125 gr. smjör 125 gr. sykur 1 egg 1 tsk. hjartasalt 2-3 msk. mjólk Hjartasalti og smjöri er núið saman við hveitið þar til það er orðið að fínni mylsnu. Þá er sykurinn látinn í og vætt í með eggi og mjólk. Hnoðað saman þar til sprungulaust. Breitt út í þunnar kökur sem eru skornar í aflangar ræmur og aftur í ferhyrninga 5x5 sm. Ef setja á málshátt í kökurnar þarf að væta miðana úr bráðnu smjöri áður. Miði brotinn saman og lagður á miðja köku. Hornin brotinn saman yfir miðann og þrýst fast. Dropi af berjastultu settur yfir samskeytin líkt og innsigli. Kökurnar bakaðar ljósbrúnar við meðalhita. Uppskriftin var ekki nákvæmari en ég var með 180°C í 12-15 mínútur. Umslög úr spelti: 250 gr. spelt 125 gr. smjör eða olía 125 gr. agavesíróp eða hrásykur 1 egg 2-3 msk. mjólk Sleppti hjartasaltinu í þessari útgáfu. Annars er allt eins og að ofan. Umslög að hætti l0óru Bjargar Jónsdóttur l

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.