Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 20

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 20
20102 0 Þessi uppskrift er frá Helgu Bjarnadóttur, sem lengi bjó á Frostastöðum. Þessa tertu bakaði hún alltaf fyrir jólin og það var hjá henni sem ég smakkaði hana fyrst og féll kylliflöt fyrir bragðinu. Uppskriftin er svona: 175 gr. smjörlíki 175 gr. sykur 175 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 kúfuð tsk. kanill ½ egg eða 1 lítið Þetta er hnoðað saman og síðan er hveiti hnoðað upp í, þar til deigið rétt sleppir borði eða skál. Hveitimagn fer eftir stærð eggsins. Deig flatt út eða jafnað með fingrum í 4 lausbotna form sem eru 24 cm. í þvermál. Smyrjið formin vel og stráið hveiti í þau. Bakað við 180 gráður í svona 10-12 mínútur. Fylgist með og passið vel að baka botnana ekki of mikið, þá verða þeir of stökkir. Botnar látnir kólna og síðan losaðir úr forminu með beittum hníf. Kakan er lögð saman þannig: Á þrjá botnanna er smurt örþunnu lagi af uppáhaldssultunni ykkar, ég notaði rifsberjahlaup. Síðan er jafnað á þá 4 dl. af þeyttum rjóma og þeir lagðir saman. Á efsta botninn er smurt 75 gr. af bráðnu suðusúkkulaði sem blandað er við 2 msk. af matarolíu. Skreytt að vild, t.d. með flórsykri. Nauðsynlegt er að setja tertuna saman svona 2 sólarhringum áður en á að njóta hennar en einnig er tilvalið að setja tertuna saman og frysta síðan, hún er fín út frosti. Kanilterta Himneskt góðgæti Jólablaðið fékk nokkrar kátar konur sem saman mynda bókaklúbb í Skagafirði til þess að snara fram veitingum í anda bókanna hennar Guðrúnar frá Lundi. Ekki höfðu konurnar mikið að byggja á nema tímabilið en engu að síður tókst þeim að snara fram veislu sem framkallaði mörg nautnahljóðin hjá viðstöddum. Veislan fór fram í Sögusetri íslenska hestsins. Að hætti Guðrúnar frá Lundi að hætti Söru Valdimarsdóttur Þessi uppskrift er frá tengda- móður minni, Jóhönnu Þórar- insdóttur á Frostastöðum. Þessar kökur bakar hún fyrir jólin og aðeins þá. Þetta eru sannkallaðar sykurbombur, bragðast vel og eru fallegar á diski. 125 gr. smjör 125 gr. hveiti 2 msk. rjómi Þessu blandað saman í deig og það síðan kælt. Deigið flatt fremur þykkt út á borði eða bökunarpappír. Stungnar út litlar kökur með t.d. snafsaglasi (4-5 cm. í þvermál). Hver kaka lögð í strásykur og síðan hvolft á bökunarplötu (sykurhliðin snýr upp). Þá er búið til mynstur í kökurnar með buffhamri. Bakað við 190 gráður í 7-8 mínútur. Fylgist vel með því kökurnar eiga ekki að taka lit nema kannski örlítið. Kökurnar lagðar saman með smjörkremi sem búið er til úr 2 msk. smjöri, 3-4 msk. flórsykri, 1 eggjarauðu og smá vanilludropum. Fallegt er að lita smjörkremið með matarlit að vild. Franskar vöfflur að hætti Söru Valdimarsdóttur 500 gr. hveiti 1 ½ tsk. hjartarsalt 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. kardimommur 100 gr. sykur 50 gr. smjörlíki 1 egg 2 dl. mjólk eða súrmjólk Gott finnst mér að bræða smjörlíkið og hafa mjólkina volga. Hrærið deigið hratt saman með sleif og hafið það frekar blautt og hnoðið svo hveiti saman við þangað til það er mátulegt til að fletja út. Steikt í feiti sem samanstendur af tólg og plöntufeiti ca. til helminga. Kleinur að hætti Ingibjargar Hafstað

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.