Feykir


Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 7

Feykir - 25.11.2010, Blaðsíða 7
2010 7 Fæðingarorlofssjóður heimsóttur Uppáhalds jólaskrautið okkar 12 starfsmenn vinna hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga en þar fer fram útreikningur og úrvinnsla á fæðingarorlofi landans. Jólablaðið fékk starfsmenn til að kíkja í kassana sem hafa að geyma jólaskrautið og deila með okkur sínu uppáhalds jólaskrauti og sögunum á bak við það. Fjarverandi var Leó Örn Þorleifsson, framkvæmdastjóri, en starfsfólkið hafði hann grunaðan um að hafa ekki treyst sér í verkefnið. Hvað satt er í því látum við liggja á milli hluta. Elín Jóna Rósinberg, fjármálastjóri Sumarverkefni mömmu í uppáhaldi -Mamma keypti þennan dúk þegar við vorum í sumarleyfi í Danmörku, síðan saumaði hún út í hann þegar við fórum í bústaði á sumrin, þannig að þetta var svona sumarverkefni. Dúkurinn fer alltaf á eldhúsboðið fyrsta sunnudag í aðventu og plastdúkur yfir og þar er hann fram yfir jól. Hún ætlaði alltaf að gefa hann og þar sem ég átti borðið sem passaði undir hann. Ég held að hún hafi alltaf séð hann fyrir sér á þessu borði. Anna María Elíasdóttir, fulltrúi Englar úr brúðarefni -Englar sem amma mín saumaði og gaf mér eru í sérstöku uppáhaldi. Grái engilinn er saumaður úr brúðarkjólnum hennar mömmu en amma saumaði englana úr afgöngum sem hún átti til. Englarnir hafa fylgt mér í 10 ár og fara þeir alltaf upp á píanóið heima strax á aðventunni en ef ég ætti arinhillu þá væru þeir þar. Rósa Fanney Friðriksdóttir, skjalavörður Handavinnuverk úr grunnskóla Jólapóstpoki sem ég saumaði fyrir næstum því fjörutíu árum þegar ég var 10 ára gömul er í miklu uppáhaldi. Þetta er það fyrsta sem fer upp fyrir jólin alltaf innan á útihurðinni. Alltaf á sama stað. Ég taldi þetta út og þótti mikið þrekvirki að hafa klárað þetta í handavinnu í skólanum en mamma hjálpaði mér með frágang. Ég hef alltaf verið mikil handavinnukona en ég var í barnaskóla í Eyjum þar sem var mikil og öflug handavinnukennsla sem ég bý enn að. Þórdís Helga Benediktsdóttir, sérfræðingur Spiladós sem syngur Heims um ból Spiladós sem Þórdís fékk sem barn hefur fylgt henni alla tíð. -Ég man ekki hver það var sem gaf mér hana en ég hef ekki verið mjög gömul því ég man ekkert annað en að hún fylgi mér. Dósin spilar Heims um ból og fer alltaf upp á Þorláksmessu og þá inni í herbergi hjá mér og hef ég hana þá á kommóðunni. J Valgerður Valgeirsdóttir, sérfræðingur Barnaföndur í uppáhaldi -Jólaskraut sem börnin mín gerðu þegar þau voru á leikskóla eru í miklu uppáhaldi og er alltaf tekið fram á jólum en ég er að skreyta heima svona smátt og smátt á aðventunni. Börnin mín tvö eiga sitt hvora tvo karlana og gáfu okkur foreldrunum í jólagjafir. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur Ekki foreldravænt skraut -Ég á sjálf ekkert uppáhalds jólaskraut en þessi jólasveinn er kannski það skraut sem vekur mestar minningar hjá mér. Við fengum hann gefins þegar elsta barnið var lítið, þannig að hann er búinn að fylgja okkur í fimmtán ár og er það fyrsta sem krakkarnir biðja um þegar skrautið er tekið fram. Hann syngur og er kannski ekki foreldravænt skraut og á því til að bila um miðjan desember þegar hann er búinn að syngja yfir sig en hrekkur kannski í lag um jólin þegar foreldrarnir eru búnir að jafna sig. Gunnar Sveinsson, sérfræðingur Hækka þangað til konan lækkar Gunnar á sér ekkert sérstakt uppáhalds jólakskraut en til að koma sér í jólagírinn hlustar hann gjarnan á Baggalút og er þá diskurinn Jól og blíða í sérstöku uppáhaldi. –Textarnir og lögin eru snilld og koma mér í rétta gírinn. Þegar ég geri súpuna á aðfangadag þá set diskinn í og hækka þangað til konan lækkar og þá mega jólin koma. Kristín Ólafsdóttir, fulltrúi Styttur með sögu -Árið 2006 þá keyptum við, ég og maðurinn minn Þórarinn Rafnsson, hús af ömmu hans og afa á Staðarbakka. Þessir jólakallar fundust þar í gömlu dóti og voru gjöf þeirra til tengdaföður míns Rafns Benediktssonar og hans systkina upp úr 1950. Sveinarnir fylgdu húsinu og hafa síðan þá farið upp á 1. í aðventu en þau systkinin sem áttu þá áður kveiktu alltaf á kertum í styttunum, sem eru kertastjakar, og létu loga á aðfangadagskvöld. Berglind Guðmundsdóttir, fulltrúi Englaspilið ómaði undir jólamessunni -Englaspil er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en í minningunni þá var alltaf kveikt á því þegar klukkan sló sex og messan byrjað í útvarpinu. Englaspilið ómaði síðan undir jólamessunni. Það var aldrei kveikt á því fyrr en á aðfangadagskvöld klukkan sex þannig að ásamt messunni kom englaspilið með jólin. Þetta er ekki upprunalega stykkið, mamma og pabbi eru með það, en ég komst yfir mitt eigið fyrir nokkrum árum og hef haldið sama sið. Anna Lára Guðmundsdóttir, fulltrúi Klippti engilinn þegar ég var á skæraaldrinum -Þessa spiladós fékk ég í jólagjöf árið 1976 eða fyrstu jólin mín en það voru amma og afi á Ísafirði sem gáfu mér dósina. Dósin spilar Heims um ból og hefur fylgt mér alla tíð og er það fyrsta sem fer upp á aðventunni. Ég klippti hana stutthærða einhvern tíma á skæraaldrinum þegar ég var barn þannig að hún er stutthærð núna. Ég hef aðeins þurft að laga undirkjólinn hennar en hún er að öðru leyti í góðu lagi enda passað mjög vel upp á hana. Ragnar Smári Helgason, sérfræðingur Hangir af gömlum vana -Þessi jólasveinn hérna sem ég hengi á útidyrnar er í miklu uppáhaldi. Ég fékk þennan þegar ég fékk fyrstu íbúðina og flutti þangað með núverandi unnustu minni fyrir svona 11 árum síðan. Hann er eins og sést búinn að flytja með okkur hátt í 10 sinnum og er eiginlega farinn að hanga af gömlum vana. Lauga amma mín gaf mér kallinn en það þarf nú eitthvað að fara að lappa upp á hann en hann mun hanga meðan hann hangir, vonandi sem lengst.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.