Feykir


Feykir - 29.11.2012, Qupperneq 5

Feykir - 29.11.2012, Qupperneq 5
2012 5 Jólasnjór Þessi aðventuskreyting var í einfaldari kantinum. Fjórar krukkur undan barnamat fylltar með sykri og sprittkerti sett ofan í þær, og svo var ofsalega jólalegum og fallegum borða vafið utan um tvær af þeim. Jólagrenigrein og berjagrein notaðar saman og lagðar á bakkann við hliðina á krukkunum og svo var negulnöglum stráð í botninn á bakkanum. Einfalt, fljótlegt og fallegt! Það er aðventan! UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir Krans eða ekki krans? Þar sem aðventan er tæplega korteri frá því að vera handan við hornið ákvað Fröken Fabjúlöss, fegurðarkúnstner Feykis, að taka sig til í glitrandi andlitinu og hrista fram úr erminni nokkrar hugmyndir að misjafnlega hefðbundnum aðventukrönsum. Það er nefnilega með aðventukransana góðu eins og svo margt annað að ef hugmyndaflug er til staðar, þá eru reglurnar engar svo lengi sem fjögur kerti skrýða skúlptúrinn einhversstaðar! Út af örkinni rigsaðum við hérna í aðventukransadeild Fabjúlössmans og fengum til liðs við okkur búsáhaldateymi Skagfirðingarbúðar og skreytingameistara Blóma- og gjafa- búðarinnar sem voru svo yndisleg að leyfa okkur að láta greypar sópa og taka það sem til þarf í svona aðgerðir. Þetta eru bara nokkrar hugmyndir sem Fröken Fabjúlöss ákvað að smella fram til þess að sýna lesendum JólaFeykis að aðventukransar þurfi ekki alltaf að innihalda greni, þó svo að greni- kransarnir séu svo sannarlega bæði gullfallegir og ákaflega jólalegir. Og englarnir sungu! Bakki, gerfigreinar og negulnaglar fást í Skagfirðingabúð. Borði fæst í Blóma- og gjafabúðinni Krukkur eru í einkaeign Fröken Fabjúlöss Eplakökukaffi Þessi er í hefðbundnari kant- inum, svona miðað við hina. Kringlótt kökuform var fyllt með kaffibaunum svo kertin stæðu betur. Svo voru lítil gerviepli, jólakúlur og könglar notuð til skrauts! Kökuform, kaffibaunir og kerti fást í Skagfirðingabúð Skreytingaefni koma frá Blóma- og gjafabúðinni Þegar piparkökur... Þrjár krukkur undan barnamat og ein flaska undan sveskjusafa fyllt með sykri, sprittkerti sett í krukkurnar og langt kerti sett í flöskuna. Flaskan er skreytt með því að binda piparkökuform í skrautbandi utan um efsta hlutann og svo voru krukkurnar skreyttar með kanilstöngum í skrautbandi. Piparkökuform, Nóa konfekt og piparkökur svo notaðar til skrauts á diskinn. Diskur, piparkökuform, piparkökur og konfekt fást í Skagfirðingabúð Skreytingaefni fæst í Blóma- og gjafabúðinni Krukkur og flaska í einkaeign Fröken Fabjúlöss Gleðileg Glamúrjól Fröken Fabjúlöss náði ekki að hemja sig í kransagerðinni og eftir að hafa gramsað í gegnum græjuhilluna heima hjá sér varð til þessi dásamlega falleg glamúraðventuskreyting. Í skreytinguna notaði hún varalit, augnskugga, naglalökk, eyrnalokka og fleira skemmtilegt sem glamúrpía þarf til að viðhalda status sínum sem pjattrófa. Allt í þessum krans er í einkaeign Fröken Fabjúlöss. Í þennann „krans“ notaði Frökenin 3 ljómandi fallega kaffibolla og einn sprittkertastjaka. Bollarnir voru fylltir með hnetum og skreyttir með kanilstöngum og öðru dútli til að halda kertunum hnarreistum. Falleg englastytta fékk að fljóta með og svo var kaffibaunum, glerskrauti og könglum komið fyrir á hernaðarlega mikilvægum stöðum á bakkanum. Bakki, stytta, bollar og sprittkertastjaki fást í Skagfirðingabúð Skreytingaefni fæst í Blóma- og gjafabúðinni Ilmur af jólum Þessi er í raun bara kransinn Jólasnjór eftir smá breytingar! Skrautgreinunum skipt út fyrir eina appelsínu sem hefur verið skreytt með negulnöglum. Þess má geta að jólaskapið lét svo sannarlega ekki á sér standa á meðan Fab var að skreyta appelsínuna af því að þegar appelsínulyktin og lyktin af negulnöglunum blandast saman gýs upp þessi líka dásemdar jólailmur! Rauð jól Einfaldur, flótlegur en ofsalega smart! Fröken Fabjúlöss féll alveg fyrir þessum stórglæsilega járnbakka þegar hún sá hann. Fjögur rauð kerti í mismunandi stærðum sett á þennann dásemdarbakka, ein rauð jólakúla og tveir könglar notaðir til skreytinga og voila! Þessi fíni aðventukrans. Járnbakki, kerti og jólakúla fást í Skagfirðingabúð Könglar koma frá Blóma- og gjafabúðinni

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.