Feykir


Feykir - 29.11.2012, Síða 8

Feykir - 29.11.2012, Síða 8
20128 Regína Jóna Gunnarsdóttir og Pétur Ingi Björnsson eignuðust dreng þann 24. ágúst sem hlotið hefur nafnið Sigurbjörn Darri. Regína segir að skagfirska stemning- Fjör á fæðingadeildinni UMSJÓN Páll Friðriksson Skagfirsk stemning á fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Eins og margir vita þá var fæðingadeild Skagfirð- inga á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki lokað fyrir nokkrum misserum og fæðingar færðust annað. Langflest skagfirsku börnin koma í heiminn á Akureyri enda eru nágrannar okkar í austri agndofa yfir þeirri fjölgun fæðinga sem skráðar eru á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Í sumar seint í ágúst, eins og skáldið sagði, gerðist það að þrjú skagfirsk börn heimtuðu að líta dagsins ljós á sama tíma og lögðust því mæðurnar nánast saman inn á FSA og skagfirska stemningin sveif yfir vötnum þann daginn. Ekki minnkaði hún þegar fleiri mæður komu inn til eftirlits og skoðunar. Þó ekki sé boðið upp á fæðingaþjónustu lengur á HS þá er ljósmóðir á vakt frá kl. 8-20 alla virka daga og kl. 8-16 um helgar. Utan þess tíma er ekki þjónusta en Anna María Oddsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur segir það ljóst að ljósmæðurnar á HS tengjast konunum mikið og sinna þeim utan vinnutíma ef þess er kostur. -Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um það að konurnar upplifi sig öruggar og fái þá heilbrigðisþjónustu sem þær eiga rétt á og vissulega fylgir því fórnarkostnaður í frítíma af hálfu ljósmæðra en það skilar sér tilbaka margfalt, segir Anna María. Feykir sendi mæðrunum þremur póst og forvitnaðist aðeins um foreldrana og börnin og bað að sjálfsögðu um uppskrift að jólasmákökum. Ameríski draumurinn 330 g hveiti / 160 g haframjöl 310 g sykur / 120 g rúsínur 125g smjörlíki / ¼ tsk matarsóti 1 stk egg Aðferð: Setjið allt saman í skál og vinnið vel saman, látið deigið aðeins standa, gerið kúlur og setjið á plötu með smjörpappír og bakið við 180°C í 11-13 mín. Regína og Pétur Sigurbjörn Darri in á FSA hafi verið fín þar sem fyrsta sólahringinn voru bara Skagfirðingar á deildinni. Þrátt fyrir góða stemningu á Akureyri hefði hún viljað fæða í sinni heimabyggð. Þó jólin nálgist óðfluga er Regína ekkert stressuð með að Sigurbjörn Darri fari í jólaköttinn og er ekki ennþá búin að ákveða jólafötin á barnið. Regína ákvað að gefa uppskrift að uppáhalds smákökum húsbóndans. Um sex leytið föstudagsmorguninn 24. ágúst fæddist Rebekka Ýr dóttir þeirra Elmu Hrannar Þorleifsdóttur og Inga Björns Árnasonar. Hvað skagfirsku stemninguna áhrærir segir Elma það hafa verið svolítið skrítið Snickersmákökur 200 g saxað snickers (ekki of smátt) 300 g saxað súkkulaði (suðusúkkulaði) 300 g púðursykur / 160 g smjör 2 egg / 320 g hveiti / 1/2 tsk natron 2/3 tsk salt / vanilludropar Aðferð: Öllu hnoðað saman, rúlla í lengjur og skera niður í sneiðar. Baka við ca. 180-200°C í ein- hverjar mínútur (ekki of lengi, eiga að vera frekar ljósar). Gott að gera deigið kvöldið áður og kæla. Elma Hrönn og Ingi Björn Rebekka Ýr en skemmtilegt að fara í morgunmat og hitta bara Skagfirðinga. Aðspurð um það hvað henni finnist um að þurfa að fara til Akureyrar til að fæða barn segir hún það fáránlegt. -Aðstaðan er til staðar hér heima og börnin spyrja ekki að því hvort heiðin er fær eða ekki, þegar þau ætla að koma í heiminn. Þessi ferð er klárlega ekki skemmtileg. Ekki er búið að ákveða jóladressið á Rebekku Ýr en „ætli ég finni ekki einhvern sætan kjól á dömuna“, segir Elma sem að endingu gefur okkur uppskrift af rosa góðum smákökum. Elísa Nótt er daman nefnd sem fæddist klukkan 06:45 þann 23. ágúst sl. og verður hún skírð 2. desember. Foreldrar Elísu eru þau Jenny Marta Charlotte Larsson og Jóhann Jónsson. Jenny segir að það hafi verið svolítið skondið að sjá svo mörg kunnugleg andlit á göngum FSA er hún var á Karamellukökur 100 g mjúkt smjör / 1 dl sykur 2 msk síróp / 2 ¼ dl hveiti 1/2 tsk natron / 1 tsk vanillusykur 1 tsk þurrkað engifer, eða aðeins minna ef maður notar ferskt engifer. Aðferð: Ofn 175°C. Blandið smjöri, sykri og sírópi og hrærið saman. Hrærið hinu við og skiptið deiginu í tvennt. Rúllið út í tvær lengjur. Fletjið lítillega út með gaffli. Þetta er svo bakað í 12-15 mínútur, skerið svo lengjurnar í hæfilega kökur strax og kökurnar koma úr ofninum. Jenny og Jóhann Elísa Nótt fæðingardeildinni en það hafi verið skemmtilegt. Ekki er Jenny ánægð með að þurfa að fara til Akureyrar til að fæða barn og segir það til háborinnar skammar að hafa þessa fínu aðstöðu á Króknum og fá ekki að nota hana og leggja sig jafnvel í lífshættu við að koma sér á Akureyri í allskyns veðrum. Elísa Nótt verður sannkallað jólabarn því Jenny segist vera búin að velja jólakjólinn sem verður rauður og hvítur í anda jólasveinabúningsins. Uppáhalds jólasmákökur Jennyar eru karamellukökur með engifer.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.