Feykir - 29.11.2012, Síða 14
Flestir eru sammála um að jólahátíðin er
tími samverustunda með fjölskyldunni
en að öðru leyti getur hún haft sérstaka
Jólin mín
Jólin eru... alltaf jafn yndisleg og best að
njóta þeirra með fjölskyldunni.
Hvað kemur þér í jólaskap? Falleg aðventu-
og jólatónlist.
Hvað er besta jólalagið? Það er erfitt að
ganga framhjá O helga natt með Jussi Björling
en ég verð líka að fá að nefna uppáhalds
jóladiskinn á heimilinu sem er Friðarjól með
Pálma Gunnarssyni og syni hans. Alveg
nauðsynlegt að hlusta á hann þegar jólin
nálgast.
Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir
hátíðirnar? Lesa góðar bækur og hlusta á
fallega jólatónlist, taka í spil og almennt að
njóta hvíldar og samvista við gott fólk.
Hvað langar þig í jólagjöf? Rafmótor á hjólið
mitt.
Bakar þú fyrir jólin? Smávegis. Laufa-
brauðsgerð er til dæmis alveg nauðsynleg í
jólaundirbúningi. Konfektgerð hefur að hluta
til tekið við af smákökubakstri síðustu árin.
Þórdís Friðbjörnsdóttir frá Varmahlíð
Laufabrauðsgerð nauðsynleg
í jólaundirbúningi
Jólin eru... í mínum huga
hátíð ljóss og friðar - fyrst
og fremst. Hátíð, þar
sem fjölskyldur eiga góða
samveru, hvílast, borða
góðan mat, lesa svolítið og
spila! Það finnst mér mjög
gaman.
Hvað kemur þér í jóla-
skap? Það sem kemur mér
í jólaskap er nýfallin snjór
í logni. Og svo jólalögin í
útvarpinu. Þetta með snjó-
inn versnar stundum þegar
hann fellur í október – þá
fer ég í þvílíkan jólafíling
sem gufar svo upp með snjónum, ef hlánar. Þetta
er auðvitað eitthvað sem maður ræður ekki við – en
er frekar bagalegt og stundum hef ég óskað þess að
hægt væri „að flýta“ jólunum.
Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar?
Ég segi nú bara „Ekkert ER ómissandi“. Lífið er
breytingum háð – ég hef t.d. margoft unnið á
sjúkrahúsinu á Hvammstanga á aðfangadagskvöld
og það er MJÖG gefandi og skemmtilegt – vera
hjá vistmönnum, hjálpa þeim að opna jólakortin
og pakkana. Sumir eiga fáa að og engin kemur
í heimsókn. Þá er bara fínt að aðstoða þá. Ég
hef líka upplifað „öðruvísi“ jól á Kanarí og það
var líka lærdómsríkt. Ég er líka ekkert mjög mikil
jólamanneskja, er frekar fyrir aðventuna, t.d. eiga
eina kökusort fyrir þá sem rekast inn.
Hvað langar þig í jólagjöf? JÓLAGJÖF – Ja, það er
spurning, mig vantar EKKI neitt og ég held að það
Elín Ása Ólafsdóttir frá Hvammstanga
Nýfallin snjór í logni
kemur mér í jólaskap
Jólin eru... hátíð ljóss og friðar þar sem
fjölskyldan er í fyrirrúmi. Þá á helst að
gleyma stressi og böl og njóta kyrrðarinnar.
Hvað kemur þér í jólaskap? Mér finnst
undirbúningur jólanna svo skemmtilegur
tími. Samvera með fjölskyldu og vinum,
notalegheit við kertaljós og hugljúfa jóla-
tónlist. Fara og finna jólatré í skóginum
með fjölskyldunni og jólailmurinn af
greninu. Svo er alltaf gaman að spila sjálf
fallega jólatónlist á tónleikum og með
nemendum.
Hvað er besta jólalagið? Ég held að mitt
uppáhalds jólalag sé hið íslenska lag Hátíð
fer að höndum ein. Þegar það er fallega
flutt fæ ég alltaf kökk í hálsinn. En það eru
svo mörg lög að ég gæti talið endalaust
upp. Lagið Jól eftir Jórunni Viðar er líka
fallegt og svo Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu
Þorbergs. Nýjasta uppáhaldslagið er Mitt
Hjerte flutt af Sissel Kyrkjebo. Annars er
yfirleitt þannig hjá mér að ef tónlist er flutt af
einlægni þá er hún yfirleitt falleg.
Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir
hátíðirnar? Kveikja á kerti og njóta tímans og
kyrrðarinnar með fjölskyldunni minni. Líka að
fara í kirkju á aðfangadagskvöld en svo sakna ég
þess alltaf að heyra ekki í kirkjuklukkunum slá
inn jólin kl. 6 eins og ég heyrði í Reykjavík. Að
fara á fallega jólatónleika er líka alltaf gaman
og svo sjálfsögðu að fara í smá jólaboð og hitta
stórfjölskylduna.
Kristín Halla Bergsdóttir á Grænumýri í Blönduhlíð
Skemmtilegt að finna jólatré
í skóginum með fjölskyldunni
Jólin eru... tími til að slaka á
og njóta þess að vera í faðmi
fjölskyldunnar og góðra vina.
Borða góðan mat og yfirleitt
of mikið af honum þannig að
manni verður illt af en það
er bara partur af þessu öllu
saman.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Fjölskyldan hefur undanfarin
ár farið til Akureyrar ca.
mánuði fyrir jól og átt
góðan tíma þar. Það kemur
mér í jólaskapið. Einnig er
algjörlega ómissandi að
ganga til rjúpnaveiða og ég er
ekki frá því að það komi mér líka í jólaskapið en það kann að hljóma undarlega fyrir suma.
Hvað er besta jólalagið? Heims um ból, ekki spurning. Ég fæ hreinlega gæsahúð þegar ég
hlusta á það í jólamessunni á aðfangadagskvöld.
Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Algjörlega ómissandi að borða
hangikjöt, laufabrauð og skyr með rjóma í hádeginu á aðfangadag, fá jólasveinana í
heimsókn með jólapóstinn og að borða rjúpur um kvöldið.
Hvað langar þig í jólagjöf? Þarna er ég gripinn í bólinu. Er alveg hættur að gera óskalista
en börnin hafa alveg tekið við af mér í þeim efnum. Kannski væri samt gott að fá eitthvað
fyrir skotveiðina.
Bakar þú fyrir jólin? Já, reyndar geri ég það. Ég sé alveg um að baka Vanilludrauminn
en það eru smákökur sem mamma bakaði og bakar enn fyrir jólin. Svo reyni ég að
aðstoða konuna við aðrar sortir eins og Mömmukökur og Sírópskökur. Þá má ekki gleyma
laufabrauðinu en það sker maður út og steikir með öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir jólin.
Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Það eru Vanilludraumur og Mömmukökur.
Auðunn Steinn Sigurðsson frá Blönduósi
Rjúpnaveiðar koma
mér í jólaskapið
hafi alltaf verið frekar erfitt að gefa mér gjafir, því
mér finnst „sælla að gefa en þiggja“. Mér finnst t.d.
mjög gaman að gefa jólagjafir. Það er svosem alltaf
gott að fá bók en núna nenni ég ekki lengur að eiga
margar bækur – þá eru það CD - diskar sem koma
helst til greina, og þá er svosem ýmislegt sem mér
finnst skemmtilegt, t.d. Jónas Sig og Ásgeir Trausti.
Svo sá ég líka um daginn disk með lögum Bergþóru
Árnadóttur sem ég á ekki en væri til í að eiga.
Bakar þú fyrir jólin? Bakstri hefur farið aftur með
árunum eins og mér sjálfri. Stundum hef ég ekki
bakað neitt en ég stefni á að baka 2-3 sortir af
smákökum í ár. Kannski stend ég við það eða ekki
– aldrei að vita....
Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Uppá-
haldskökur eru Engiferkökur, Mömmukökur og
Vanilluhringir.
UMSJÓN
Berglind Þorsteinsdóttir
þýðingu fyrir hvern og einn. Hér má sjá dæmi um þau mismun-
andi svör sem Feykir fékk um jólin.
Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Verð
að nefna tvær. Sírópskökurnar hennar mömmu
og engiferkökur Diddu frá Litlubrekku.
Hvað langar þig í jólagjöf? Ég er nú ekki farin að
hugsa um það, ég er meira að hugsa hvernig ég
geti glatt aðra.
Bakar þú fyrir jólin? Já, það er alveg ómissandi.
Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Það eru
piparkökurnar sem ég baka en í fjölskyldunni er til
gömul sænsk uppskrift þar sem maður sýður fyrst
saman smjör, síróp, krydd og koníak og lyktin af
þessu er dásamleg og fyllir húsið af jólailmi. Svo
setur maður hveitið í daginn eftir. Þetta er ekki
auðveldasta uppskriftin en alveg ómissandi. Og
svo er deigið líka svo gott!
20121 4