Feykir - 29.11.2012, Qupperneq 24
20122 4
Gleðileg jól ferfætlinganna
Gæludýrin
og jólin
UMSJÓN
Berglind Þorsteinsdóttir
Þar sem talað er um að jólin séu
tími fjölskyldunnar er varla annað
hægt en að fá sögur af jólahaldi litlu,
loðnu og ferfættu fjölskyldumeðlimanna. Feyki lék forvitni
á að vita um sérstakar jólahefðir í kringum gæludýrin, hvað
þau fá að borða á jólunum og fara þau kannski í sérstakt
jólabað? Feykir kannaði málið.
Í Afahúsi eru tvö gæludýr, það er hundurinn Alfreð og kötturinn
Lappi Hansen (frá Sigga í Kringlumýri). Alfreð verður 6 ára um
jólin, en við fengum hann í júlí 2011. Lappi Hansen er 11 ára og
við höfum átt hann frá því hann var nokkurra vikna.
Hafa skapast einhverjar
sérstakar jólahefðir í
kringum gæludýrin?
-Það hafa nú ekki skapast
miklar hefðir í sambandi
við Alfreð því hann
hefur bara verið ein jól
hjá okkur. Hann fékk
að sjálfsögðu slaufu um
hálsinn á aðfangadag í
fyrra og slátur að borða.
Við áttum einu sinni hund
sem hét Lenni og við
suðum alltaf slátur handa
honum á aðfangadag og
gamlársdag, hann var
alltaf með breiðan rauðan
jólaborða um hálsinn á
aðfangadagskvöld. Lappi
fær alltaf túnfisk að borða
um jól og áramót, en það þýðir ekkert að ætla að setja slaufu um
hálsinn á honum – herra Lappi Hansen lætur ekki skreyta sig!
Mig langar til að lýsa aðfangadegi hjá Lenna, hundi sem við áttum
í mörg ár. Hann vissi alveg hvað stóð til og var í hátíðaskapi eins og
„hitt fólkið“ á heimilinu (já - hann hélt að hann væri maður). Þegar
pakkarnir voru komnir undir tréð þá var hann ekki lengi að sigta út
með þefskyninu án þess að snerta nokkuð, hvaða pakka hann ætti
því það var alltaf hundanammi eða nagbein eða eitthvað svoleiðis í
hans pakka. Eitt árið var hann búinn að finna út hvaða pakka hann
ætti og lagðist fyrir framan tréð með nefið alveg upp við pakkann
þegar við settumst inn í stofu. Þegar við fórum að taka pakkana og
afhenda öllum sína tók Lenni sinn og fór út í horn með hann, ég
fylgdist með honum með öðru auganu og sá að þetta var eitthvað
skrítið því í pakkanum voru leðurhanskar. Kom þá upp úr kafinu að
Röggi tengdasonur okkar hafði komið með pakka frá ömmu sinni
sem var að gefa honum leðurhanska, en við vorum viss um að Röggi
væri að koma með pakka handa Lenna eins og hann gerði oftast.
Þetta fór nú allt vel og það var mikið hlegið.
Hvernig kunna dýrin að meta þessa fyrirhöfn? -Dýrin í Afahúsi
kunna vel að meta umstangið við jólaskreytingarnar. Alfreð var nú
frekar hissa á þessu öllu í fyrra en Lappi Hansen hefur alltaf gaman af
að láta jólaóróana hreyfast með því að slá í þá með framfætinum, við
munum samt ekki eftir að hann hafi skemmt jólaskraut.
Hvað finnst fjölskyldumeðlimum um jólahefðir dýranna? -Litla
„stórfjölskyldan“ okkar hefur alltaf verið ánægð með að hafa dýrin
með í jólahaldinu og passar upp á að halda í hefðirnar.
Alfreð og Lappi Hansen þeirra Maríu Grétu Ólafsdóttur
og Viðars Sverrissonar í Hjaltadal
Slaufa um hálsinn og slátur að borða
Gæludýrið okkar er smá
hundur af tegundinni
Pomeranian frá Dals-
mynni. Hann er fæddur
7. ágúst 2004 og er því
í ljónsmerkinu, eins
og eigandinn, og heitir
Leo. Foreldrar hans eru,
Pomina‘s Brand In Your
Heart, og Dalsmynnis Birta
Dís. Maðurinn minn fékk
hann í afmælisgjöf frá mér,
börnum og barnabörnum
þegar hann varð sextugur.
Hafa skapast einhverjar sér-
stakar jólahefðir í kringum
gæludýrið?
-Það eru nú ekki neinar
fastar jólahefðir, en hann
fær að sjálfsögðu að borða af
jólamatnum okkar og líkar
vel.
Hvernig myndu þið lýsa að-
fangadegi hjá gæludýrinu?
-Hann er náttúrulega settur
í bað, þurrkaður með hár-
blásara og síðan kembdur
og snyrtur. Svo er sett á hann
jólahúfan sem hann er með
svona af og til. Svo fær hann
alltaf jólapakka eins og aðrir
á heimilinu og finnst gaman
að rífa pakkann upp með smá
hjálp.
Hvernig kann dýrið að meta
þessa fyrirhöfn ?
-Ég hef aldrei spurt hann.
Hvað finnst fjölskyldumeð-
limum um jólahefðir
dýrsins?
-Bara gaman af þessu.
Leo þeirra Herdísar Fjeldsted og Páls Magnússonar á Hofsósi
Fær jólabað og blástur
Við eigum tvo ketti, þá Ými
og Stuart Gunnarssyni. Ýmir,
sem er persi, eignuðumst við
árið 2000 en Stuart, sem er af
skógarkattarkyni, fengum við
þremur árum áður.
Hafa skapast einhverjar sér-
stakar jólahefðir í kringum
gæludýrið?
-Nei, ekkert sérstaklega. Við
reynum að gefa þeim gott að
borða, annars vilja þeir oftast
bara fá sinn mat, Stuart vill fisk
en hinn blautmat. Ýmir á eftir
að fara í jólaklippinguna en
hann er mjög loðinn og þarf
að fara reglulega í klippingu.
Hann vill alls ekki láta greiða
sér. Hann ætti í sjálfu sér að
vera inniköttur en hann vill
helst bara sitja út í rigningu og
snjókomu, þar líður honum
best.
Hvernig myndir þú lýsa
aðfangadegi hjá gæludýr-
unum?
-Stuart er bara samur við sig en
Ýmir er glysgjarn og er mjög
hrifinn af jólaskrauti og eyðir
miklum tíma í að skoða það.
Það má helst ekki setja blóm
í vasa, sama á hvaða árstíma
það er, eða kveikja á kertum
þá slekkur hann á þeim með
loppunum. Hann skemmir
skrautið ekki en hann vill
alltaf sitja hjá því og skoða
það. Svo vill hann setjast til
borðs með okkur um kvöldið.
Hvernig kunna dýrin að
meta þessa fyrirhöfn?
-Þeir kunna mjög vel við hana,
sérstaklega Ýmir hann er
mjög félagslyndur. Hann sest
hjá okkur þegar við sitjum við
eldhúsborðið og sækir mikið í
okkur. Hann sækir líka mikið
í börn, t.d. ef þau eru að leika
sér á gólfinu þá vill hann vera
með þeim. Stuart er heldur
styggari, þá ekki við okkur
heldur við aðkomufólk.
Hvað finnst fjölskyldumeð-
limum um jólahefðir dýr-
anna?
-Við erum bara tvö í
heimili en börnin koma
oft að heimsækja okkur.
Sonur okkur ætlar að eyða
jólunum hjá okkur í ár en
hann býr í Kína og hann er
mikill dýravinur. Svo finnst
barnabörnunum mjög gaman
að koma og leika við kettina.
Ýmir og Stuart þeirra Guðríðar Daníelsdóttur og Gunnars Reynissonar á Skagaströnd
Glysgjarn og vill sitja til borðs
glettur
Úr Skagfirskum skemmtisögum 2
Feðgarnir á Vöglum, Magnús
og Gísli, voru duglegir að rækta
kartöflur, sér í lagi sonurinn Gísli.
Hann var fyrst og fremst kúabóndi
á meðan Maggi sá um féð. Gísli átti
samt nokkrar rolluskjátur en Maggi
var fjárglöggur maður og þekkti
sínar kindur. Síðan gerðist það að
ein kindin vandi komur sínar meira
en góðu hófi gegndi í kartöfluakra
Gísla. Henti hann henni út fyrir og
sagði við föður sinn að þetta gengi
ekki.
„Pabbi, þú verður að fjarlægja
þessa rolluskjátu þína, annars sker
ég hana.“
„Skerðu hana bara,“ sagði Maggi,
„þá erum við lausir við hana.“
Síðan fór blessuð kindin auðvitað
aftur í kartöflugarðinn og stóð Gísli
viðsitt. Átti Magnús þá leið hjá, á
hinsta degi hinnar kartöfluóðu
kindar, og sagði sposkur við
soninn:
„Já, þú hefur skorið hana, karlinn,
og áttir hana sjálfur.“
HA HAHA
Alfreð.
Leo.
Ýmir Gunnarsson.
Stuart Gunnarsson.