Feykir - 29.11.2012, Síða 27
2012 2 7
Sveitaföndur Handverk
Föndur á
Fésbókinni
Hvers konar handverk ert
þú að skapa?
-Ég hef verið að dunda mér
við ýmislegt upp á síðkastið
– og helst allavega tvennt eða
þrennt mismunandi í einu.
Mest hef ég þó verið í að
mála steina eða grjótfígúrur
eins og ég kalla þær, prjóna
og teikna og mála. Einnig
hef ég verið mikið í að nýta
mér aðstöðuna í Fab Lab á
Akranesi til að skera út úr
við ýmiskonar skemmtilega
hluti, t.d. klukkur, lampa og
ýmislegt fleira. Einnig nota ég
aðstöðuna þar til að skera út
leður og roð til að nota í skart.
Hvernig kom til að þú
byrjaðir á þessu verkefni?
-Ég hef alltaf verið mjög
dugleg við að dunda mér við
eitthvert föndur heima við,
ogþá sérstaklega við að teikna,
mála eða prjóna. Ég var einnig
ögn byrjuð að dunda mér með
grjótfígúrurnar á meðan við
bjuggum á Króknum en það
var svo ekki fyrr en við vorum
flutt í Hvalfjörðinn að vinkona
mín þar, Sara Bjarnadóttir,
kynnti mig fyrir aðstöðunni í
Fab Lab sem að einhver alvara
var sett í þetta Sveitaföndurs
verkefni. Við hönnuðum og
skárum út nokkrar tegundir
af klukkum sem heppnuðust
ótrúlega vel. Við ákváðum
að það væri tilvalið að útbúa
einhverskonar síðu til að
auglýsa handverkið okkar
aðeins - svo skemmtilega
vildi til að ég átti líka til slatta
af ýmiskonar eldra föndri
sem mér fannst tilvalið að
henda með inn á síðuna.
Svo eftir því sem tíminn leið
urðu klukkurnar sem við
hönnuðum í byrjun einungis
einn hluti af heildarverkefninu
og „framleiðslan“ ef fram-
leiðslu má kalla hefur öðlast
ögn meiri breidd heldur en
gengið var út frá í upphafi.
Hvernig fer þetta saman
við húsmóður- og bústörf?
-Það getur tekið á að hafa
tímafrekt áhugamál þegar
maður er með tvö börn undir
þriggja ára og 38 mjólkandi
kýr, en blessunarlega á ég
mjög duglegan mann og ótrú-
lega róleg börn. Ef ég væri
ekki svona heppin þá þyrfti
þetta áhugamál mitt líklega
að bíða betri tíma, því það er
alveg klárt mál að fjölskyldan
og búið ganga alltaf fyrir.
Það væri samt lygi ef
ég segði ekki að stundum
finnist manni sólahringurinn
hreinlega vera of stuttur. En
ég lærði fljótt að það þýðir
ekkert að ætla sér of mikið
í einu - það margborgar sig
að gera eitt í einu og gefa sér
góðan tíma í það sem maður
ætlar sér að gera. Ef maður
er fyrirfram búin að gefa sér
góðan tíma í verkefnið þá
hefur maður enga ástæðu til
þess að stressa sig yfir því að
það sé ekki tilbúið strax.
Hvaða efnivið notarðu í
handverkið?
-Efnivið sæki ég á ýmsa staði.
Viðinn fæ ég í Húsasmiðjunni
í Borganesi - herramennirnir í
timburdeildinni þar eru bara
snillingar og hafa ævinlega
bjargað mér.
Roð og leður fæ ég í Atlantic
Leather á Króknum - karlinn
fer bráðum að hætta að þora
að senda mig eina í verslunina
þar nema þá veskislausa.
Grjótið tíni ég bara hér
og þar. Mér datt samt aldrei í
hug að það yrði eitt af mínum
áhugamálum að tína stóra
grjóthnullunga upp úr götum
og gerðum, en svona er nú
lífið. Dóttirin (2 ára) er einnig
farin að veita þessu áhugamáli
mínu mikinn áhuga og er
orðin mjög dugleg við að fylla
alla vasa af grjóti og færa mér
svo mjög hreykin.
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Fésbókin er sú bók þar sem líklegt
er að maður finni það sem kallast
„allt milli himins og jarðar“. Ein
síðan þar heitir Sveitaföndur Handverk og er haldið úti af
brottfluttum Skagfirðingi, Kristbjörgu Maríu Bjarnadóttur,
sem nú býr á Eystra-Miðfelli í Hvalfirði. Þar er hægt að sjá
og nálgast hluti sem húsfreyjan dundar sér við í frístundum
og kennir þar ýmissa grasa. Feykir sendi Kristbjörgu
póst og forvitnaðist um sveitaföndrið.
Hvernig getur fólk nálgast
handverkið hjá þér?
-Auðveldast er að nálgast
handverkið mitt með því að
kíkja á Facebook síðuna mína,
Sveitaföndur Handverk, þar
eru myndir af því sem ég er
að gera og svo er einnig hægt
að hafa samband þar í gegn.
Einnig er fólki velkomið að
fletta mér upp í símaskránni
og hringja, senda tölvupóst
á kristbjorgm@hotmail.com,
nú eða hreinlega bara kíkja
við ef þið eigið leið framhjá!
Ég ætla líka að reyna að
útvega mér borð á einhverjum
góðum stað í Skagafirðinum
fyrir jólin og svo er aldrei
að vita nema ég troði mér á
jólamarkaði hér og þar, það
verður bara að koma í ljós
þegar þar að kemur.
Eitthvað sem þú vilt koma
á framfæri?
-Ég mæli eindregið með
því að sem flestir kynni sér
starfsemi Fab Lab. Þetta er
alveg hrikalega skemmtilegt
þegar maður er búin að læra
á þetta og gefur manni kost á
að koma hugmyndum sínum
í framkvæmd á ódýran og
þægilegan máta.
glettur
Úr Skagfirskum
skemmtisögum 2
Braga Vilhjálmssyni í Háaskála
þótti eins og mörgum gott að fá sér
í staupinu. Hann var einnig mikill
reykingamaður og sá Elín, móðir
þeirra bræðra; Braga og Hermanns,
alltaf til þess að drengirnir hefðu nóg
að borða og reykja. Hafði hún mikla
trú á tóbakinu.
Tröppurnar niður af inngangi húss-
ins eru háar og einu sinni rúllaði Bragi
þar niður er félagi hans kom að sækja
hann á sjóinn. Var þá aðeins búið að
hita sig upp fyrir sjóferðina. Var Bragi
vart staðinn upp eftir byltuna þegar
Ella kallaði á eftir honum: „Bragi,
gleymdu ekki sígarettunum, þá sérðu
betur!“
* * * * *
Meðal leikmanna Neista á Hofsósi
var Stefán Ragnarsson, Stebbi í
Gröf, hreinskilinn og ljúfur piltur sem
þótti sýna eftirminnilega takta á
knattspyrnuvellinum.
Eitt sinn var leikinn æfingaleikur
á Ólafsfirði þegar Stebbi fékk
dauðafæri. Sending kom þá fyrir á
Stebba sem stóð metra frá markinu
en skallaði himinhátt yfir.
„Hvað varstu að gera Stefán?“
spurði þjálfarinn og leikmaðurinn
svaraði hreinskilningslega:
„Ég kann bara ekki að skalla.“
* * * * *
Vélvæðingin í Akrahreppi barst einu
sinni í tal hjá þeim Jóni í Miðhúsum,
Þorleifi Hólmsteinssyni á Þorleifs-
stöðum og Agnari á Miklabæ. Eitthvað
bar á lítilsháttar minnimáttarkennd
gagnvart öllum stórbændunum í
Blönduhlíðinni og sagði Agnar:
„Ég held að það sé rétt að hætta
þessu baksi áður en maður verður sér
endanlega til skammar.“
Þorleifur taldi hins vegar kjarkinn í
félaga sína:
„Hverjum eiga þá hinir að skara
fram úr, ef engir eru skussarnir hér í
sveit?“
* * * * *
Togarinn Drangey SK gerði einhverju
sinni sem oftar góðan veiðitúr og
lá leiðin í land. Þá var Sæluvika í
gangi á Króknum og skipverjar orðnir
óþreyjufullir að komast á dansleik
og lyfta sér upp eftir margra daga
þrælavinnu um borð, enda sagði einn
skipsfélaganna:
„Nú er bara að drífa sig í land,
komast í góða sturtu og skella sér á
ball.“
„Sturtu?“ hváði Tryggvi Þorbergs-
son frá Sauðá, „maður bara spreyjar
sig.“
* * * * *
Á Sæluviku árið 1967 voru tvö leikrit
á sviðinu í Bifröst og sýndi Kvenfélag
Sauðárkróks Deleríum búbónis
eftir þá bræður Jónas og Jón Múla
Árnasyni.
Jón Ormar Ormsson lék atóm-
skáldið og var það frumraun hans á
leiksviði.
Í fáti náði Jón Ormar að slíta niður
veggteppi í einu atriðinu. Kristján
Skarphéðinsson var þá húsvörður í
Bifröst og þegar honum voru sögð
tíðindin sagði hann:
„Sleit hann niður teppið? Náði
hann upp í kögrið?“
HA HAHA
Handmálaður veggur í barnaherberginu.
Grjótfígúrur.
Hrafnaklukka.
Skart úr leðri/roði.