Feykir - 29.11.2012, Qupperneq 30
20123 0
Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir
lenti í alvarlegu slysi í sumar en líður vel í dag
Glöð að
þetta skildi
ekki fara verr
Feykir hafði samband við þessa
lífsglöðu stúlku sem ætlar ekki
að láta þetta óhapp stoppa
sig neitt í að vera með vinum
sínum og segist sér líða mjög
vel í dag. Hún stundar sitt nám
í 6. bekk Varmahlíðarskóla og
finnst allt skemmtilegt sem
þar er kennt enda með góðan
kennara, hana Ólöfu Sigurðar-
dóttur.
Þegar Þórkatla Björt er spurð
að því hvað sé skemmtilegast
að gera í sveitinni segir hún
það að vera úti og hjálpa til.
Hún hefur mikinn áhuga á
öllum dýrum og finnst þau öll
jafn skemmtileg. Leiðinlegasta
verkið í sveitinni er að hreinsa
krærnar í fjárhúsunum.
Eins og allir vita leynast
ýmsar hættur í sveitinni og
Þórkatla Björt lýsir atburðum
slyssins á þessa leið:
-Ég var að leika mér í túninu
niður við hvarf, sem ég veit
vel að ég má ekki, en þar erum
við nýbúin að rækta upp tún.
Ég hafði aldrei áður verið á
þessu túni og vissi því ekki um
stórt dý sem er í túninu. Ég var
lengst inn á túninu þar sem
ég hélt að ég gæti leikið mér í
smá stund því það væri langt
þangað til pabbi minn myndi
nálgast mig, en hann var að slá.
En það sem ég vissi ekki var
að hann þurfti að taka stóran
sveig framhjá þessu dýi og var
að fylgjast með að vélin færi
ekki ofaní dýið og því fór sem
fór. Ég og við öll erum bara
rosalega glöð að þetta skildi
ekki hafa farið verr en það fór.
Nú vitum við að þú ert búin
að fara margar ferðir suður í
ýmsar aðgerðir. Geturðu sagt
okkur eitthvað um þær?
-Eftir að ég útskrifaðist af
Barnaspítalanum eftir rúmlega
átta vikna dvöl – og þar áður
þegar ég var í rétt tæplega viku
á gjörgæsludeildinni í Fossvogi
– hef ég farið mjög margar
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Hún Þórkatla Björt Sumarrós
varð fyrir því óhappi í sumar að
slasast alvarlega er hún varð undir
sláttuvél sem drifin var áfram af dráttarvél. Áverkar voru
miklir en hún skarst illa á báðum fótum og vinstri hendi.
Þórkatla fór í rúmlega tíu tíma aðgerð um leið og hún
kom á Landspítalann í Fossvogi en síðan dvaldi hún á
gjörgæsludeild þar til hún var flutt á Barnaspítala Hringsins.
Nú er Þórkatla Björt Sumarrós komin heim en fer reglulega
suður til lækninga en einnig sækir hún sjúkraþjálfun á
Sauðárkróki.
ferðir til Reykjavíkur. Fyrst fór
ég alltaf einu sinni í viku en
núna líður aðeins lengri tími á
milli, svona tvær til þrjár vikur.
Þar hitti ég þessa frábæru
lækna sem ég er búin að vera
með frá því í fyrstu aðgerðinni
sem ég fór í um leið og ég kom
suður eftir slysið. Það eru þeir
Jóhann Róbertsson sem sér
alfarið um hendina mína og
síðan Gunnar Auðólfsson sem
er lýtalæknirinn minn. Þeir
eru rosalega góðir við mig og
vilja allt fyrir mig gera, þeir eru
líka alltaf svo skemmtilegir og
í góðu skapi, það munar svo
miklu.
Hvað er framundan hjá þér?
-Nú í lok nóvember fer ég
suður að hitta þá Jóa og Gunnar
og einnig er ég að fara að hitta
taugalækni sem ég hef ekki hitt
áður. Hann er að fara að skoða
á mér hægri fótinn en ég er
með svokallaðan dropfót þeim
megin. Það á að fara að reyna
að laga hann og eins og staðan
er í dag er stefnan að ég fari í
aðgerð út af fætinum í janúar en
það er svolítið spurning hvað
kemur út úr þessari skoðun hjá
Jólagullmolar barnanna [spurt í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki]
Luka
Hvað er það fyrsta sem þér
dettur í hug þegar þú hugsar
um jólin?
-Þá koma jólasveinarnir, ég
er alltaf að bíða og bíða eftir
þeim.
Emilía Björk
Af hverju höldum við jólin?
-Af því þá á
jólabarnið afmæli.
Sæþór Pétur
Hvað getur þú sagt mér
um jólasveina?
-Þeir eru átta en ég veit
ekkert meira um þá.
María
Hvað dettur þér í hug þegar
þú hugsar um jólin?
-Ég fæ pakka og fer í spari-
fötin. Ég er búin að fá jólafötin,
það er gulllitaður kjóll með
glimmeri svo keypti pabbi fyrir
mig gullskó í London.
Samúel Ingi
Hvað er það fyrsta sem þér
dettur í hug þegar þú hugsar
um jólin?
-Þá sækja mamma og pabbi
jólatréð, við kaupum jólagjafir
og svo er dansað í kringum
jólatréð.
Markús Máni
Hvað getur þú sagt mér
um jólasveina?
-Þeir hafa náttúrulega
jólasveinahúfu og eru í
jólasveinafötum, svo gefa þeir
krökkum gjafir. Nema ef maður er
óþekkur, þá fær maður kartöflu.
/BÞ
taugalækninum. Annars er ég
hjá henni Lenu vinkonu minni
í sjúkraþjálfun á sjúkrahúsinu
á Króknum þrisvar til fjórum
sinnum í viku og síðan fer ég
í tækjasalinn í íþróttahúsinu
í Varmahlíð tvisvar sinnum í
viku þegar bekkurinn minn er
í leikfimi.
Þórkatla Sumarrós vill fá að
koma góðum kveðjum með
þökkum til allra þeirra sem
hugsuðu hlýtt til hennar og
fjölskyldunnar í sumar þegar
slysið varð.
-Ég fékk fullt af pökkum
sent á sjúkrahúsið, blóm,
konfekt og ýmislegt fleira frá
fólki sem ég þekki og líka fólki
sem ég þekki ekki neitt. Ekki
má gleyma spjaldtölvunni sem
ég fékk frá bekknum mínum
og fleira góðu fólki sem gaf
í söfnunina sem Ingibjörg
Skarphéðinsdóttir hrinti af
stað til að styrkja mig. Mér
fannst ótrúlegt að finna að allt
þetta góða fólk væri að hugsa
til mín. Það er aldrei hægt að
fullþakka fyrir það. Bara takk
allir saman.
Nú eru jólin framundan og
segist Þórkatla hlakka til þeirra
enda skemmtilegast við jólin
að vera með fjölskyldunni.
Áttu uppskrift að uppáhalds
kökunni?
-Já, og hún heitir Súkkulaði-
bitakökur Hefðarkattanna og
þó að þetta sé nú ekki beinlínis
jólasmákökur þá bökum við
Kolbrún systir þetta alltaf fyrir
jólin og skemmtum okkur vel á
meðan.
Þórkatla Björt Sumarrós á leið í sína fjórðu aðgerð, komin inn á skurðstofu. Með henni á myndinni er bangsinn hennar Kári Ingimarsson sem hún fékk í
gjöf frá Atla Kárasyni sjúkraflutningamanni þegar hún var að fara í þyrluna sem flutti hana suður. Þess má geta að Kári Ingimarsson hefur fylgt Þórkötlu
alveg frá því hún fékk hann fyrst og er allt starfsfólk sem hefur umgengist Þórkötlu allan þennan tíma mjög kunnugt um hann og hans hlutverk.
Súkkulaðibitakökur Hefðarkattanna
225 g púðursykur / 125 g smjör (við stofuhita)
2 egg / 190 g hveiti
1/2 tsk salt / 1 tsk matarsódi, sléttfull
2 tsk vanilludropar / 500 g súkkulaði, saxað
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Saxið súkkulaðið og blandið öllu hráefninu
saman og hnoðið í hrærivél. Setjið skálina með deiginu inn í frysti í u.þ.b. 10
mín. en þá er auðveldara að vinna með deigið. Takið síðan deigið úr skálinni
og hnoðið á borði og mótið í rúllu. Skerið í 1 sm þykkar sneiðar. Leggið
sneiðarnar á bökunarplötu og bakið við 180°C í 10 mín.