Feykir


Feykir - 29.11.2012, Side 35

Feykir - 29.11.2012, Side 35
2012 3 5 Glæsileg matreiðslubók úr skagfirsku matarkistunni kemur út fyrir jólin Eldað undir bláhimni Heiðdísi fannst þetta spenn- andi áskorun og ákvað að slá til. Fékk hún frjálsar hendur varðandi það hvernig bókin yrði uppbyggð og samansett og segist mjög ánægð með út- komuna. Auk þess að ritstýra skrifar Heiðdís Lilja íslenska textann í bókinni en u p p s k r i f t i r fékk hún frá s k a g f i r s k u m veitingahúsum, kokkum og einstaklingum með brennandi áhuga á matargerð. Allt eldað úr skagfirsku gæðahráefni. -Þetta er bók um skag- firska matarmenningu, þar sem kynntir eru til leiks í máli og myndum helstu matvælaframleiðendur og veitingahús í Skagafirði. Fólk sem hefur unnið ötult starf við að efla og kynna matar- ferðaþjónustu í Skagafirði með þróunarverkefninu Matarkista Skagafjarðar. Í bókinni förum við í sælkeraferð um Skagafjörð þar sem fögur náttúra og ljúffengir réttir eru í öndvegi. Við kynnumst fólkinu á bak við tjöldin, matvælaframleiðendum og atvinnukokkum, en förum líka í heimsókn á einkaheim- ili þar sem heimilisfólk laum- ar að okkur fjölskylduupp- skriftunum sínum. Þá bregðum við okkur í bjargsig í Drangey með Ástu Birnu Jónsdóttur og félögum, á sjó með grásleppu- karlinum Hauki Steingríms og upplifum iðandi mannlífið á Lummudögum, hrossablóti, þorrablóti og sælkeraveislum af ýmsu tagi, segir Heiðdís. Bókin er bæði á íslensku og ensku og henni er skipt í kafla eftir árstíðum, auk þess sem fjallað er um þjóðlegar matarhefðir í sérstökum kafla. Hún inniheldur rúmlega 40 uppskriftir og fjölda stórglæsi- legra ljósmynda af skagfirskri matargerð, náttúrufegurð og mannlífi. Allflestar myndirnar eru eftir Pétur Inga Björnsson og Óla Arnar Brynjarsson. Sérstaða bókarinnar, segir Heiðdís vera án efa sú að hún er tileinkuð skagfirskri matarmenningu, sem byggir á þeirri hugmyndafræði að VIÐTAL Páll Friðriksson Fyrir einu og hálfu ári kom Áskell Heiðar Ásgeirsson, fyrrum sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að máli við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og spurði hvort hún væri til í að taka að sér að ritstýra matreiðslubók þar sem lögð yrði áhersla á skagfirskt hráefni og matarmenningu. nýta það spennandi hráefni sem finna má í skagfirsku matarkistunni, til dæmis skagfirskt fjallalamb, rækjur, naut, hross, þorsk, Hólableikju og ferskan mozzarellaost. Leitast er við að tengja saman umfjöllun um umhverfi, mat- vælaframleiðendur, veitinga- hús og ástríðukokka. -Þetta er sem sagt ekki bara uppskriftabók. Þetta er í takt við þá vitundarvakningu sem orðið hefur um allan heim að nýta það sem náttúran gefur, velja hráefni úr heimabyggð og styrkja tengslin milli framleiðenda og neytenda. Bókin var unnin í samstarfi við stjórn Matarkistu Skaga- fjarðar og þau veitingahús sem taka þátt í því verkefni. Svo er hún auðvitað unnin af hreinræktuðum Skagfirð- ingum, segir Heiðdís. Eldað undir bláhimni verður til sölu á öllum helstu sölustöðum eftir áramót en í desember verður hún fáanleg í Skagfirðingabúð og í verslun Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. -Við sem stöndum að bókinni vonum að hún verði fólki hvatning til að nálgast allt þetta spennandi hráefni úr skagfirsku matar- kistunni og prófa sig áfram í eldhúsinu með þær uppskriftir sem í henni er að finna. Það er Nýprent sem gefur bókina út en bókin er hönnuð og sett upp af sama aðila. Kveikt á jólatrénu Sunnudaginn 9. desember að aflokinni aðventumessu í Blönduóskirkju, um kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu tendruð. Tréð verður reist við Blönduóskirkju. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá. Bæjarstjóri Þessar myndir ásamt fjölda annarra er að finna í bókinni, Eldað undir bláhimni.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.