Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 18

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 18
2 01 31 8 fara á Sjúkrahúsið. „Það var engin heimahjúkrun og engin heimilishjálp á þessum tíma, svo að þegar mamma fór á spítalann þá þurfti ég að fara líka. Þá hélt ég að ég væri komin þangað fyrir alvöru og bjó mig bara undir það,“ segir Anna. Um þetta leyti hafði annað áfall dunið á fjölskyldunni, því Lilja María dótturdóttir Svönu, systur Önnu, greindist með bein- krabba í fæti. Var hún mikið hjá þeim mæðgum Önnu og Stefaníu og lífgaði upp á hversdaginn hjá þeim. Anna dásamar dugnað þessarar frænku sinnar sem hefur iðkað íþróttir af kappi og tekið þátt í Ólympíuleikum. Anna fann til einangrunar á spítalanum, enda flestir sjúklinganna orðnir mjög aldraðir og heilabilaðir. Starfsstúlkurnar tóku hana þó upp á sína arma og veittu henni félagsskap og sat hún löngum stundum og spjallaði við þær í býtibúrinu. „Svo til að kóróna allt saman þá kynntist ég eiginmanni mínum sem síðar varð,“ segir Anna. Hún minnist þess einnig að hafa teflt mikið við Friðrik lækni sem heimsótti hana oft. En leiðir Önnu og eiginmannsins, Þórhalls Filipussonar, lágu einmitt saman gegnum skákina, er Friðrik læknir kynnti þau hvort fyrir öðru og þau tóku sína fyrstu skák. „Þetta var fyrsta skákin okkar en ekki sú síðasta.“ „Þá byrjaði ævintýralífið“ Þegar kom að því að Þórhallur ætti að útskrifast af spítalanum bað hann um að fá að vera yfir helgi því það væri svo gaman. Móðir Önnu leist ekkert á að það kæmi einhver ókunnur maður og tæki athygli Önnu frá sér. Brugðu starfsstúlkurnar á það ráð að fara með móður Önnu í bað á heimsóknartímum, svo Anna gæti fengið heimsóknir á meðan. Skömmu eftir að leiðir þeirra Önnu og Þórhalls lágu saman var Önnu boðið til vikudvalar í Sjálfbjargarhúsinu í Hátúni í Reykjavík með frænku sinni. „Þetta var afskaplega gaman, þessi dvöl sem við áttum þarna saman. Þarna hitti ég allar mínar vinkonur og kynntist nýju fólki. Við fórum vítt og breytt um og ég sá marga nýja staði.“ Eftir að heim kom fór Stefanía systurdóttir Önnu í að útbúa íbúðina á Víðigrund þannig að Anna gæti búið í henni. Íbúðin var þó ekki alveg tilbúin þannig að hún gisti fáeinar nætur hjá Stefaníu og bauð Þórhalli í mat þangað, en hann hafði hringt reglulega til hennar meðan hún dvaldi fyrir sunnan. „Ég flutti svo niður í Víðigrundina mína og eftir smá tíma fórum við Þórhallur að búa saman. Þá byrjar fyrst ævintýrið í lífi mínu.“ Anna segir að samband þeirra Þórhalls hafi alla tíð verið afar gott. „Það hefur oft verið sagt við mig „ég hef aldrei séð eins náin hjón og þið voruð.“ Þórhallur átti fimm börn og það er mjög gott samband við þau og börnin og barnabörnin hans.“ Fljótlega fjárfestu þau í bíl og fóru að ferðast. „Við heimsóttum dætur Þórhalls, en Ólöf dóttir hans bjó þá á Narfastöðum. Við fórum þrisvar á hverju ári suður til Reykjavíkur. Í maí áður en leikhúsin lokuðu og fórum þá bæði í Þjóðleikshúsið og Borgarleikshúsið. Svo fórum við í júlí eða ágúst og þá var Þórhallur með myndlistar- sýningu í Þrastarlundi við Sog. Svo fórum við á veturna þegar leikhúsin voru opnuð. Við sáum mörg góð leikrit saman,“ segir Anna. „Við vorum miklar ferðatöskur í eðli okkar, einu sinni fórum við austur að Skógum undir Eyjafjöllum og skoðuðum bæði Seljalandsfoss og Skóga- foss. En ég komst hvergi inn, það voru tröppur um allt.“ Aðalævintýrið var þó eftir. Þórhallur var svifflug- maður og hafði unnið ýmsa titla í svifflugi. Fóru þau oft á Sandskeið, mekka svifflug- manna, þar sem hann var að fljúga. Einu sinni ámálgaði Þórhallur það við Önnu að hún kæmi með sér í svifflug. Anna tók vel í það og fengu þau lánaða tvísetu. Jóhannes Long ljósmyndari var á staðnum, enda var Anna fyrsta fatlaða manneskjan hér á landi sem fór í svifflug. „Mikið lifandi ósköp var þetta gaman. Þetta var yndislegt. Við svifum þarna yfir Vífilsfellið og Bláfjöllin, við fórum alveg Bláfjallahringinn.“ Auk ferð- anna á Sandskeiði fóru þau oft á Melgerðismela, þar sem svifflug var einnig stundað og kynntist Anna mörgu skemmtilegu fólki og átti ánægjulegar stundir í kringum svifflugið, sem opnaði henni alveg nýjan heim. Þegar Anna fór að fljúga með Þórhalli höfðu þau séð kvikmynd í sjónvarpinu þar sem fötluð stúlka kynntist svifflugmanni og fór að fljúga með honum. „Þórhallur hafði þessa mynd í huga þegar hann spurði hvort ég vildi fljúga með honum. Og hverjum hefði nú dottið í hug þegar ég sat tíu ára telpa, við gluggann heima á Skagfirðingabraut og horfði á fuglana fljúga, að ég myndi verða ein af þeim sem flygju um loftin blá á svifflugu? Því hefði enginn getað trúað.“ „Það eru ekki alltaf jólin“ „Svo gerðist það einu sinni – það eru ekki alltaf jólin – að Þórhallur fer upp í svifflugu, hann fór einn, en var búinn að vera hálfslappur daginn áður. Ég beið í bílnum en eftir nokkrar mínútur kemur hann aftur niður.“ Þarna var Þórhallur orðinn veikur og fékk Anna góða frænku sína, Guðrúnu Eyjólfsdóttur, til að koma og sækja þau og fara með í Hátúnið, þar sem þau dvöldust jafnan í ferðum sínum til Reykjavíkur. Eftir læknisvitjun kom í ljós á Þórhallur var með kransæðastíflu og lá hann á sjúkrahúsi í þrjár vikur en fékk að fara heim eftir það og skyldi fara í aðgerð síðar. Hálfum mánuði síðar var hann fluttur suður með flugvél vegna kransæðastíflu og gerð á honum aðgerð, sem gekk vel. Þetta var árið 1993 og þremur árum seinna greindist hann með krabba-mein í blöðruhálskirtli og hrakaði honum smátt og smátt. Fengu þau inni á sjúkradeild og dvöldu þar uns Þórhallur lést 17. október 2010. Síðan hefur Anna búið á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Eftir að Anna kom á Dvalarheimilið hitti hún þar fyrir æskuvinkonu sína, Hólm- fríði Friðriksdóttur, Lillu, og áttu þær margar góðar stundir saman og fylgdust að þar til yfir lauk hjá Lillu. Anna nefnir mikið af góðu fólki sem hefur reynst henni vel í gegnum tíðina. Hún hefur yndi af börnum og segist eiga börnin og barnabörnin með Svönu systur sinni. Þeirra á meðal eru guðsynirnir Þórður og sonur hans, sem Anna hélt á undir skírn. Þórður er barnabarn Svönu og leigir íbúðina hennar Önnu í Raftahlíð 15. Þar á Anna ennþá bíl sem hún fer í ýmissa ferða með aðstoð Þórðar og fleiri góðra vina og ættingja. Anna segist hafa gaman af því að ráða krossgátur og einnig á hún tölvu sem hún eignaðist fyrir nokkuð mörgum árum síðan og notar mikið. Hún er á facebook og segist eiga þar marga vini, bæði nýja og gamla. „Það er svo skemmtilegt að ég hef endurnýjað kynni við svo marga sem ég hef kynnst og hafði kannski ekki frétt af árum saman. Svo þú sérð að manni þarf ekki að leiðast.“ Þá hlustar hún mikið á tónlist. „Ég hef mjög gaman af þessum gömlu, góðu lögum, ég er ekkert fyrir þessa nútímatónlist. Ég fer stundum inn í YouTube í tölvunni minni og næ í alls konar gömul lög. Hjá mér eru það gamli góði Haukur Morthens og Ragnar Bjarnason sem eru í uppáhaldi og Ellý Vilhjálms. Anna unir hag sínum vel. Hún nýtur þess að sitja í setustofunni á Dvalarheim- ilinu og fá félagsskap en einnig að geta verið ein og dundað sér í rúmgóðu herberginu sínu. „Ég hef aldrei látið neitt stoppa mig, allt þetta hef ég getað gert af því ég átti góða vini og ættingja sem hjálpuðu mér. Á meðan maður getur horft á lífið með jákvæðni, þá líður manni vel. Það er svo heilagur sannleikur í því,“ segir Anna að lokum. w Og hverjum hefði nú dottið í hug þegar ég sat tíu ára telpa, við gluggann heima á Skagfirðingabraut og horfði á fuglana fljúga, að ég myndi verða ein af þeim sem flygju um loftin blá á svifflugu? ... Anna aðstoðar Ingibjörgu Stefánsdóttir, barnabarn Þórhalls, við lesturinn. Þórhallur og Anna á brúðkaupsdaginn. Svifflugið opnaði nýjan heim fyrir Önnu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.