Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 34

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 34
2 01 33 4 Ingibjörg K. Jónsdóttir rifjar upp gamla jólastemningu Barnaböllin í Hlíðarhúsinu Í framhaldi af áður skrifaðri grein langar mig að segja ykkur meira frá samfélaginu í Óslandshlíð þegar ég var barn. Aldrei verður fullþakkað það uppeldi sem ég fékk á þeim árum. Í nútíma samfélagi horfum við oft á það sem miður hefur farið. Mig langar að segja frá minni reynslu af því sem var jákvætt og gott. Fyrstu minningar mínar úr sveitinni minni eru jólin og barnaböllin á Hlíðarhúsinu. Þvílík gleði og hamingja þegar við söfnuðumst öll saman kringum jólatréð í salnum uppi á Hlíðarhúsinu. Þegar við komum inn var stóra, stóra jólatréð skreytt með pokum og skrauti sem gekk í arf í margar kynslóðir. Við börnin veltum því ekkert sérstaklega fyrir okkur að kannski hafði mamma og jafnvel amma horft sömu undrunaraugum á þetta stórkostlega skraut, og fínt var það. Óslandshlíð er sveit við austanverðan Skagafjörð. Þessi litla sveit hélt uppi miklu félagslífi um áraraðir, eða í áratugi. Sleitustaðafólkið kom alltaf á barnaböllin og setti mikinn svip á þau í minni barnæsku. Það er stórkostlegt að minnast þeirra Sleitu- staðasystra sem stjórnuðu söng af miklum myndarskap. Barnaböllin voru hátið sem margar kynslóðir muna eftir. Mér er minnisstætt þegar ég bauð Þóri frænda mínum Friðrikssyni til veislu í tilefni doktorsgráðu minnar sumarið 2012 og sagði honum að við Margrét frænka mín hefðum oft rætt að það væri við hæfi að halda upp á slíkt í gamla barnaskólanum í hlíðinni. "Já", sagði Þórir frændi", það er alveg satt, Hlíðarhúsið er alveg sérstakt og þá eru það ekki síst barnaböllin sem ég man eftir". Þórir frændi minn hafði rétt fyrir sér, barnaböllin voru einstök á Hlíðarhúsinu. Þau vissu bæði Margrét frænka og Þórir frændi hvað Hlíðarhúsið þýddi fyrir okkur hlíðunga. Jólin voru stórkostleg og við systkinin á Óslandi Ingibjörg K. Jónsdóttir frá Óslandi, kennari við menntunardeild háskólans í Hamar, Noregi skrifaði í 33. tbl. Feykis um barnaskóla í Óslandshlíð. Þessi grein sem nú kemur frá Ingibjörgu er nokkurs konar framhald af þeirri grein og fjallar um jól og barnaböllin sem allt fram á okkar daga hafa verið haldin í Hlíðarhúsinu sem var reist og vígt árið 1925. Gefum Ingibjörgu orðið. biðum spennt á aðfangadag eftir að jólin bönkuðu upp á. Við vorum alveg viss um að jólin kæmu ofan úr fjallinu fyrir ofan bæinn, einhvers staðar úr Brekkukotsgilinu, og pössuðum upp á að bærinn væri örugglega opinn svo þau kæmust inn seinni part dags. Ég og systkini mín munum vel hvað það var mikilvægt að útidyrnar, sem snéru í austur móti fjallinu, væru nú örugglega opnar þegar fór að halla í sex á aðfangadag. Ég man aldrei eftir öðru en blessuð jólin kæmu alltaf og ævinlega á hverju ári í Óslandsbæinn. Barnaböllin voru haldin einu sinni á ári á Hlíðarhúsinu milli jóla og nýárs og þetta var aðal viðburðurinn á þeim árum. Öll börn fengu pakka upp úr pokum jólasveinanna með nafni og heimilisfangi. Í pakkanum var kremkex og fleira smágott, og nafn og heimilisfang var skrifað á pakkann þeim megin sem kremkexið var. Alltaf var passað upp á að það væru nokkrir ómerktir pakkar ef það kæmu börn sem ekki var vitað um fyrir fram. Mér eru minnisstæð jólin 1962 að óskírður Jónsson Óslandi fékk pakka sem ég held að hann hafi lítið skipt sér af, en ég passaði upp á að væri settur í vögguna hans þegar heim var komið. Drengurinn sem fæddist 16. desember 1962 fékk seinna nafnið Guðmundur og er núna bóndi á Óslandi. Núverandi Óslandsbóndi gerði eins og fyrirennarar hans í margar kynslóðir, hann treysti eldri systkinum sínum fyrir ýmsu eins og m.a. því að gera Alnöfnur við jólatréð. Ásta Ólöf Jónsdóttir frá Óslandi sýnir barnabarni sínu jólakúlu sem minnir á fyrri daga. Mynd í eigu Ástu. Fram, fram fylking. Jólaböll nútímans hafa líkt yfirbragð og gerðist áður fyrr og leikirnir þeir sömu. Mynd í eigu Ástu Ólafar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.