Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 16
2 01 31 6
Anna er fædd á Sauðárkróki
8. apríl 1935, í húsi sem kallað
er Rússland, og bjó þar fyrsta
æviárið. Næstu þrjú ár bjó
fjölskyldan á Freyjugötu 19 en
lengst af á Skagfirðingabraut
9. Foreldrar hennar voru
þau Stefanía Þorláksdóttir,
sem ættuð var úr Hofsósi,
og Þórður Jóhannesson, sem
fæddur var á Sævarlandi á
Skaga en ólst að miklu leyti
upp að Hraunum í Fljótum,
hjá Guðmundi Davíðssyni og
Ólöfu Einarsdóttur. Anna er
eina barnið sem þau Stefanía
og Þórður eignuðust saman,
en faðir hennar átti fimm börn
fyrir og móðir hennar tvær
dætur, Svanlaugu fædda 1921
og Elínborgu, fædda 1927 og
ólst Anna upp með þessum
tveimur systrum sínum.
„Elínborg, eða Ella eins og
hún var alltaf kölluð, varð fyrir
því slysi þegar hún var tveggja
ára að falla út um kvistglugga,
þá bjó hún á Siglufirði. Hún
hlaut mikinn heilahristing
og lamaðist hægra megin
við þetta. Hægri höndin á
henni var alveg ónýt og hægri
fóturinn styttist til muna og
hún gekk mikið hölt en hún
gat þó gengið. Hún skaðaðist
einnig andlega. Hún gat aldrei
lesið en þekkti hvern staf en
gat ekki komið stöfunum í
orð. Ella var alveg sérstakur
persónuleiki og var afskaplega
dugleg, mjög sterk í vinstri
hendinni. Við vorum alltaf
mikið saman við systur,“ rifjar
Anna upp með mikilli hlýju til
systur sinnar. Anna bætir við
að vinkonur sínar hafi líka alla
tíð haldið tryggð við hana og
verið henni góðar.
„Svana systir mín giftist
Sigfúsi Sigurðssyni frá Nauta-
búi í Lýtingsstaðahrepp. Þau
eignuðust þrjú börn. Pabbi
hafði keypt hús sem hét
Alþýðuhúsið, beint á móti
Hefur aldrei látið
fötlunina stoppa sig
VIÐTAL
Kristin S. Einarsdóttir
Anna P. Þórðardóttir á Sauðárkróki
Önnu P. Þórðardóttur á
Sauðárkróki þekkja margir
Skagfirðingar. Hún er fædd og
uppalin á Sauðárkróki og þar hefur hún alið allan sinn
aldur. Sex mánaða gömul fékk hún lömunarveiki með
þeim afleiðingum að hún hefur aldrei getað gengið.
Þá er hægri hönd hennar mikið lömuð en sú vinstri
aðeins nothæf. Með góðri aðstoð foreldra sinn og
síðar eiginmanns tók hún þó virkan þátt í félagslífi
og ýmsum ævintýrum, í æsku og á fullorðinsárum.
Lífshlaup Önnu er óvenjulegt og leyfði hún blaða-
manni að skyggnast inn í forvitnileg atvik
úr ævi sinni.
Bifröst og innréttaði það. Við
fluttum þangað þegar ég var
fjögurra ára og ég átti þar
heima í 40 ár. Svana og Sigfús
fluttu á efri hæðina og voru
okkur til afskaplega mikillar
hjálpar.“
Anna segir að alls staðar hafi
verið hindranir og tröppur við
flest hús. Hjólastól sem hún gat
verið í inni eignaðist hún ekki
fyrr en um tvítugt, en frá tíu
ára aldri hafði hún átt stól sem
hentaði vel úti. Faðir Önnu
smíðaði skábraut við húsið til
að Anna kæmist sinna ferða.
Áður en þau fluttu úr húsinu
var farið að amast við að
skábrautin væri lýti á götunni.
Þórður fór þá til bæjarstjórans,
Björgvins Bjarnasonar sem
kvað upp þann úrskurð að
þessi braut yrði ekki tekin
niður meðan þau þörfnuðust
hennar. „Ég var óskaplega
glöð því hálfvegis var ég farin
að tárfella, þetta var eina leiðin
fyrir mig til að komast út.“
Foreldrarnir
á undan
sinni samtíð
Anna segir að á þessum árum
hafi verið erfitt að ala upp
tvær fatlaðar dætur. Foreldrar
sínir hafi verið á undan sinni
samtíð og hún og Ella systir
hennar hafi aldrei verið
hafðar neitt útundan eða
látnar einangrast. Þær voru
úti með hinum krökkunum
og eignuðust marga vini sem
Anna á marga hverja enn í
dag. „Ég gat svo lítið komist,
eðlilega, en þá bara opnuðu
mamma og pabbi heimili sitt
fyrir mínum vinum,“ segir
Anna. „Það var aldeilis ekki
sest auðum höndum og látið
sorgina tala.“
Anna segir að það hafi
verið mikill gestagangur á
heimilinu og henni verði oft
hugsað til þess hvað móðir
hennar hafði mikið að gera.
Aldrei var þó amast við því
þó það væru kannski fimm
til sex krakkar inni í einu.
„Ein vinkona mín sagði: eftir
því sem jökkunum fjölgar í
forstofunni, þeim mun breiðar
brosir móðir þín,“ rifjar Anna
upp brosandi.
Faðir Önnu smíðaði kerru
svo hún gæti leikið sér úti með
vinkonum sínum og Ellu. „Við
fórum vítt og breytt, meira
að segja fórum við hérna upp
á Nafirnar. Þá var kirkju-
stígurinn ekki eins breiður
og hann er núna. Einu sinni
kom ein af vinkonunum og
sagði að hún hefði frétt af svo
góðri mold uppi á Nöfunum,
eða upp á Móum eins og við
kölluðum það alltaf, og við Fjölskylda Önnu. Frá vinstri: Þórður, Ella, Stefanía og Anna fremst.
Jákvæðni og lífsgleði einkenna Önnu P. Þórðardóttur á Sauðárkróki þrátt fyrir að hún hafi glímt við mikla fötlun frá barnæsku.