Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 14

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 14
2 01 31 4 Byrjaði í tuttugu fermetra húsnæði VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir Dagbjört Jónsdóttir í Versluninni Hlín á Hvammstanga Dagbjört Jónsdóttir hefur rekið Verslunina Hlín á Hvammstanga í 27 ár, eða allt frá því að verslunin var stofnuð í 20 fermetra húsnæði í kjallaranum heima hjá henni, þar sem hún var fyrstu 12 árin. Við reksturinn hefur Dagbjört notið aðstoðar eiginmanns síns, Hermanns Ívarssonar. Það var svo árið 1998, eða fyrir réttum fimmtán árum að verslunin flutti í núverandi húsnæði. „Það voru orðin mikil þrengsli svo ljóst var að eitthvað varð að gerast í húsnæðismálum,“ segir Dagbjört. „Árið 1998 byggðum við 100 fermetra hús fyrir starfsemina að Klapparstíg 2 og í desember sama ár flutti verslunin í nýja húsnæðið. Ég hef rekið verslunina þar síðan og líkar staðsetningin vel.“ Dagbjört segir hugmyndina að því að fara út í rekstur af þessu tagi hafa kviknað þegar hún var heimavinnandi með yngri son sinn og vantaði eitthvað meira að gera. „Húsnæðið var til staðar með sérinngangi og því alveg tilvalið að nýta það til verslunarreksturs. Ég hóf starfsemina með hannyrða- og föndurvörur,“ bætir hún við. Dagbjört hafði áður starfað við verslunarrekstur og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hannyrðum og ýmis- konar föndri. „Þar sem það vantaði þjónustu hér á staðinn með blóm, tók ég þau einnig inn hjá mér ári seinna, ásamt gjafavöru. Blóm eru í miklu uppáhaldi hjá mér og finnst mér mjög gaman að meðhöndla þau, segir Dagbjört, sem er með afskorin blóm, pottablóm og sumarblóm. Hún segir að ágætlega gangi að reka sérvöruverslun á ekki stærri stað, en það krefjist mikillar vinnu og viðveru. „Það verður að hugsa vel um slíkan rekstur og ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki brennandi áhuga á starfinu. Það er alltaf gaman í vinnunni hjá mér og mér leiðist aldrei og hef alltaf nóg að gera.“ Viðskiptavinir Dagbjartar koma víða að, raunar frá öllum landshornum. Það er mikið pantað hjá henni gengum síma og einnig á facebook. „Ég er að senda vörur út um allt land t.d. á Hornafjörð, Vestmannaeyjar, Reykjavík, Egilsstaði, Akureyri og víðar. Ég skynja það á mínum viðskiptavinum að svona verslunum hefur fækkað til muna á landsbyggðinni,“ segir Dagbjört. Sjálf hefur hún aukið vöruúrvalið jafnt og þétt, eftir því sem eftirspurn og pláss leyfir. Mjög skemmtileg og gefandi föndurkvöld Yfir vetrartímann eru alltaf annað slagið ýmiskonar föndurnámskeið í gangi hjá Dagbjörtu. „Svo hef ég ég boðið upp á föndurkvöld einu sinni til tvisvar í viku frá hausti og fram á vor. Föndurkvöldin eru þannig upp byggð að fólk kemur hér saman og föndrar það sem það hefur áhuga á og er ég til staðar og gef góð ráð. Þá helli ég á könnuna og hef smá kaffisopa fyrir hópinn. Þessi föndurkvöld eru mjög skemmtileg og gefandi,“ segir Dagbjört, sem sjálf hefur haft áhuga föndri frá unga aldri. Hún segir að það sem hún sé að fást við hverju sinni kveiki mestan áhuga en telur að útsaumur togi mest í sig. Eru miklar tískusveiflur í föndri og hannyrðum og hvað er þá mest inn í dag? „Það eru alltaf tískusveiflur í þessu eins og öðru en það er mikið prjónað og heklað núna. Önnur hannyrðavara er þó að verða mjög vinsæl í dag. Það er mikið verið að mála keramik, ýmiskonar trévörur og trékúlur í hálsmen,“ útskýrir Dagbjört. Viðskiptavinir Dagbjartar eru á öllum aldri. Hún segir allt vera í gangi varðandi föndur og hannyrðavörur fyrir jólin en samt sem áður er mikið prjónað, heklað og málað. Eru viðskiptavinirnir löngu farnir að versla fyrir jólin? „Það er misjafnt en jólahandavinnu og jólaföndur byrja ég að selja nokkuð snemma því fólk þarf að gefa sér góðan tíma og njóta þess að vinna úr þeirri vöru,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, verslunareigandi á Hvammstanga. Dagbjört deildi fúslega með les- endum myndum af ýmsum jólavarningi og skreytingum sem hún hefur útbúið og sóma sér vel á hvaða heimili sem er.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.