Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 29

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 29
2 92 01 3 Leikföng fyrir verðandi bændur og lengra komna Ragnar Arnalds, þá þing- maður Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi vestra, brá sér skömmu fyrir kosningar á skíði á gamla skíðasvæðinu í Tindastóli. Þegar hann kom niður brekkuna fannst heimamönnum Ragnar standa æði gleitt á skíðunum. Hafði Binni Júlla orð á því við Hrein Sigurðsson, einn helsta stuðningsmann Ragnars, að hann undraðist að svo vanur maður skíðaði með þessum hætti. „Þú skilur þetta ekki Binni,“ sagði Hreinsi, „hann er að reyna að ná til sem flestra!“ - - - - - Jón Eiríksson á Fagranesi á Reykjaströnd, oft nefndur Drangeyjarjarl, hefur farið með margan ferðamanninn út í Drangey og seig hann þar einnig eftir eggjum til fjölda ára. Hann var eitt sinn að segja hópi ferðamanna frá þeirri tilurð eyjarinnar að tröllahjón hefðu þurft að leiða kú undir tarf og orðið svo sein fyrir að sól reis og urðu þau fyrir vikið að steini. Þegar Jón hafði sagt frá þessu heyrðist úr hópnum: „Hvaða ár heldurðu að þetta hafi verið?“ HA HAHA glettur Úr Skagfirskum skemmtisögum 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.