Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 41

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 41
412 01 3 Breytt útlit með Fröken Fabjúlöss Feykiflott eftir allsherjar yfirhalningu Kristín tjáði Frökeninni það strax að yfirhalning á borð við þessa væri langþráður draumur og hún væri þessvegna alveg til í eitthvað alveg nýtt! Frökenin var ekki lengi að taka þessari áskorun og safnaði saman einvalaliði úr röðum Skagfirskra tískuspekúlanta. Sjálf tók Fabjúlöss að sér förðun, hár var í höndum Pálu á hárgreiðslustofunni Kúnst og tískudrottning Skagafjarðar, hún Anna Sigga í Tískuhúsinu, skaffaði fatnað. Gunnhildur Gísla, ofurkona og ljósmyndari tók svo að sér ljósmyndun, þar sem alltaf er skemmtilegra að festa svona viðburði á filmu. Förðun Þar sem Kristín er ein af þeim konum sem þolir vel dökka förðun notaði Frökenin liti í dekkri kantinum. Dökkfjólublár, dökk-brons og silfur voru litirnir sem urðu fyrir valinu á augun þar sem þessir litir eru bæði klassískir og mjög vinsælir þetta haustið, og á móti setti hún ljósan gloss á varirnar. Hár Pála á Kúnst tók hárið í sínar hendur. Hún byrjaði á að umbreyta litnum og notaði til þess liti frá Fudge. Þar sem Kristín var alveg ljóshærð ákvað Pála að dekkja hana aðeins án þess þó að gera hana alveg dökkhærða. Í rót og enda var settur ljósbrúnn litur, og í allt hárið fóru ljósbrúnar strípur á móti nokkrum rauðtóna strípum af og til. Eftir að hárið hafði verið litað var hárið klippt upp að kjálkalínu og toppurinn tjásaður á ská. UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir Breytt útlit er eitthvað sem Fröken Fabjúlöss er alltaf voðalega hrifin af. Fátt finnst dívunni skemmtilegra en að sjá drastískar breytingar eiga sér stað útlitslega séð. Þetta árið ákvað Frökenin því að jólaþátturinn færi í yfirhalningu, og þar sem hún er nú lítið fyrir það að fara yfir lækinn til að sækja vatnið var fórnarlamb yfirhalningar engin önnur en Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðakona á Feyki. Fatnaður Anna Sigga lagði til afskaplega smart vínrauðan og svartan kjól sem náði niður að hnjám. Aðspurð um tískustrauma vetrarins segir Anna Sigga að vínrauði og dökkblái liturinn séu nýjir inn núna og að síðar peysur séu alveg málið þetta misserið. Glimmer og glansandi flíkur eru áfram áberandi en blúndan sé svo að koma sterk inn aftur og hlébarðamunstur og köflótt séu að verða meira áberandi. Fröken Fabjúlöss er virkilega ánægð með hvernig til tókst og finnst breytingin frábær, en hvað finnst Kristínu sjálfri? „Ég er mjög ánægð með breytinguna. Það var kominn tími til að skipta um háralit og klippingu og svo er alltaf rosalega gaman að setja eigin örlög í hendur annara tímabundið. Það var líka mjög gaman að fara í förðun, en verst að ég get ekki leikið þetta eftir þannig að ég get ekki verið svona á hverjum degi. Kjóllinn fannst mér líka ótrúlega flottur, og ég gæti bara vel trúað því að ég ætti eftir að fara og kaupa hann, enda alveg ótrúlega mikið og fallegt úrval af jólakjólum hjá henni Önnu Siggu.“ 12 1 3 M Y N D : Ó li A rn ar MYND Gunnhildur Gísladóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.