Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 7

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 7
72 01 3 BORGARTEIGUR 12 550 SAUÐÁRKRÓKUR SIMI 453 5000 flokka@flokka.is flokka.is Sjá opnunartíma á www.flokka.is Komum reglu á ruslið! Flokka er móttökuaðili fyrir allan úrgang sem fellur til við rekstur heimila og fyrirtækja. Ágætu Skagfirðingar, Við erum í broddi fylkingar í sorphirðumálum - og þannig viljum við hafa það áfram Vöndum flokkun og setjum réttan úrgang í réttar tunnur þannig verður Skagafjörður áfram fremstur í flokki í sorphirðumálum Höldum áfram að ryðja brautina! Flokkun og endurvinnsla er nútíminn! Óskum Skagfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári að ærnar beiði upp, festi ekki fang sem kallað er og þá festi þær gjarnan fang löngu á eftir hinum kindunum og beri þá á fjalli, stundum rétt fyrir göngur. „Sumar ær verða blæsma fyrr, t.d. í nóvember og ef hrútur er nærri er hann ekki lengi að átta sig á því. Alvöru bændur taka hrútana úr strax að fengitíma loknum og taka þá einnig snemma úr hjörðinni á haustin en mér tekst alltaf að klúðra því. Ég fæ yfirleitt tvo til þrjá sumrunga (seinborin lömb) af fjalli, en þeir eru kallaðir grissar eða pöddur hér í Fljótum.“ B l a ð a m a ð u r hefur spurnir af því að menn fari gjarnan landshorna á milli til að kaupa líflömb og hrúta og segir Halldór slíkar fjárkaupaferðir nokkuð algengar og fari menn gjarnan vestur á Strandir til að kaupa líflömb. „Einnig tíðkast að fara austur í Þingeyjarsveit, en ég fór sjálfur lengra í haust og keypti líflömb úr Öræfasveit, en það hefur mig lengi langað að gera. Menn eru yfirleitt að leitast eftir bættum kjötgæðum, meiri fallvigt og frjósemi og oft eru lífhrútar keyptir út á sérstakan lit. Nýlega voru reglur um viðskipti með fé milli bæja hér í héraðinu rýmkaðar, og nú mega bændur í svokölluðu Tröllaskagahólfi sem nær frá Eyjafjarðará vestur til Héraðsvatna, að undanskildum Svarfaðardal, versla með líflömb sín á milli. Af því tilefni voru haldnir uppboðsdagar bæði hér í Fljótum og í Akrahreppi þar sem líflömb voru boðin upp og voru það skemmtilegir viðburðir sem vonandi verður framhald á. Þetta fyrirkomulag tíðkaðist áður fyrr, en þegar riðan grasseraði hér um slóðir fyrir tæpum 30 árum síðan var tekið fyrir öll slík viðskipti. Þarna gefst mönnum kostur á að kynbæta hjarðir sínar og einnig að hittast og ræða saman, sem er ekki síður mikilvægt.“ Sjálfur á Halldór sér sinn uppá- halds hrút, sem hann telur þó lélegasta hrútinn í hjörðinni. Það er forystu- hrúturinn Helgi sem var skírður í höfuðið á fyrri eiganda sínum, Helga bónda á Snartastöðum í Öxarfirði. „Fjölskyldan fór í fjárkaupaferð austur í Öxarfjörð 2010 og ætlunin var alls ekki að kaupa forystuhrút. Þegar við komum á Snartastaði var réttin full af fé og Helgi sagði við syni mína að þeir mættu eiga forystuhrútlamb ef þeir gætu handsamað það. Þeir létu ekki segja sér það tvisvar og svifu yfir réttarvegginn og handsömuðu hann í hvelli, Helga bónda til mikillar skemmtunar,“ rifjar Halldór upp. „Helgi er afar vitur skepna og eltir mann eins og hundur. Hann er rólegur og ef horft er í augun á honum færist yfir mann stóísk ró. Helgi kallinn er ekki mikið notaður hér á bæ, undir hann er eingöngu settar tvær ær sem að sjálfsögðu eru einnig af forystukyni.“ En hvert skyldi vera markmiðið með ræktuninni? „Eins og flestir bændur, þá vil ég fá sem flest og þyngst lömb af fjalli án þess að þau fari í svokallaðan fituflokk þegar þeim er slátrað. Það er hins vegar hægara sagt en gert að ná þessu markmiði og spila margir þættir þar inn í. Í minni hjörð þarf ég að bæta frjósemi, en þar fyrir utan hafa heimtur á lömbum hér í Fljótum verið slæmar undanfarin ár. Góður bóndi hér í sveit reiknaði einu sinni út, að afrakstur heils fjárbús hyrfi á fjalli hér í Fljótum á hverju sumri, ef lögð er saman sú tala af lömbum sem vantar af fjalli, en þetta er mjög mismunandi milli bæja. Ef kindur eru hins vegar leiðinlegar og gera eitthvað sem ég vil alls ekki að þær geri sendi ég þær hiklaust yfir móðuna miklu,“ segir Halldór. „Þegar ég hóf búskap hér voru allar ær kollóttar, en nú er tæpur fjórðungur hyrndur. Þetta gerðist vegna sæðinga og hrútakaupa. Flestar ærnar eru hvítar en maður setur oft á lömb sem eru mislit. Hlutfall mislitra kinda er hins vegar oftast eins milli ára en ef horft er á ullargæði er best að hafa þær hvítar. Fyrir bændur sem eru ekki sérlega fjárglöggir er ágætt að hafa nokkrar mislitar ær og er ég einn af þeim,“ játar Halldór. Að lokum rifjar Halldór upp fyrir blaðamann og lesendur hversu ákveðnir hrútarnir geta verið. „Hrútar hafa glöggt smiðsauga þegar kemur að því að mölva spil og milligerðir og hefur mér oft hitnað í hamsi þegar ég kem að mölbrotnu spili og allt er í hrærigraut. Fyrir nokkrum árum fór að bera á svokölluðum stökkvurum, en það eru hrútar sem svífa hiklaust upp úr spilunum og afgreiða sjálfir kindur að vild. Þessu lenti ég fyrst í fyrir tíu árum og varð óþægilega var við það þegar fjöldi kinda bar allt í einu um miðjan apríl. Þetta fannst bændum hér í sveit ógurlega fyndið þangað til þeir fóru að lenda í þessu sjálfir. Þetta hefur gengið svo langt, að ég hef þurft að lóga hrútum eingöngu fyrir þessar sakir. Fengitíminn er hins vegar skemmti- legur tími og mikið er lagt undir. Þegar ég sleppti fyrst hrúti í kindahóp fannst mér svo ótrúlegt að þetta gerðist bara að sjálfu sér, mér fannst ég þurfa liggja yfir þessu og ganga úr skugga að þeim tækist áætlunarverk sitt, en náttúran hefur ótrúlegt lag á því að láta hlutina ganga sem betur fer,“ segir Halldór bóndi Hálfdánarson á Molastöðum í Fljótum að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.