Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 33

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 33
3 32 01 3 Halldór og Hildur á Ríp kokka Vinsælu súkkulaðihlunkarnir Þar sem nú fer að styttast í hátíðirnar langar okkur einnig að deila með ykkur uppskrift af humarsúpu sem elduð hefur verið í Hildar fjölskyldu í áraraðir en hún kemur upphaflega frá Eika frænda Hildar (Eiríki Friðrikssyni matreiðslumanni) en hann vann súpukeppni Hugly með þessari súpu 1987 og þykir okkur hún svo góð að hún er alltaf elduð hjá okkur kringum hátíðirnar, oftast á gamlárskvöld,“ segja þau Hildur og Halldór á Ríp. SMÁKÖKUR Súkkulaðihlunkar Halldórs 250 gr smjör 300 gr púðursykur 2 egg 1 ½ tsk vanilludropar 1 tsk matarsódi 1 tsk salt 2 bollar hveiti 300 gr súkkulaði Aðferð: Bræðið smjör. Bætið svo púðursykri út í smjörið og hrærið saman. Eggjum bætt við og hrært. Vanilludropum bætt út í og hrært. Að lokum eru þurrefnin sett saman við og hrært. Í lokin er svo allt súkkulaðið saxað og sett út í og hrært saman við. Svo er þetta sett á bökunarplötu, á smjörpappír. Notið u.þ.b. kúfaða matskeið í hverja köku (þær fletjast svo út og jafna MATGÆÐINGAR VIKUNNAR Kristín S. Einarsdóttir Hildur Þóra Magnúsdóttir og Halldór B. Gunnlaugsson á Ríp í Hegranesi í Skagafirði eru matgæðingar vikunnar. -Sú uppskrift sem farið hefur hvað víðast frá okkur hjónum er uppskriftin hans Halldórs af súkkulaðihlunkum sem flestir þeir sem okkur heimsækja á Ríp þekkja svo vel. Þetta eru stórar súkkulaðibitasmákökur sem líkjast einna helst subway kökum. sig í ofninum). Stundum getur verið gaman að setja M og M í kökurnar, sérstaklega ef börn eru væntanleg að matarborðinu. VERÐLAUNASÚPA Humarsúpan hans Eika frænda ½ bolli laukur ½ bolli sveppir ½ bolli paprika (gul) ½ bolli fennel ½ bolli sellerý 4 hvítlauksgeirar 50 gr smjör 1 krukka sweet& sour (svona hrein og án grænmetis) 1 msk. tómatpuree 1 dl hvítvín Slatti karrý (2-3msk eða meira) Slatti Piccanta eða Aromat (2-4 msk eftir smekk) 1 líter rjómi 1 lítri mjólk (jafnvel meira, smakkist til og metist). Humar/hörpuskel/rækjur eftir smekk Aðferð: Allt grænmetið saxað smátt(í mjög litla teninga), laukurinn mýktur í smjörinu og síðan öllu hinu grænmetinu blandað saman við ásamt karrý. Tómatpuree, sweet&sour og hvítvíni bætt út í ásamt Hugly kryddinu og látið malla smá stund. Ég set gjarnan smá vatn líka. Loks er rjóminn og mjólkin sett út í, súpan hituð að suðu, humrinum/hörpu- skelinni/rækjunum bætt út í. Súpan á ekki að sjóða eftir að sjávarfanginu hefur verið bætt út í. Súpan er svo borin fram með góðu brauði og hvítvíni, gjarnan í góðra vina hópi. Verði ykkur að góðu. Hildur og Halldór á brúðkaupsdaginn í sumar. Munum eftir smáfuglunum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.