Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 9
Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tóm- asar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskrift- inni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram. Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumenn- irnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undir- búa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst við- burðinn vel á síðum Morgunblaðs- ins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ætt- ingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar sam- skipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvíta- sunnu var einmitt slíkur dagur. Ég Að tala upp samfélag Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veður- blíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orku- bús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstö- ðufundar í Gilsfirði á annan í hvíta- sunnu. Allir þessir telja vægi Hvalár- virkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árnes- hrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra inn- viðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vest- firðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkj- un vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarð- ar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatns- falla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneyt- is og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á miðvikudögum Viðskiptafréttir sem skipta máli Isavia boðar til morgunfundar miðvikudaginn 30. maí kl. 8.30 á Hilton Reykjavik Nordica. Þar verður fjallað um farþegaþróun á Keflavíkurflugvelli, áskoranir í ferða- mennsku á Íslandi og framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Boðið verður upp á létta morgunhressingu í upphafi fundar. Skráning á www.isavia.is/morgunfundur S K R Á N I N G I S AV I A . I S/ M O R G U N F U N D U R H I LT O N R E Y K J AV I K N O R D I C A 3 0 . M A Í K L . 8 . 3 0 Dagskrá: — Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, ávarpar fundinn F E R Ð A S U M A R I Ð 2 0 1 8 O G F A R Þ E G A Þ R Ó U N Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I — Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli H E F U R F E R ÐA ÞJ Ó N U S TA N N Á Ð F L U G H Æ Ð ? — Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar A F S TA Ð I N N Í F R A M T Í Ð I N A — U P P BYG G I N G K E F L AV Í K U R F L U G VA L L A R — Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri Tækni- og eignasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli Fundarstjóri er Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia. M O R G U N F U N D U R I S A V I A 3 0 . M A Í F A R Þ E G A R O G F R A M T Í Ð I N S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9Þ R i ð J u D A G u R 2 9 . m A í 2 0 1 8 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E F -1 1 6 4 1 F E F -1 0 2 8 1 F E F -0 E E C 1 F E F -0 D B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.