Fréttablaðið - 29.05.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 29.05.2018, Síða 22
Hvar fæst AdBlue? „N1 hefur fjölgað afgreiðslustöð- um AdBlue um land allt undanfar- ið. Á fjölmörgum afgreiðslustöðum N1 af dælu, til dæmis Ártúns- höfða, Bíldshöfða, Norðlingaholti, Háholti í Mosfellsbæ, Breiðabliki Snæfellsnesi, Ísafirði, Staðarskála, Leirunni á Akureyri, Egilsstöðum og Laugarvatni. Aðgengi er mjög gott á mörgum staðsetningum t.d. Norðlingaholti fyrir stóra bíla. “ Hvað gerir AdBlue? „AdBlue er hannað til að draga úr losun á köfnunarefnisoxíði og með því hjálpa til við að vernda umhverfið. AdBlue er litlaus lausn sem lítur út eins og vatn. Það samanstendur af 67,5% eimuðu vatni og 32,5% hágæða urea. Þegar ökutæki notar AdBlue er köfn- unarefnisoxíði Nox sem dísilvélin framleiðir breytt í köfnunarefni og gufu. Þetta dregur verulega úr losun skaðlegs köfnunarefnisoxíðs, sem er stór orsakavaldur meng- unar í andrúmslofti. AdBlue er úðað inn í hvarfakút í pústkerfi vélarinnar þar sem það veldur efnahvörfum. Þessi aðferð og AdBlue hjálpar til við að standast kröfur evrópustaðlanna Euro 4.5 og Euro 6.“ Hvað þarf að nota mikið af AdBlue? „Sem þumalputtareglu má miða við að flutningabíll noti 1,5 lítra af AdBlue á hverja 100 ekna kílómetra. Þetta fer þó eftir gerð bíls, aksturslagi og yfirborði vegar sem allt hefur áhrif á notkunina. Að jafnaði má búast við að bíllinn þurfi milli 4% og 6% AdBlue miðað við notkun á dísilolíu. Með öðrum orðum, þá má reikna með u.þ.b. 5 lítrum af AdBlue á móti hverjum 100 lítrum af dísilolíu. Af þessu leiðir að það þarf mun sjaldnar að taka AdBlue heldur en eldsneyti.“ Hvernig geymir maður AdBlue? „AdBlue ætti að geymast við hitastig á milli 0 og 30°C, og ætti ekki að standa þar sem sól skín á það. Umbúðir eiga að vera vel lokaðar þegar ekki er verið að nota þær. AdBlue frýs við -11°C, þannig að mikilvægt er að geyma það við hærri hita en það. Ef AdBlue hefur frosið, þá má nota það eftir að það hefur þiðnað. Geymslustaður þarf að vera hreinn og laus við ryk til að koma í veg fyrir mengun efnisins. Sérstaklega þegar verið er að fylla á AdBlue tank ökutækisins.“ Hvernig skal meðhöndla AdBlue? „Það má alls ekki nota ílát undan olíu eða olíuvörum undir AdBlue. Best er að hafa það í upprunaleg- um umbúðum eða þá ílátum sem einungis eru notuð undir AdBlue. Þetta á einnig við um trektir og slöngur sem gæti þurft að nota. Mjög lítið magn af olíu þarf til að menga AdBlue þannig að skaði og eða gangtruflanir hljótist af. Þegar AdBlue er hellt á þarf ekki að nota neinn hlífðarfatnað. Hins vegar er notkun hanska ráðlögð til að koma í veg fyrir ertingu á viðkvæmri húð. Lesið öryggisblaðið yfir vöruna þegar hún er meðhöndluð í miklu magni. Öryggisblað má nálgast á www.n1.is.“ AdBlue er einnig fáanlegt í 3,5 og 10 l umbúðum á þjónustustöðvum N1 og í vöruhúsi N1 í 200 og 1.000 l umbúðum. Allar nánari upplýsingar um AdBlue má finna á www.n1.is. N1 fjölgar afgreiðslustöðum Adblue AdBlue minnkar umhverfisskaðann vegna útblásturs bifreiða og fæst á fjölmörgum N1 stöðvum um landið. Jóhann Ö. Ingimundarson, viðskiptastjóri N1, svarar nokkrum spurningum um AdBlue. Jóhann Ö. Ingimundarson dælir hér AdBlue á vörubíl á bensínstöð N1 í Háholti Mosfellsbæ. MYND/EYþór Nýtt á Íslandi frá kerrum Smi ðjuvegi 40, gul gata , Kópavogi 750kg kerra, gerð 1384, mál: 251x131x35cm með sturtum. Verð kr: 229,839,- án vsk. 750kg kerra, gerð 1374, mál: 251x131x35cm, opnanleg að framan. Verð kr: 201,612.- án vsk. Startrailer 750kg, gerð 1280, 205x109, mál: 5x30cm. Verð kr: 120,888,- án vsk. 750kg kerra, gerð 1376, mál: 205x131x35cm, opnanleg að framan. Verð kr: 169,355.- án vsk. Tveggjaöxlakerra, 2500kg, gerð 2331, mál: 3,03x1,50m, opnanleg að framan. Verð kr. 431.452, - án vsk. Flatvagnar-ýmsar stærðir, 2000kg-3500kg, mál frá 2,65x1,65m til 6,10x2,48m. Iðnaðarmenn og aðrir, kerrurnar frá hafa margsannað sig á Íslandi! Iðnaðarmenn, verktakar og aðrir, ker urnar fr hafa margsannað sig á Íslandi, stórar sem smáar! Nýtt á Íslandi frá kerrum Smi ðjuvegi 40, gul gata , Kópavogi 750kg kerra, gerð 1384, mál: 251x131x35cm með sturtum. Verð kr: 229,839,- án vsk. 750kg kerra, gerð 1374, mál: 251x131x35cm, opnanleg að framan. Verð kr: 201,612.- án vsk. Startrailer 750kg, gerð 1280, 205x109, mál: 5x30cm. Verð kr: 120,888,- án vsk. 750kg kerra, gerð 1376, mál: 205x131x35cm, opnanleg að framan. Verð kr: 169,355.- án vsk. Tveggjaöxlakerra, 2500kg, gerð 2331, mál: 3,03x1,50m, opnanleg að framan. Verð kr. 431.452, - án vsk. Flatvagnar-ýmsar stærðir, 2000kg-3500kg, mál frá 2,65x1,65m til 6,10x2,48m. Iðnaðarmenn og aðrir, kerrurnar frá hafa margsannað sig á Íslandi! 8 KYNNINGArBLAÐ 2 9 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RvINNuvéLAr oG vÖruBíLAr 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E F -1 B 4 4 1 F E F -1 A 0 8 1 F E F -1 8 C C 1 F E F -1 7 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.