Fréttablaðið - 29.05.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 29.05.2018, Síða 24
Aðferðin gengur út á að tengja vörubílana við víra sem eru strengdir fyrir ofan veginn og gefa bílunum kraft þannig. Það er ennþá áskorun að gefa rafmagnsvörubílum nægilegt afl til að þeir þoli langferða­ lög, en Volkswagen, í samstarfi við Siemens, ætlar að prófa nýja aðferð til að knýja rafmagnsvörubíla með vírum á þjóðvegum Þýskalands á næsta og þarnæsta ári. Aðferðin gengur út á að tengja vörubílana við víra sem eru strengdir fyrir ofan veginn og gefa bílunum kraft þannig, líkt og er gert við rafknúnar lestir víða um heim. Volkswagen leggur til tvo tvinn­ bíla frá vörubílaframleiðandanum Scania, sem er í eigu Volkswagen, og Siemens byggir rafkerfið sem þarf til að bílarnir geti dregið orku frá vírunum. Prófanirnar fara fram á hluta af þremur þjóðvegum í Þýskalandi. Verkefnið fer af stað snemma á næsta ári, það stendur yfir til ársins 2020 og verður styrkt af þýsku ríkisstjórninni. Rannsóknarhópur frá Volks­ wagen hefur yfirumsjón með verkefninu og hann mun rannsaka hvernig það sem hann hefur lært varðandi rafmagnsvæðingu fólks­ bíla gagnast við að rafmagnsvæða vörubíla. Ef vörubílarnir geta dregið raf­ magn frá vírum yfir veginum þurfa þeir ekki að hafa stórar rafhlöður, en það verður dýrt að byggja grunn­ inn fyrir slíkt kerfi með því að leggja víra yfir stóran hluta þjóðvega. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tækni er prófuð. Fyrir tveimur árum settu Siemens og Scania víra yfir hluta af vegi í Svíþjóð til að prófa þessa sömu tækni. Nú er verið að gera tilraunir í Svíþjóð með rafmagnsvörubíla sem draga afl frá teini sem er byggður inn í veginn og leiðir rafmagn í gegnum sig. Markmiðið með þessu verkefni er að minnka mengandi útblástur sem fylgir vöruflutningabílum. Claes Erixon, yfirmaður í deild rannsókna og þróunar hjá Scania, segir að Scania líti á rafmagnsvegi sem tækni sem lofi góðu fyrir sjálf­ bæra vöruflutninga og að rafmagns­ Ný aðferð við að knýja rafmagnsvörubíla prófuð Volkswagen og Siemens eru að vinna saman að þróun vörubíla sem eru knúnir áfram af raf- magnsvírum sem liggja fyrir ofan vegina. Vörubílarnir verða prófaðir í Þýskalandi á næstu árum. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Hér sést vörubíll keyra á prufu- braut í Þýska- landi þar sem rafmagnsvírar voru settir upp. NORDICPHOTOS/ GETTY Á þessari mynd sést betur hvernig vörubíllinn er tengdur við rafmagnsvíra- kerfið sem Siemens er að þróa. NORDICPHOTOS/GETTY TROJAN RAFGEYMAR Endingargóðir, úthaldsmiklir og traustir. Um langt skeið hafa notendur um allan heim treyst á Trojan til að skila framúrskarandi afli, en afkastageta Trojan hefur verið aukin enn frekar með nýjustu tækni. fyrir vinnulyftur, gólfþvottavélar og fleiri smærri vélar HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU Sölu- og þjónustuver 515 1100 – pontun@olis.is væðing farartækja sé að þróast hratt og verði mikilvægur hluti af skiptunum frá notkun jarðefnaelds­ neytis. Scania er að vinna í ýmsum verk­ efnum sem miða að því að flýta fyrir þróun rafmagnsvæðingar umferð­ arinnar og telur að besta leiðin til að það gangi sem hraðast sé að vera í samstarfi við bæði einkageirann og yfirvöld á sama tíma. Rafdrifnir vörubílar sem draga kraft utan frá eru samt enn langt frá því að fara í framleiðslu fyrir almenning. Fyrstu rafmagns­ vörubílarnir eiga eftir að fara hefðbundnari leið og nota stóra rafhlöðupakka til að knýja bílana langar leiðir. Hin ýmsu fyrirtæki eru að þróa slíka vörubíla, bæði hefð­ bundin bílafyrirtæki eins og Volvo sem og ný og framsækin fyrirtæki eins og Tesla. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . m A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RvINNuvéLAR OG vöRuBíLAR 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E F -1 6 5 4 1 F E F -1 5 1 8 1 F E F -1 3 D C 1 F E F -1 2 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.