Fréttablaðið - 29.05.2018, Side 52

Fréttablaðið - 29.05.2018, Side 52
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 30. maí nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins og upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar má nálgast á frjalsi.is. Sjóðfélagar þurfa að framvísa skilríkjum með mynd við skráningu inn á fundinn. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gass­ ama heillaði heims­ byggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hvers­ dags­ hetjur úr sög­ unni. Eldri sjálfboðaliðar taka á sig geislamengunEftir slysið í Fukushima-kjarnorkuverinu þurfti að þrífa gífurlegt magn kjarnorkumengunar og í þeim störfum var oft ungt fólk sem komst þar með í snertingu við gríðarlega geislavirkni. Yasuteru Yam-ada, 72 ára verkfræðingi sem hættur var störfum, fannst þetta ekki góð tilhugsun og safnaði saman 400 manna hópi eldri borgara til að taka að sér þrifin í sjálfboðavinnu. Hans röksemdafærsla fyrir því var sú að eldri borgarar ættu mun færri ár eftir en unga fólkið og því ólíklegra að geislavirknin myndi valda krabbameini í þeim. Mamoudou Gassama hefur verið kallaður Le Spiderman eftir ótrú-legt björgunarafrek sitt. Irena Sendler lést árið 2008, þá orðin 98 ára . Nasisti bjargar kínverjum John Rabe var þýskur kaupsýslumaður og nasisti sem var búsettur í kín- versku borginni Nanjing árið 1937 þegar japanski herinn réðst inn í landið. Í kjölfarið fylgdu skipulögð fjöldamorð og nauðganir á um 200 til 300 þúsund kínverskum konum. John Rabe notaði stöðu sína sem meðlimur í nasista- flokknum til að opna griðasvæði fyrir flótta- menn og er talið að hans vegna hafi 200 til 250 þúsund kínverskir flótta- menn bjargast. Í fyrra voru 80 ár síðan fjöldamorðið í Nanjing átti sér stað og var þess minnst víða. Kjarnorkuverið í Fukushima fór illa út úr flóðunum í Japan árið 201 1. 2 9 . m a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R20 l í f I Ð ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð Lífið Sjálfviljugur í auschwitz Witold Pilecki var í pólsku andspyrnuhreyfingunni í seinni heims- styrjöldinni og tók á sig það erfiða verkefni að fara viljandi í útrýmingarbúðirnar Auschwitz til að afla upplýsinga um rétt eðli „fangabúðanna“. Frá honum bárust ómetanleg gögn um það sem gerðist þar. Hann náði að flýja úr Auschwitz eftir tveggja ára veru í útrýmingarbúðunum. Síðar tók rússenska leynilögreglan hann af lífi. Bjargar munaðarleysingjum með hamriAnthony Omari komst í fréttirnar eftir að notandi vefsíðunnar Reddit sagði sögu hans þar. Anthony þessi rekur ásamt móður sinni munaðarleysingjahæli í Kenía þar sem 37 börn dvelja. Þetta heimili hafði margoft orðið fyrir árásum stigamanna sem Omari hafði þó alltaf tekist að hrekja í burtu. Einn daginn ákváðu glæpamennirnir að myrða Omari í hefndarskyni. Þrír menn réðust á hann vopnaðir sveðjum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Hann náði að hrekja þá í burtu með hamri, jafnvel þó að einn ræningjanna hafi náð að höggva stærðar skurð í andlitið á honum. Ben Hardwick nokkur var að vinna á svæðinu og það var hann sem deildi sögu Omari á Reddit og hóf í kjölfarið söfnun fyrir munaðar-leysingjaheimilið. Söfnunin skilaði einum 65 þúsund dollurum eða um 7 millj- ónum íslenskra króna. Bjargvættur barna í Póllandi Irena Sendler var hjúkrunarfræð- ingur í Póllandi þegar nasistarnir réðust inn í landið. Hún notaði stöðu sína sem hjúkrunarkona til að laumast inn í gettóin sem nasistar holuðu gyðingum landsins í með poka fulla af mat og lyfjum. Hún og samverka- menn hennar laumuðu svo út úr gettóunum börnum sem þau deyfðu og földu í kössum og pokum. Börnunum var síðan komið fyrir í munaðarleysingja- hælum þar sem þau fengu ný nöfn en gömlu nöfnin faldi Irena í krukku sem hún gróf í garðinum sínum. Talið er að svona hafi hún og samverkamenn hennar náð að bjarga um 2.500 börnum frá hræðilegum örlögum. Irena slapp þó ekki alveg sjálf – hún var fangelsuð af nasistum og pyntuð. Eftir stríðið reyndi hún að koma sameina börnin og fjöl- skyldur þeirra, jafnvel þó að það væri nánast ómögulegt verk. Witold Pileck var líklega sá eini sem fór sjálfviljugur í útrýmingar- búðirnar í Auschwitz. Anthony Omar i hlaut myndarlegan s kurð í and- litið eftir að ha fa hrakið þrjá ræningja á brott. 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E E -F 8 B 4 1 F E E -F 7 7 8 1 F E E -F 6 3 C 1 F E E -F 5 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.