Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 11

Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA Nutrilenk fyrir liðina Náttúr ulegt fyrir li ðina GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi „Ég var búinn að fara í þrjár hnéaðgerðir á nokkurra ára tímabili, var mjög slæmur og treysti mér engan veginn í aðra aðgerð. Semmúrari er ég mikið á hnjánum og starfið reynir gríðarlega á liðina. Til allrar hamingju ákvað ég að prófaNUTRILENKGOLD. Ég tók inn 6 töflur fyrstu tvær vikurnar og það dugði mér til að verða góður. Nú tek ég 2 töflur á dag til að viðhalda batanum. Það má segja að batinn sé kraftaverki líkastur. Ég hvet því kollega mína í iðninni til að prófa,“ segir Davíð en hann setti hvorki meira né minna en Íslandsmet í keilu í fyrra.„Ég trúi því aðNUTRILENKGOLD haldi mér góðum í keilunni a.m.k næstu 20 árin.“ Davíð Löve, múrari og keilusnillingur „ÉG HVET AÐRAMÚRARA TIL AÐ PRÓFA NUTRILENK GOLD“ Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 8.900 Str: S-XXL Nýjir litir Rauður og ljós blár Nanni jakkar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ráðuneytin innan Stjórnarráðs Ís- lands þurfa að sýna aukið frumkvæði að endurmenntun starfsfólks og hvetja til hennar með beinum hætti. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar, en í könnun sem Ríkisendurskoðun lagði fyrir háskólamenntað starfsfólk stjórnarráðsins sagðist einungis um þriðjungur starfsfólks hafa fengið slíka hvatningu. „Í um 80% tilvika komi frumkvæði að endurmenntun frá starfsfólkinu sjálfu. Í könnuninni kom einnig fram að um fjórðungur svarenda hafði aldrei farið í starfs- mannasamtal,“ segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar til Alþingis um endur- menntun starfsmanna stjórnar- ráðsins til, sem birt var í gær. „Ráðuneyti Stjórnarráðs Íslands standa misjafnlega að endurmenntun starfsfólks síns,“ segir í skýrslunni. Í ljós kom í könnun Ríkisendurskoðun- ar meðal háskólamenntaðs starfsfólks Stjórnarráðsins í janúar sl. að ríflega 61% þátttakenda hafði sótt endur- menntun í störfum sínum. Fjórir af hverjum fimm sóttu endurmenntun að eigin frumkvæði. Mikill munur milli ráðuneyta Fram kemur að staða þessara mála er misjöfn á milli ráðuneytanna. Fimm af átta ráðuneytum hafa mótað eigin starfsþróunar- eða fræðsluáætl- anir. Könnunin leiddi í ljós mikinn mun á hvatningu til endurmenntunar milli ráðuneyta, eða á bilinu 17-61%. „Í öllum ráðuneytum að frátöldu utanríkisráðuneyti hefur meira en helmingur starfsfólks sótt endur- menntun en hlutfallið var á bilinu 47– 81%. Þegar áform um endurmenntun voru skoðuð mældist hlutfallið 32– 66% [...],“ segir í skýrslunni. Vakin er athygli á að staða utanríkisráðuneytisins sé slök innan stjórnarráðsins. „Best virðist staðið að endurmenntun hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti en það mældist hæst í öllum þremur atrið- unum sem mæld voru: hvatningu um endurmenntun, ástundun og áform- um. Athygli vekur að staða fjölmenn- asta ráðuneytisins, utanríkisráðu- neytis, er lök í þessum samanburði. Þar mældist lægsta hlutfall hvatning- ar og þeirra sem sótt hafa endur- menntun. Einnig mældist það þriðja lægst hvað varðar áform um endur- menntun. Í ljósi stærðar ráðuneytis- ins er aðkallandi að það móti sér heildstæða starfsmannastefnu,“ segir þar. Þau ráðuneyti sem enn hafa ekki sett sér sérstaka mannauðs- og fræðslustefnu eru hvött til að bæta úr því. Eins eru ráðuneytin almennt hvött til að leggja aukna áherslu á ár- leg starfsmannasamtöl Ríkisendurskoðun bendir á að ráðuneyti Stjórnarráðs Íslands þurfi að halda betur utan um endurmennt- un starfsfólks síns, inntak hennar, umfang og kostnað svo að meta megi hvort henni er sinnt á hagkvæman og skilvirkan hátt og hún skili tilætluð- um árangri. Eins telur stofnunin að ráðuneytin þurfi að sýna aukið frum- kvæði að endurmenntun starfsfólks síns og hvetja til hennar með beinum hætti. Pottur brotinn í endur- menntun í ráðuneytum  4 af hverjum 5 sóttu endurmenntun að eigin frumkvæði Hvatning,ástundun og áformum endurmenntunmilli ráðuneyta Heimild: Ríkisendurskoðun80 60 40 20 0 % Hvatning Sótt endurmenntun Hyggst sækja endur- menntun 2017-18 Forsætis- ráðuneyti Mennta- og menn- ingarm.r. Utanríkis- ráðuneyti Atvinnu- vega- og nýsköpunrr. Innanríkis- ráðuneyti Velferðar- ráðuneyti Fjármála- og efna- hagsráðun. Umhverfis- og auðlinda- ráðun. 42 65 61 55 49 41 37 17 47 23 32 66 40 66 45 57 29 44 81 63 64 57 70 50 Morgunblaðið/Ófeigur Stjórnarráðið Ráðuneytin þurfa að halda betur utan um endurmenntun starfsfólks, m.a. inntak hennar og kostnað að mati Ríkisendurskoðunar. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Mikill meirihluti landsmanna er and- vígur því að Ísland gangi í Evrópu- sambandið og fleiri eru andvígir því að taka upp aðildarviðræður við sambandið en þeir sem eru hlynntir því. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland, sem eru hlynnt inngöngu Íslands í ESB. 59,8% Íslendinga eru andvíg inn- göngu í ESB og 40,2% eru hlynnt henni. Undanfarin átta ár hafa allar kannanir sýnt að meirihluti lands- manna er andvígur inngöngu í sam- bandið. Mikill munur eftir flokkum Ef aðeins er miðað við þá sem segjast vera annaðhvort örugglega með eða örugglega á móti inngöngu í ESB eru 72% andvíg inngöngu en 28% eru henni hlynnt. Stuðningur við inngöngu hefur aukist nokkuð frá því að Gallup kannaði afstöðu fólks síðast í febrúar. Mest andstaða við inngöngu í Evr- ópusambandið er á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, eða 90%. Þar af eru 70% örugglega andvíg. 83% kjósenda Framsóknarflokksins eru andvíg inngöngu og 71% kjósenda Flokks fólksins. Mestur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið er á meðal kjós- enda Samfylkingarinnar, eða 93%. Næst koma Píratar með 79% og loks VG með 51%. 49% kjósenda VG eru hins vegar andvíg inngöngu í sam- bandið. Fáir vilja viðræður Þegar spurt var um afstöðu til þess að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik sögð- ust 47,8% vera því andvíg og 38,3% voru því hlynnt. Fleiri eru andvígir því en hlynntir að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið, óháð kyni, aldri, búsetu, tekjum og menntun, fyrir ut- an aldurshópinn 18-24 ára, íbúa Reykjavíkur, þá sem hafa eina millj- ón eða meira í mánaðartekjur og þá sem hafa háskólapróf. Meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vill taka upp viðræður um inngöngu í Evrópusambandið en meirihluti kjósenda Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins er því andvígur. Þannig vilja 87% kjósenda Sam- fylkingarinnar taka upp aðildar- viðræður við Evrópusambandið en 9% eru því andvíg. 83% kjósenda Pírata er hlynnt slíkum viðræðum en 15% andvíg og 45% kjósenda VG vilja aðildarviðræður við sambandið en 34% eru á móti því. Hins vegar vilja 78% kjósenda Sjálfstæðisflokksins ekki taka upp slíkar viðræður við Evrópusam- bandið en 10% eru því hlynnt. Hjá Framsóknarflokknum eru hlutföllin 72% gegn 14% og hjá Flokki fólksins 65% gegn 26%. Skoðanakönnunin var gerð dag- ana 11.24. september. Úrtakið var 1.435 manns á öllu landinu. Fjöldi svarenda var 854 og svarhlutfall 59,5%. Mikill meirihluti vill ekki í ESB  Ný könnun Gallup sýnir andstöðu bæði við aðild og viðræður Morgunblaðið/Golli Evrópusambandið Fáir Íslend- ingar vilja aðild að sambandinu. Í frétt sem birtist í gær um úrslit kosninganna í Austurríki var Seb- astian Kurz kallaður verðandi for- sætisráðherra og flokkur hans kall- aður íhaldsflokkur. Í Austurríki er forsætisráðherra landsins kallaður kanslari og Österreichische Volks- partei (ÖVP) er kallaður Þjóðar- flokkurinn á Íslandi. Það leiðréttist hér með. LEIÐRÉTT Kanslari og Þjóðar- flokkurinn Starfsfólk Isavia fagnaði á dög- unum sjö millj- ónasta farþeg- anum sem fór um Keflavíkur- flugvöll í ár er hann kom til landsins frá Bel- fast með Easy Jet. Chris og Jo- anne Bradley voru þau heppnu en þau fengu fjölda gjafa frá verslunarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, m.a. vörur frá Blá lóninu, íslenskt ullarteppi frá Rammagerðinni og bók frá Penn- anum Eymundsson. Hjónin voru ánægð með móttök- urnar og sögðust spennt að upplifa öðruvísi frí en að liggja á sólbekk við sundlaug. Yfir sjö milljón farþeg- ar fara um flugvöllinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.