Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 14

Morgunblaðið - 17.10.2017, Side 14
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Mörg slys hafa orðið á veginum og því er úrbóta krafist nú. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lagfæring hliðarsvæða og breikkun axla við veg sem milda myndu allt hnjask þegar bíl er ekið út af er góð leið til þess að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi. Þá gæti einnig virkað vel að koma upp sjálfvirku eftirliti til þess að halda umferðarhraða niðri. Þetta er meðal leiða eða tillagna sem sérfræðingar Vegagerðarinnar setja fram í minnisblaði þar sem fjallað er um aðgerðir til að auka umferðarör- yggi á veginum til Grindavíkur. Það er 13,3 kílómetra langur spotti, milli Grindavíkurbæjar og Reykjanesbraut- ar. Mörg slys við útafakstur Talsverð umræða spratt um örygg- ismál á veginum í kjölfar tveggja bana- slysa sem þar urðu síðastliðinn vetur. Kallað hefur verið eftir úrbótum og stofnaður var þrýstihópur í Grindavík til þess að vinna málinu framgang. Vegagerðarfólk gerði úttekt á öryggi vegarins í vor og bendir þar sérstak- lega á fláa við vegbrún. Þá sé algengast að slys á veginum verði við útafakstur, eða í 42% tilvika. Á árabilinu 2012 til 2015 urðu alls 45 umferðarslys á Grindavíkurvegi. Það eru 0,11 slys á hverja milljón ekna kíló- metra, en 0,88 á öðrum þjóðvegum. Fólk meiddist mikið í 20 af þessum 45 umferðarslysum, sem urðu helst þegar vegurinn var háll eða blautur. Önnur árangursrík leið til þess að gera Grindavíkurveginn öruggari er, að mati Vegagerðarinnar, að aðskilja akstursstefnur með vegriði. Sú lausn myndi hins vegar kalla á að breikka yrði veginn um tvo metra, til þess að mæta stöðlum og kröfum dagsins í dag. Þá yrði að loka tengingum inn á veginn þar sem því verður við komið. Þessi lausn myndi kosta 1,4 milljarða króna og því telur Vegagerðarfólk að skynsamlegt sé að hefja úrbætur á hliðarsvæðum, vegöxlum og hraða- myndavélum. Dýrar breytingar eins og aðskilnaður akstursstefna sem mögulega krefjist mats á umhverfis- áhrifum og breytingar á skipulagi taki langan tíma. Hjá Vegagerðinni ráða umferðartöl- ur talsverðu um í hvaða forgangi fram- kvæmdir eru. Í dag er umferð um Grindavíkurveg að jafnaði 3.158 bílar á dag. Að gefinni þeirri forsendu að um- ferð aukist svo um 5% á ári má búst við að ársdagsumferðin verði 5.671 bíll á dag eftir tíu ár og 9.238 bílar árið 2037. Tvær tillögur til kynningar  Grindavíkurvegur  Breiðari axlir og eftirlit  Kostnaður 1,4 milljarðar kr. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þess efnis að settur verði saman hópur sérfræðinga sem geri tillögur að aðgerðum til þess að auka kosn- ingaþátttöku í næstu sveitarstjórn- arkosningum vorið 2018. Bæði verði hugað að almennum aðgerðum og sérstaklega leitað leiða til þess að auka kosningaþátttöku ungs fólks og fólks af erlendum uppruna. „Rannsóknir sýna að kosninga- þátttaka þessara hópa er mun verri en almennt gerist, og því brýnt að leita allra leiða til þess að auka hana,“ segir í tillögu borgarstjóra. Leitað verður hugmynda og leiða í samvinnu við sérfróða aðila á sviði markaðs- og kynningarmála og sjónum í því sambandi einkum beint að samfélagsmiðlum. Tillög- urnar eiga að liggja fyrir 15. janúar nk. Fyrirsjáanlegt sé að slíkt mark- aðs- og kynningarstarf verði kostn- aðarsamt en umfang þess verði ekki ljóst fyrr en nákvæmari tillögur liggja fyrir. Ungt fólk og innflytjendur Fram kemur í greinargerð með tillögunni að kosningaþátttaka eftir aldurshópum hafi fyrst verið greind í sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Þar kom fram að kosninga- þátttaka ungs fólks er umtalsvert minni en þeirra sem eldri eru. Kosningaþátttaka þeirra sem eru 29 ára og yngri náði aldrei 50%. Minnst var þátttakan í aldurs- hópnum 20-24 ára eða aðeins 42%. Mest var þátttakan hins vegar í ald- urshópnum 70-74 ára eða 80%. Þá kemur fram í greinargerðinni að kosningaþátttaka innflytjenda var rannsökuð sérstaklega í sveit- arstjórnarkosningunum árið 2006. Þá var alls 4.391 innflytjandi á kjörskrá og af þeim tóku 1.775 þátt í kosningunum á landsvísu, eða 40,4%, en heildarþátttaka var 78,7%. Um síðustu áramót voru 35.997 innflytjendur á Íslandi eða 10,6% af heildarmannfjölda. Í Reykjavík voru 17.500 innflytj- endur skráðir eða 14,2% af heildar- fjölda íbúa í borginni. Þátttaka í borgarstjórnarkosn- ingum var mjög mikil mestalla tutt- ugustu öldina og inn í þá tuttugustu og fyrstu. Á árunum 1950 til 2014 voru haldnar 17 borgarstjórnar- kosningar. Meðalkosningaþátttaka í þeim var 83,7% ( hlutfall þeirra sem kusu og voru á kjörskrá). Allt fram til ársins 2002 fór þátttakan aldrei undir 80%. Hæst fór hún árið 1958 í 90,4%. Síðustu ár hefur hún hins vegar farið ört minnkandi og var komin niður í 62,9% í kosning- unum 2014. Þessi þróun er ekki bundin við Reykjavík, hún hefur verið svipuð um allt land. Árið 2002 var þátt- takan á landsvísu 83,2% en var komin niður í 66,5% árið 2014. Þátttaka ungs fólks náði hvergi 50%  Borgarráð vill auka þátttöku í kosningum vorið 2018 Kosningaþátttakan Þátttaka í kosningunum 2014 eftir aldri var sem hér segir: » 18-19 ára: 45% » 20-24 ára: 42% » 25-29 ára: 48% » 30-34 ára: 56% » 35-39 ára: 61% » 40-44 ára: 65% » 45-49 ára: 68% » 50-54 ára: 71% » 55-59 ára: 74% » 60-64 ára: 77% » 65-69 ára: 79% » 70-74 ára: 80% » 75-79 ára: 77% » 80 ára plús: 62% Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarstjórn Kosið verður næsta vor. Borgarfulltrúar vilja reyna að auka áhuga fólks á þátttöku en hún var komin niður í 62,9 í kosningunum 2014. TWIN LIGHT GARDÍNUM Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is „Ef innheimta veggjalda af umferð á Grindavíkurvegi getur flýtt fyrir nauðsynlegum úrbótum þar eru bæjar- yfirvöld tilbúin að skoða þann möguleika,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. „Slíkt yrði þó að vera í samhengi við önnur verkefni eins og á Reykjanesbraut, samanber þær hugmyndir samgönguráðherra að úrbætur á helstu vegum út frá höfuðborgarsvæðinu verði fjármagnaðar af þeim sem vegina nota.“ Það er kafli við afleggjarann að Bláa lóninu og við Seltjörn, upp undir Reykjanesbraut, sem eru hættulegustu hlutar Grinda- víkurvegar. Þar getur hálka myndast fljótt og aðstæður verið lúmskar. Fannar segir því mikilvægt að hefja framkvæmdir þar, það er við upp- byggðan 2+1 veg sem aðskilur akstursstefnur með vegriðum. Að jafna vegbrúnir og efla umferðareftirlit sé ágætt, en megi ekki tefja varanlegar úrbætur. „Hér í bæ er mjög þung krafa um að hafist verði handa um úrbætur á Grindavíkurveginum. Vegna þessara mála höfum við fundað með Vega- gerðinni, ráðherrum og þingmönnum Suðurkjördæmis. Öllum eru óskir Grindvíkinga ljósar,“ segir Fannar og heldur áfram:„Það er mat bæjarráðs að miðað við aukna umferð um veginn þoli framkvæmdin enga bið. Sam- kvæmt útreikningum kostar 1,4 milljarða króna að koma Grindavíkur- veginum í sæmilegt horf. Það er kannski ekki stór upphæð í samhengi við margt annað sem er í deiglunni og verkinu má áfangaskipta.“ Tilbúin að skoða veggjöld ÞUNG KRAFA Í GRINDAVÍK UM ÚRBÆTUR Fannar Jónasson Hvalfjarðargöng verða lokuð fyrir umferð í þrjár nætur í vikunni vegna viðhalds og hreingerningar. Lokað var í nótt og einnig verða göngin lokuð næstu tvær nætur; aðfaranætur miðvikudags 18. og fimmtudags 19. október frá miðnætti til kl. sex að morgni. Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. „Lokun nú er því hefð- bundin ráðstöfun og beðist er vel- virðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir á vef Spal- ar. Göngin lokuð í þrjár nætur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.