Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 20

Morgunblaðið - 17.10.2017, Page 20
Eins og alþjóð veit eru sauðfjárbændur í stórkostlegum vanda. Tekjur bænda hafa ver- ið skertar um tugi pró- senta án þess að þeir fái rönd við reist. Hvers vegna er það og hvernig má það vera að fátækir bændur þurfi að sæta slíkri meðferð, sem aðr- ar stéttir í þessu landi myndu ekki láta bjóða sér, hvort sem það eru kennarar eða læknar? Svarið liggur í leikreglunum sem sauðfjárbændum er boðið upp á og þeir hafa lítil áhrif á. Nú er ég að tala um markaðsumhverfið sem sauð- fjárbændum er boðið upp á. Í grunninn má skipta öllum mörk- uðum í þrennt; frjálsa samkeppni, fá- keppni og einokun. Hvert þessara for- ma þarf leikreglur til að tryggja að enginn einn aðili (eða fáir) geti komist í þá stöðu að geta skammtað sér tekjur sínar eða hagnað. Segja má að minnst- ar reglur þurfi í frjálsri samkeppni enda eru aðilar í slíku umhverfi það margir að ef einhver hagar sér illa geta aðrir bara hætt að skipta við við- komandi og valið annan. Í fákeppni og einokun er þessu frjálsa vali ekki til að dreifa. Þess vegna þurfa ríkari eða sterkari leik- reglur að gilda svo aðilar geti ekki komist í þá stöðu að geta skammtað sér sjálfir tekjur á kostnað annarra, svokölluð sjálftaka á peningum. Nýverið gerðist ég sauðfjárbóndi og gekk inn í það samkeppnisumhverfi sem sauðfjárbændum er skapað. Ég sé ekki betur en að um sé að ræða fá- keppnismarkað þar sem sterkar leik- reglur þurfa að gilda til að ekki skapist möguleiki á sjálftöku peninga mark- aðsráðandi aðila. Því miður sé ég ekki betur en að það hafi láðst að setja leik- reglurnar og í dag virðast leikreglur frjálsrar samkeppni gilda með þeim afleiðingum að afurðastöðvar og versl- unin eru í þeirri aðstöðu að geta skammtað sér sínar tekjur á kostnað bænda sem hafa, eins og áður kom fram, þurft að sæta tuga prósenta skerðingu á sín- um tekjum undanfarin ár. Þegar ég komst að því að afurðastöðin sem ég ætlaði að selja vörur mínar til hafði lækkað verðið til mín um tugi prósenta reyndi ég að skipta um afurðastöð en var hafnað því ég „skipti ekki við þá í fyrrahaust“. Sem sagt: Ég hafði ekk- ert val, ég var fastur í viðskiptum við núverandi afurðastöð sem gat skammtað mér úr hnefa það sem þeir ætluðu að borga mér fyrir mínar afurðir, hvort sem það verð næði upp í framleiðslukostnað eða ekki. Til að setja málið í samhengi er vert að minnast á að Landssamband sauð- fjárbænda gaf út viðmiðunarverð til þriggja ára árið 2015 og miðað við það á meðalverðið árið 2017 að vera 762 kr. pr kg en er nú 360 kr. pr kg, eða 53% lægra en viðmiðunarverð ársins. Hvaða stétt í þessu landi myndi sætta sig við 53% launalækkun? Hvers vegna eru ekki settar skýrar reglur fyrir fákeppnismarkaðinn sem afnema sjálftöku markaðsráðandi aðila og gefa sauðfjárbændum tækifæri á að lifa? Ég skora á alla núverandi og verð- andi þingmenn að láta málið sig varða og leiðrétta það óréttlæti og nauðung sem sauðfjárbændur þurfa að lifa við. Þetta er réttlætismál og gríðarlegt hagsmunamál sauðfjárbænda og landsbyggðarinnar allrar. Fákeppni og sjálf- taka á peningum Eftir Magnús B. Jóhannesson Magnús B. Jóhannesson »Ég sé ekki betur en að um sé að ræða fá- keppnismarkað þar sem sterkar leikreglur þurfa að gilda til að ekki skap- ist möguleiki á sjálftöku peninga. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og sauðfjárbóndi. 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2017 Íslendingar hafa löngum tengt mann- úðarstarf einkum við hjálp og aðstoð við mannfólk. Geðhjálp voru í mínum huga ávallt mannúðar- samtök þann rúma áratug sem ég starf- aði með þeim um leið og þau voru og eru hagsmunasamtök fyr- ir bættum hag og réttindum fólks með geðraskanir og aðstandendur þeirra. Þannig upplifði ég líka Samtökin 78 þau ár sem ég gegndi trúnaðarstörfum fyrir þau. Þau einbeittu sér að réttindum samkynhneigðra, tví- kynhneigðra og transfólks og hafa á síðustu árum tekið fleiri minni- hlutahópa inn undir regnboga sinn. Það kom mér hins vegar á óvart hve margir litu dýravelferð- arstörf mín allt öðrum augum þegar ég tók að mér verkefni fyr- ir Alþjóðadýravelferðarsjóðinn ár- ið 2003. Í huga margra átti mann- úð ekki við þegar risavaxin dýr í hafinu voru annars vegar. Hugs- anlega varðandi hunda og ketti en alls ekki sjávarspendýr eða heim- skautarefi. Ef við höfum það ekki fyrir augunum þá er það ekki til. Ef það er ekki áþreifanlegt þá skiptir það ekki máli og sjórinn er fjarlægur mörgum, kaldur og stór. Sú staðreynd að margar teg- undir hvala eru syndandi í Faxaflóanum, rétt utan höfuð- borgarsvæðisins, hefur lengst af lítt varðað aðra en túrista og hvalaskoðunarfyrirtæki. Nú er þetta loks að breytast. Með fjögurra ára gömlum dýra- velferðarlögum steig löggjafinn risaskref í rétta átt. Í fyrsta sinn var í íslenskri löggjöf viðurkennd sú staðreynd að dýr eru ekki skynlausar skepnur heldur tilfinn- ingaverur sem finna til sársauka, ótta og streitu. Um leið hefur átt sér stað vitundarvakning meðal almennings á Íslandi. Fólk og fyr- irtæki refsa þeim sem illa fara með dýr eins og sýndi sig í máli Brúneggja. Með rök- um er hægt að halda því fram að dýra- velferðarlögin séu meðal þeirra fram- sæknustu í veröldinni. Veikleiki þeirra er hins vegar ljós og hefur þegar komið fram. Það er sami veikleiki og gegnsýrir íslenskt stjórnkerfi en það er skortur á eft- irliti og eftirfylgd út frá annars ágætum lögum. Mýmörg dæmi eru um að ekki sé farið að dýra- velferðarlögunum án þess að yf- irvöld bregðist við með viðeigandi hætti. Hryllileg kattadráp í Hveragerði eru eitt slíkt dæmi. Með réttu ætti lögreglan að setja í algjöran forgang að komast til botns í því máli, finna níðinginn, handsama hann og sjá til þess að hann fái viðeigandi meðferð eða refsingu og píni ekki fleiri ketti. Eitt stöðugildi hjá Matvælastofn- un nægir augljóslega hvergi til að hafa viðeigandi eftirlit. Illu heili þá taka dýravelferðar- lögin ekki til sjávarspendýra en skilja þau dýr eftir upp á náð og miskunn þeirra sem sýna þeim einhverskonar áhuga eða þá virð- ingarleysi. Fyrir þremur áratug- um komust langflest ríki heims að þeirri niðurstöðu að hvalveiðar í viðskiptaskyni ættu ekki rétt á sér lengur í ljósi þess að hvölum hafði fækkað um 70-90% á innan við hundrað árum en einnig vegna þess að engin mannúðleg leið væri til að veiða svo stór spendýr í haf- inu. Lengi vel var næsta útilokað að taka þessa umræðu á Íslandi án þess að inn í hana blandaðist einhverskonar þjóðerniskennd og andúð á dýravelferðarsamtökum. Rökræðan var kaffærð í upphróp- unum, sleggjudómum og þjóðern- islegum tilfinningahita. Heil kyn- slóð fólks er nú vaxin úr grasi sem var ekki fædd þegar hval- veiðideilurnar stóðu sem hæst og kann að meta þessi mögnuðu dýr fyrir það sem þau eru, frjáls og lifandi. Það er einfaldlega mögnuð staðreynd að allt að 23 tegundir hvala hafa á einhverjum tíma sést synda um íslenska landhelgi, okk- ar villtu fílar og nashyrningar. Hvalaskoðunarferðir eru okkar safaríferðir. Fleiri ferðamenn fara nú í hvalaskoðun árlega en nemur heildarfjölda landsmanna. Um leið og við setjum skynsamlegar regl- ur um starfsemina til verndar dýrunum eigum við að vera ánægð og stolt af þessu. Sá sem er vondur við varnar- laus dýr er ekki á góðum stað í lífinu. Heimurinn þarf meiri mannúð umfram annað. Að við látum okkur velferð hvert annars varða en einnig dýra og náttúr- unnar í heild. Kátína, kötturinn sem flutti inn til mín og ættleiddi mig fyrir rúmum fimm árum, hef- ur kennt mér ótrúlega margt um „dýrslegt eðli“ en líka um sjálfan mig. Hún er sterkur persónuleiki, sjálfstæð, staðföst og traust. Hún sýnir hluttekningu og ást. Það er skyni skroppin manneskja sem heldur því fram að dýr hafi ekki tilfinningar. Þess vegna eru til- gangslaus og ómannúðleg dýra- dráp hreinn glæpur og ber að meðhöndla í samræmi við það. Kátína hefur vissulega sitt rán- dýrseðli og á það til að sýna mús- um og fuglum takmarkaða samúð. En við mannfólk höfum líka okkar grimma eðli. Kátína hefur afsökun fyrir sínu en við síður því munur- inn á okkur og hinum dýrunum á jörðinni er auðvitað sá að við get- um greint og unnið með okkar grimmd, haldið henni í skefjum og bætt okkur dag frá degi sem mannverur. Við getum valið mannúð í stað miskunnarleysis. Það ætti að vera einfalt val. Að sýna mannúð Eftir Sigurstein Róbert Másson »Mýmörg dæmi eru um að ekki sé farið að dýravelferðarlög- unum án þess að yfir- völd bregðist við með viðeigandi hætti. Sigursteinn Róbert Másson Höfundur er fulltrúi IFAW- samtakanna. sigursteinnmasson@gmail.com Tíu til tólf milljónir einstaklinga í veröld- inni allri eru ríkis- fangslausir. Vissulega er það lítill hluti mannkyns, eða tæp 0,2%. En fyrir hvern þann einstakling sem er án ríkisfangs er staðan erfið. Þar sem ríkisfangslausir ein- staklingar eru tækni- lega ekki ríkisborg- arar neins ríkis er þeim oft neitað um grundvallarmannréttindi, að- gengi að vinnumarkaði, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Sumir lenda í því að vera hand- teknir og dæmdir til fangelsisvistar því þeir geta ekki sýnt fram á hverjir þeir eru því þeir eiga hvorki vegabréf né önnur skilríki. Ósjaldan fylgir þessari stöðu sú tilfinning að vera þriðja flokks manneskja sem á hvergi heima. Það er fagnaðarefni að nú sé vinna í gangi hjá íslenskum stjórn- völdum vegna fullgildingar tveggja samninga Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi. Annars vegar samn- ings um réttarstöðu ríkisfangslausra ein- staklinga frá árinu 1954 og hins vegar samnings um að draga úr ríkisfangsleysi frá 1961. Vonandi týnist sú vinna ekki í þeim kosningaham sem nú er í gangi. Ætla má að Ás- mundur Friðriksson hafi einmitt verið í slíkum kosningaham þegar hann sló því upp í grein sinni hér á síð- um Morgunblaðsins nýverið að ein milljón ríkisfangslausra hælisleit- enda byggi í Þýskalandi. Með öðr- um orðum að tólfti hver ríkisfangs- lausi einstaklingur á litlu jarðarkúlunni hefði stöðu hælisleit- enda í Þýskalandi. Ef opinberar tölur eru skoðaðar kemur í ljós að samkvæmt nýjustu tölum búa nú í Þýskalandi 22.365 manns án ríkisfangs. Auk þess búa 77.415 manns í Þýskalandi með óút- skýrðan uppruna. Ásmundur Frið- riksson tók sér semsagt það bessa- leyfi að ýkja tífalt hér á síðum Morgunblaðsins! Og þá hefur ekki verið skoðað hvort allir ríkisfangs- lausir eða með óútskýrðan uppruna hafi komið til Þýskalands sem flóttafólk eða í öðru samhengi. Staðreyndin er sú að frá 1953 hafa aðeins 5,3 milljónir sótt um friðhelgi frá flótta í Þýskalandi. Vissulega varð sprengja í umsókna- fjölda árið 2016, en það ár sóttu 745.545 manns um að eignast fram- tíð í Þýskalandi. Á fyrsta árshelm- ingi þessa árs eru það hins vegar aðeins rúm 100 þúsund. Að halda því fram að fimmti hver sem sótt hefur um hæli eða fengið hæli frá 1953 í Þýskalandi sé ríkisfangslaus er alger þvæla. Án ríkisfangs Eftir Pétur Björg- vin Þorsteinsson » 100 þúsund ein- staklingar í Þýska- landi eru án ríkisfangs eða með óútskýrðan uppruna. Það er tífalt minna en Ásmundur Friðriksson hélt fram nýverið. Pétur Björgvin Þorsteinsson Höfundur er djákni í evangelísku kirkjunni í Württemberg, Þýskalandi. petur.thorsteinsson@ejr.de Um málbeinið stundum mig langar að losa og látá ekki nægja það eitt að brosa, og vitið það, allir, þið vinskap minn eigið, þótt vænna mér þyki um Steingrím greyið. Hann leiddi mig fávísa um fjármálin tvisvar, þá fékk ég að kjósa um Icesave þrisvar, og aldrei ég brást́ honum í því stríði, enda minn stíll að ég formanni hlýði. Já, skítt veri þó að skríllinn hljóði (mér skilst að það passi vel hér í ljóði), því Grímsi veit nefinu langa lengra, og liðugra ber ég því traust til engra. Og einnig við fylgdumst svo að til Brüssel, hann innti mér: Das ist der Wohlfarts- schlüssel. Ég elti hann þangað í trúartrausti og treystı́ honum jafnt á vori sem hausti. Og notaleg finnst mér hans leiðsögn líka, er liggur hann afturí – spekin hans ríka mér hljómar í eyru sem unaðskvæði, þá engu mig skiptir að þjóðinni blæði. Því mestu varðar að mega hér brosa og málbeinið, þegar það hentar, að losa og bera sig vel eins og forsetinn fíni sem fylgi ég bæði í alvörú og gríni. Já, kosningar öllu má lýðnum lofa, þótt líkast til verði hér margir agn-dofa, að sex þúsund manns „á flótta“ hér finni hve fagnað þeim verður af ríkisstjórn minni.* * Þessi er opinber stefna Vinstri grænna: „Við eigum að taka á móti umtalsvert fleiri flóttamönnum, að lág- marki 500 á ári. Jafna þarf aðstæður hælisleitenda og svokallaðra kvóta- flóttamanna og tryggja fullnægjandi framkvæmd nýrra útlendingalaga með fjármagni og mannafla.“ – Nú verða hælisleitendur langt yfir 1.000 á árinu; VG vill jafna rétt þeirra á við kvótaflóttamenn og landsmenn sjálfa; það gæti leikandi merkt 1.500 manna fjölgun með þessu móti árlega – ár eft- ir ár eftir ár, yfir 6.000 á kjörtíma- bilinu! Katrínarjarmur Eftir Jón Val Jensson Jón Valur Jensson » Stefna Katrínar Jakobsdóttur og VG er að taka á móti að lágmarki 1.500 flóttamönnum og hæl- isleitendum á ári, yfir 6.000 á kjörtímabilinu. Höf. er guðfræðingur. jvjensson@gmail.com Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.