Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 4

Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 JÓLASERÍUR við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA kr.275 Inni- og útiseríur. Verð frá Bók Óttars Sveinssonar, Útkall – Reiðarslag í Eyjum, var kynnt í Hannesarholti í gær, þar sem björgun belgíska togarans Pelagusar við Vest- mannaeyjar árið 1982 eru gerð skil. Þar björg- uðust sex belgískir sjómenn en tveir fórust ásamt tveimur íslenskum björgunarmönnum. Meðal viðstaddra var Bart Gulpen, belgískur sjómaður sem bjargaðist, þá aðeins 17 ára gam- all og sést hér heilsa Ástu Kristjánsdóttur, en sonur hennar, Kristján Víkingsson læknir fórst við björgunina. Við sama tækifæri hitti Gulpen líka bjargvætt sinn Guðmund Ólafsson, sem tókst að bjarga Gulpen og hífa hann upp úr öldu- rótinu. Guðmundur kom frá Noregi Gulpen að óvörum og urðu úr því hjartnæmir endurfundir. Nýjasta Útkallsbók Óttars Sveinssonar fjallar um sjóslysið þegar togarinn Pelagus strandaði við Heimaey Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilfinningaþrungin stund í Hannesarholti Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Perla norðursins hefur mikinn áhuga á því að koma goshvernum Strók við Perluna í Öskjuhlíð aftur í gang. Strókur hefur legið í dvala í fimm ár eða síðan Reykjavíkurborg lét loka honum árið 2012 vegna mik- ils rekstrarkostnaðar. Áður en Strókur verður tekinn í gagnið þarf að leysa tæknileg vandamál og er unnið að því, að sögn Margrétar Th. Jónsdóttur, fræðslustjóra Perlu norðursins. „Það er okkar von að Strókur verði aftur virkur á árinu 2018, “ segir Margrét. Fyrirtækið Perla norðursins tók Perluna á leigu af Reykjavíkurborg í apríl 2016 og hefur unnið að því síðan að koma þar upp stærstu nátt- úrusýningu landsins. Sýningin verð- ur byggð upp í áföngum. Hverinn Strókur fylgdi með í leigunni. Hitaveita Reykjavíkur byggði goshverinn árið 1998 og naut hann mikilla vinsælda frá fyrsta degi, bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna, sem heimsóttu Perl- una. Strókur líkti enda eftir hegðun goshvera í náttúrunni. 125 stiga heitt jarðhitavatn Boruð var 30 metra djúp hola og í hana sett stálrör með inntaki fyrir vatnsleiðslu. Um leiðsluna var leitt 125 stiga heitt jarðhitavatn. Efst í stálrörinu var komið fyrir þreng- ingu, þ.e. mjórra röri, og sá búnaður réð hæð gossins. Steinlögð skál er umhverfis opið. Orkuveita Reykjavíkur lenti í fjárhagserfiðleikum og árið 2012 var gripið til þess ráðs að Reykjavíkur- borg keypti Perluna af fyrirtækinu. Borgin lét loka Stróki það sama ár. Rekstrarkostnaður var talinn of mikill til að halda honum opnum. Meðal annars var kostnaður í því fólginn að hafa vaktmann á staðnum til að passa upp á að fólk færi ekki of nálægt hvernum og brenndist af sjóðheitu vatninu. Helgi Hjörvar, þáverandi borgar- fulltrúi og síðar alþingismaður, lagði upphaflega fram tillöguna að því að byggður yrði goshver í Öskjuhlíð- inni. Efnt var til samkeppni um nafn á hverinn árið 1998 og bárust 586 tillögur. Þar af gerðu átján til- lögu um nafnið Strókur, sem dóm- nefnd valdi á hverinn. Strókur verður endurvakinn  Manngerði goshverinn Strókur í Öskjuhlíð hefur legið í dvala síðan árið 2012  Perla norðursins tók hverinn á leigu og vonast til að taka hann í gagnið á næsta ári  Strókur hafði mikið aðdráttarafl Morgunblaðið/Eggert Strókur Goshverinn er skreyttur steinlagðri skál. Reykjavíkurborg lét loka hvernum árið 2012 og steinhnullungum var komið fyrir í gosopinu. Garðabær hefur hug á að minnast 100 ára afmælis fullveldis Íslands á næsta ári með því að byggja hringtorg við af- leggjarann að forsetasetrinu á Bessa- stöðum. Gunnar Einarsson bæjarstjóri kynnti hugmynd að þessu verkefni á síðasta fundi í bæjarráði Garðabæjar. „Við sendum þessa hugmynd inn eftir auglýsingu frá forsætisráðuneyti þar sem óskað var eftir hugmyndum til að fagna afmælinu,“ segir Gunnar. „Við höfum látið arkitektana sem unnu samkeppnina um miðsvæðið á Álftanesi koma með hugmynd að því hvernig hringtorgið við innkomu á Álftanesi gæti litið út. Þeir hafa komið með ákveðna hugmynd, 100 súlur sem tákna fullveldið, sem við höfum kynnt Guðna Th. Jóhannessyni forseta,“ seg- ir Gunnar. Bærinn hefur einnig haft samráð við Vegagerðina um verkefnið. Gunnar segir að það séu ýmis atriði sem þurfi að taka tillit til svo sem hvað varðar öryggi. Málið sé á byrjunarstigi og engin kostnaðaráætlun liggi fyrir né hvenær hægt sé að fara í svona verk. „Þegar og ef þessi hugmynd verður að veruleika verður þetta verkefni kynnt íbúunum betur,“ segir Gunnar. sisi@mbl.is Bessastaðir fái hringtorg á fullveldisafmælinu 2018  Við torgið verði 100 súlur sem tákna fullveldið Morgunblaðið/Ómar Benedikt Bogason hæstaréttar- dómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugs- syni hæstaréttarlögmanni til ómerkingar á því sem hann telur ærumeiðandi ummæli í nýútkom- inni bók, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. „Ég hef nú beinlínis kallað eftir því í gagnrýni minni á dómstóla að menn andmæli mér ef þeir telji mig fara með rangt mál. Ekki kveinka ég mér undan því, þó menn geri það. Jafnvel þó það sé á þennan hátt, þó það sé kannski ekki mjög klókt af honum,“ sagði Jón Steinar við mbl.is í gær þegar leitað var viðbragða hans. Lögmaður Benedikts tekur fram að hann tjái sig ekki við fjölmiðla á meðan málið er rekið fyrir dóm- stólum. Hann fer fram á að fimm ummæli í ritinu verði dæmd dauð og ómerk, meðal annars um að dómarar Hæstaréttar hafi framið dómsmorð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrver- andi ráðuneytisstjóra. Hæstaréttardómari fer í meiðyrðamál við Jón Steinar Benedikt Bogason Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.