Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 UPPHENGDAR HILLUR SEM BJÓÐA UPP ÓTAL UPPRÖÐUNAR MÖGULEIKA - HVER HILLA 70x70x32 cm kr. 35.800 * 4 HILLUR Á MYND Z CUBE HILLUR www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn og sjö þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen Transporter kostar frá 4.040.000 kr. (3.232.000 kr. án vsk) BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI Volkswagen Transporter 4Motion FJÓRHJÓLADRIFI FÁANLEGURMEÐ Við látum framtíðina rætast. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Uppleggið með hátíðinni er að bæta bjór- menninguna hér á landi og að fagna Bjórdeg- inum 1. mars,“ segir Hinrik Carl Ellertsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í sjöunda sinn 22.-24. febrúar næstkomandi. Hátíðin fer fram á jarðhæð KEX hostels í Reykjavík. Hátíðin tekur mikinn vaxtarkipp að þessu sinni, bæði brugghúsum og gestum verður fjölgað umtalsvert. Alls mun erlendum brugg- húsum sem hingað koma fjölga úr 17 í 30. Þeim íslensku fjölgar einnig umtalsvert. „Það er öll- um íslenskum brugghúsum boðið og undir þeim komið hvort þau taka þátt. Við giskum á að alls verði 45-47 brugghús á hátíðinni,“ segir Hinrik en í fyrra voru þau 23. Gestum fjölgar sömuleiðis og alls verða 500 miðar boðnir til sölu, 43% fleiri en á síð- ustu hátíð. „Við höfum aldrei lagt upp með að koma út í plús, hátíðin hefur alltaf verið rekin með tapi. Tilgangurinn er að bæta bjórmenninguna og koma á fót vinskap og tengslum í bjórheim- inum. Það hefur til dæmis skilað því að brugg- húsið okkar, KEX Brewing, hefur bruggað með frábærum brugghúsum úti í heimi og fengið dreifingu víða.“ Fjölmargir erlendir gestir koma hingað til lands í tengslum við hátíðina. „Við leggjum upp með að 20% seldra miða séu til erlendra gesta sem koma þá gagngert hingað á hátíðina. Á bakvið hvert erlent brugg- hús koma svo að meðaltali 2,8 gestir. Við bjóð- um öllum tvo flugmiða og margir bæta nokkr- um við. Í fyrra komu 18 manns frá einu brugghúsi. Þegar við vorum að byrja sögðu all- ir nei en nú vilja allir koma. Við erum farnir að segja nei og þegar er kominn listi fyrir 2019.“ Auk fólksins eru fluttir hingað nokkrir gámar af bjór. Hvert brugghús kemur með sex tegundir af bjór. Segir Hinrik að á hverjum degi hátíðarinnar verði því 120 bjórar í boði til að smakka. Á þeim þremur dögum sem hún stendur er því hægt að kynna sér hátt í 400 bjóra. Miðasala er hafin á Kexland.is. Íslensk bjórhátíð stækkar um helming  The Annual Icelandic Beer Festival haldin í sjöunda sinn  30 erlend brugghús kynna bjóra sína og öllum íslenskum brugghúsið boðið  Hátt í 400 bjórar verða í boði  Gestum fjölgar um 43% Mynd/Lilja Jónsdóttir Hátíð Hundruð gesta sækja árlega bjórhátíð á KEX hostel, nú í febrúar næstkomandi. „Barnabókahöfundar ræddu m.a. mikilvægi þess að fá greitt fyrir upp- lestra þegar þeir sækja skóla lands- ins heim,“ segir Kristín Helga Gunn- arsdóttir, formaður Rithöfunda- sambands Íslands (RSÍ), og vísar í máli sínu til þess að félagsmenn RSÍ fjölmenntu á hádegisfund sem hald- inn var í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í Reykjavík í fyrradag. Voru þar taxtar ræddir auk þess sem upp- lestrarverkefni RSÍ fyrir grunn- skóla voru kynnt. Kristín Helga segir RSÍ áður hafa minnt félagsmenn sína á mikilvægi þess að fá greitt fyrir áðurnefnda þjónustu. „Höfundamiðstöð Rithöf- undasambandsins er með gjaldskrá, sem er afar hófsöm, og við höfum brýnt fyrir okkar fólki að vera ófeim- ið við að setja upp verð fyrir upp- lestra og framkomur ýmiskonar,“ segir hún og bendir á að nú sé anna- samasti tími rithöfunda að hefjast, þ.e. jólabókaflóðið. Þá segir hún eðli- legt að skólar og stofnanir sem óska eftir upplestrum og skemmtidag- skrá í kringum nýkomnar bækur greiði fyrir slíkar heimsóknir. Ekki sé um að ræða auglýsingastarf höf- unda heldur listviðburð. Á umræðuvettvangi félagsmanna RSÍ hafa skapast nokkrar umræður um kjör höfunda og þar m.a. bent á að eintakagreiðsla fyrir nýútgefna skáldsögu í harðbandi sé nánast hin sama og hún var árið 1996. „Róðurinn er mjög þungur og höf- undum mun að óbreyttu fækka. Við sem þjóðfélag þurfum hins vegar að leita ráða til að fjölga höfundum, vilj- um við halda áfram að tala okkar tungu og skrifa til framtíðar,“ segir Kristín Helga. khj@mbl.is Fái greitt fyrir veitta þjónustu  Róðurinn þungur hjá rithöfundum Morgunblaðið/Ómar Bækur Það er mikilvægt að lesa fyr- ir börn og að þau læri að lesa sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.