Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 13

Morgunblaðið - 10.11.2017, Page 13
Allt þetta og fleira tengt tré- skurði hefur Sigurjón annað slagið kennt á námskeiðum í allmörg ár. Í fyrra þegar hann komst í tölu eldri borgara og lét af störfum sem verslunarstjóri ÁTVR hóf hann að kenna jafnöldrum sínum og þaðan af eldri í félagsstarfi eldri borgara. Þess á milli sker hann út í tré í skurðstofunni sinni. Og er alsæll. Af eftirlætis-tréskurð- arverkum sínum nefnir hann gesta- bók og myndaramma. „Gestabók- ina unnum við faðir minn, Gunnar Ásgeir Hjaltason, gullsmiður og listmálari, í sameiningu. Hann teiknaði mynd af landslagi sem ég skar síðan eftir. Myndarammann vann ég hins vegar eftir öðrum, sem var alltaf á æskuheimili mínu, og ég hafði ekki hugmynd um fyrr en löngu síðar að var eftir ömmubróður minn, sem bjó lengst af í Boston.“ Askarnir féllu í stafi Sigurjón segir að séreinkenni íslensks tréskurðar séu annars vegar askarnir; stafaí- lát með útskurði á lokinu, og hins vegar höfðaletrið, sem skorið var út í kistla og aðra trégripi. „Menn hafa lengi rif- ist um hvaðan höfða- letrið er upprunnið, en það virðist ekki hafa verið notað annars staðar en á Ís- landi. Hér þróaðist það öldum saman og hver ritaði með sínum hætti. Bólu-Hjálmar átti til dæmis sína út- gáfu sem prýðir mörg hans hagleiksverk. Áður fyrr skáru Íslend- ingar aðallega út nytja- hluti úr rekavið, eða þar til upp úr alda- mótunum 1900 að Ríkarður Jónsson, Stefán Eiríksson og fleiri, sem lært höfðu tréskurð í útlöndum, kynntu fagurfræðina og skrautið til sög- unnar.“ Að sögn Sigurjóns eyðilögðust margir ask- ar og ýmis tréskurður frá fyrri tíð vegna raka í húsakynnum með til- heyrandi fúasvepp. „Þegar fólk hætti að nota askana á hverjum degi, þornuðu þeir líka upp og féllu í stafi, eins og sagt var,“ segir hann og útskýrir að þessi gömlu matarílát hafi verið smíðuð úr stöf- um líkt og tunnur. Tréskurður sem iðngrein leið smám saman undir lok eftir miðja síðustu öld. Tískustraum- ar í hönnun húsgagna áttu þar stærstan þátt. „Aukinn innflutningur og ný efni kipptu fót- unum undan hús- gagnatréskurði á skömmum tíma. Eftir stóðu nokkrir ein- staklingar sem höfðu atvinnu af tréskurði, aðallega við gerð tækifærisgjafa og hluta sem ferða- menn keyptu,“ seg- ir Sigurjón, sem með bók sinni vonast til að glæða áhuga á tréskurði og um leið varðveita sögu íslensks hand- verks. Peysufatakonur Þær stóru geyma prjóna- og hekludót. Litla er skraut. Höfundurinn Sigurjón Gunnarsson hefur stundað tréskurð í meira en tvo áratugi og er mikill áhugamaður um séríslenskt tréverk. Tréskurður er 60 blaðsíðna gormabók í A4 broti. Hún fæst í bókabúð Iðnú og hjá höfundi. Net- fang: silo@mmedia.is. Facebook: Skurðstofa Sigurjóns. Útflúr Rammann skar Sigurjón út eftir öðrum sem var á æskuheimili hans. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 SUBARU LEVORG ÖRUGGUR FJÓRHJÓLADRIFINN VALKOSTUR BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 SUBARU LEVORG PREMIUM bensín, sjálfskiptur. Eyðsla 6,9 l/100 km* Verð 4.990.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 4 8 4 4 *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. EyeSight öryggiskerfi Subaru er það fullkomnasta sem völ er á. Kerfið aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstur. EyeSight öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta, greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. „Íslendingar margir hverjir fyll- ast eldmóði og rísa upp til varn- ar þegar vegið er að náttúru landsins, tungumáli og sjálf- stæði og er það vel. En öðru máli gegnir um íslenskt hand- verk. Svo er að sjá sem það eigi undir högg að sækja og sér- íslensk kunnátta handverks- manna sé að falla í gleymsk- unnar dá. Þótt byggðasöfn varðveiti muni sem bera vott um mikinn hag- leik geta þau aldrei haldið við kunnáttu og færni í handverki,“ segir Sigurjón Gunn- arsson m.a. í for- mála bókarinnar. Á íslenskt handverk undir högg að sækja? TRÉSKURÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.