Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Ágætis aflabrögð hafa verið hjá línu-
og snurvoðarbátunum sem hafa róið
frá Skagaströnd á þessu kvótaári.
Verðið á fiskinum hefur líka verið
ásættanlegt eftir að strandveiðunum
lauk. Heldur hefur þó dregið úr síð-
ustu daga eins og oft vill verða á
haustin á miðunum sem bátarnir
sækja.
Þar sem engin fiskvinnsla er á
staðnum lengur er stöðugur straum-
ur stórra bíla með aftanívagna gegn-
um bæinn, sérstaklega síðdegis og á
kvöldin. Þeir flytja fisk frá fiskmark-
aðnum til kaupenda um allt land.
Sáttir við sinn hlut
Landanir hjá fiskmarkaðnum á
síðasta kvótaári voru um 10.000 tonn
og allur sá fiskur var fluttur burtu
annaðhvort frosinn í gámum eða
ferskur með þessum stóru bílum. Að
sögn starfsmanna fiskmarkaðarins
er haustið núna á svipuðu róli hvað
varðar landaðan afla eins og haustið í
fyrra og eru þeir sáttir við sinn hlut
hvað það varðar.
Þeir voru reyndar frekar daufir
karlarnir á línubátnum Dúdda Gísla
þar sem þeir voru að landa rúmum
þremur tonnum eftir brælutúr síð-
degis á þriðjudag. „Það nær ekki 100
kílóum á bala í dag og það hefur verið
að draga úr þessu að undanförnu.
Annars er þetta búið að vera ágætt í
haust. Það var bara mikil hreyfing í
dag og þá gefur hann sig ekki eins
vel,“ sagði einn þeirra um leið og
hann húkkaði úr kari fullu af stórýsu.
Tvö búmm og svo kom
voðin upp í tætlum
Þeir voru heldur ekkert ánægðir
karlarnir á Hafrúnu HU 12 þar sem
þeir voru á fullu á bryggjunni að
gera við snurvoðina með Jóni neta-
manni. „Það eru ekki allar ferðir til
fjár. Við skelltum okkur í Skaga-
fjörðinn í gær og innfyrir nýopnuðu
smábátalínuna þar og ætluðum að
fiska heil ósköp. Fengum tvö búmm
og svo kom voðin upp í tætlum eftir
þriðja holið, rifin frá kúlulínu og al-
veg aftur í heis.“
Ekki vissu þeir hvað hefði rifið
svona illa en giskuðu á að það hefði
jafnvel verið hvalur. „Stórhvelin
voru að blása þarna allt í kringum
okkur. Þetta var eins og gosbrunna-
garður,“ sögðu þeir og glottu.
Á sama tíma var verið að landa úr
togaranum Steinunni SF 10 frá
Hornafirði á að giska 40 tonnum af
blönduðum afla eftir nokkurra daga
túr og þrír litlir færabátar voru með
sáralítinn afla. „Mér leist svo vel á
hann í morgun og svo kom bara
haugasjór strax um hádegið og ekk-
ert hægt að vera við þetta,“ sagði
einn af færakörlunum vonsvikinn
með daginn.
Allur fiskur fluttur annað
Straumur stórra bíla með aftanívagna í gegnum Skagaströnd Aðeins hefur
dregið úr aflabrögðum eftir líflegt haust Í kompaníi við stórhveli í Skagafirði
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Skagaströnd Löndun úr Dúdda Gísla og fallegur fiskur í körum á bryggjunni. Sjómennirnir voru þó ekki ánægðir með magnið, 100 kíló á bala.
Haust Þeir voru fegnir að vera loksins búnir að bæta voðina í næðingnum á
bryggjunni, Jón Sveinsson er til vinstri og Hafþór Gylfason til hægri.
Beint í bíl Á góðum dögum koma flutningabílar í röðum til að sækja afla. Á
þriðjudag var megninu af afla Steinunnar SF landað beint í flutningabíl.
Hópur á vegum Ferðafélagsins
lagaði nýlega aðkomuna að göngu-
brúnni sem liggur yfir Emstruá,
skammt sunnan skálanna í Emstr-
um eða Botnum eins og réttara er
að kalla skálasvæðið, segir á vef
FÍ.
Síðasti spölurinn niður að
Emstrubrúnni hefur lengi þótt
erfiður og göngumenn þurft að
klöngrast niður hála klöpp þar
sem eini stuðningurinn var spotti
og keðja. Þetta basl heyrir nú sög-
unni til því miklar umbætur voru
gerðar á gönguleiðinni. Teinar
voru reknir ofan í klappirnar og
sett upp sambærilegt handrið og
er á öllum göngubrúnum á Lauga-
veginum. Þá voru mótaðar tröppur
í steininn svo nú er hægt að ganga
öruggum fótum niður að brúnni.
Jafnframt voru festingarnar á
keðjunni sunnan árinnar lagaðar
og bergboltaðar við gljúfur-
vegginn.
Það mæddi mikið á vinnufólkinu
því alls þurfti að bera ríflega 200
kíló af efni og verkfærum niður að
ánni, þar á meðal níðþunga raf-
stöð. Valdimar G. Valdimarsson
rafeindavirki bar þungann og
heiðurinn af verkinu, eins og segir
á vef FÍ. aij@mbl.is
Umbætur
við brú yfir
Emstruá
Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson
Lagfæringar Baslið á göngustígn-
um á að heyra sögunni til.
Með 200 kíló af
efni og verkfærum
Á fyrsta fundi verkefnisstjórnar
Brothættra byggða á Borgarfirði
eystra í byrjun mánaðarins var
meðal annars rætt um stöðuna í
byggðarlaginu og bar þar margt á
góma, segir á vef Byggðastofn-
unar. Meðal annars ófullnægjandi
stöðu í vegamálum, fækkun íbúa í
yngri árgöngum, stöðuna í heil-
brigðisþjónustu en einnig árangur
og tækifæri í ferðaþjónustu og
aðra möguleika byggðarlagsins.
Farið var yfir verklag í byggða-
þróunarverkefninu Brothættum
byggðum og rætt hvernig verk-
efnið geti nýst samfélaginu á
Borgarfirði. Næstu skref eru að
halda íbúaþing og vinna að stefnu-
mótun fyrir verkefnið. Stefnt er
að þinginu helgina 9.-10. desem-
ber. Einnig verður hugað að því
hvernig verkefnisstjórnun verður
háttað.
Staðan rædd
á Borgar-
firði eystra
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755