Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 18

Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hefur keypt allt hlutafé OK Prosthetics ehf. Seljandinn er Össur Kristinsson, stofnandi beggja fyrirtækja. Kaupverð fyr- irtækisins er sagt trúnaðarmál. OK Prosthetics hefur m.a. þró- að og framleitt hið svokallaða Brim en það er sílíkonhringur sem nýtist fólki sem misst hefur fram- an af fæti ofan hnés. Brim kemur í veg fyrir að hulsa sem kemur upp á stúfinn, nuddist við notand- ann með tilheyrandi óþægindum. Sami frumkvöðull Össur stofnaði OK Prosthetics árið 2005 í þeim tilgangi að þróa áfram aðferð til að smíða fætur undir fólk með hagkvæmum og skjótvirkum hætti. „Ég hafði lengi velt fyrir mér stöðu þess fólks sem ekki hefur aðgang að þeim dýru lausnum sem fólki á Vesturlöndum standa til boða. Ljóst er að á mörgum stríðshrjáðustu og fátækustu svæðum heims er fólk sem misst hefur útlimi vegna stríðsátaka og sjúkdóma. Þetta fólk hefur lengst af ekki haft tækifæri til að fá al- mennilega gervifætur og sannast sagna er margt af því sem verið er að bjóða fólki á þessum svæð- um hreint og klárt drasl,“ segir Össur. Með tækninni sem Össur þróaði er hægt á rúmri klukkustund að smíða fót undir einstakling og er kostnaður við smíði hvers fótar vel innan við 1.000 dollara, jafn- virði 100 þúsund króna. „Þarna erum við að tala um kostnað sem er vel innan við 10% af því sem það kostar að smíða fót undir fólk í þeim heimshluta sem við tilheyrum. Samt er þetta góð tækni og gæðin mjög mikil,“ segir Össur. Erfitt að sækja fjármagn Össur segir að hugmyndin að baki fyrirtækinu hafi alla tíð verið sú að koma fólki í þröngri stöðu til hjálpar og að það hafi aldrei verið rekið á hagnaðardrifnum forsend- um. „Við höfum víða leitað samstarfs um þetta mikilvæga verkefni, m.a. kynnt það Rauða krossinum og fleiri hjálparsamtökum. Það er dá- lítið merkilegt að enginn hefur séð sér fært að leggja verkefninu lið og því höfum við aðstandendur fyrirtækisins borið kostnaðinn af því. Það er í raun undarlegt að það vilji enginn í raun koma þessu fólki til hjálpar og nota til þess bestu lausnina sem er jafn ódýr og raun ber vitni.“ Hann segir að ýmis hagsmunaöfl sjái einnig ofsjónum yfir því að hægt sé að þjálfa hvern sem er í að smíða jafn vandaða vöru. „Eftir viku getur áhugasamur einstaklingur verið kominn með færni til að smíða jafngóðan fót og ég get gert eftir 50 ára þjálfun. Það er auðvitað bara frábært en einhverjum kann að þykja það verra.“ Inn á erfiðustu svæði heims Frá árinu 2005 hefur Össur, ásamt samstarfsfólki sínu, sótt heim lönd á borð við Mósambík, Pakistan, Kosovo, Gaza-svæðið, Botswana, Namibíu, Dóminíska lýðveldið, Haítí, Angóla og Kúbu. „Mörg þessara landa höfum við sótt heim oftar en einu sinni og það er ótrúlegt að sjá fólk reisa sig við á nýjum fæti og ganga á braut, rúmri klukkustund eftir að við hefjumst handa. Það eru allir svo glaðir og þakklátir þegar það ger- ist,“ segir Össur. Össur selur Össuri Morgunblaðið/Ómar Stoðtæki Össur hf. hefur keypt nýsköpunarfyrirtæki af stofnanda sínum.  OK Prosthetics ehf. komið í eigu Össurar hf.  Fyrirtækið hefur smíðað yfir 3000 fætur á fólk á stríðshrjáðum svæðum Í ViðskiptaMogganum í gær sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóri Fjármálaeftirlitsins, að Kortaþjónustan héldi nú lengur eftir fyrirframgreiðslum viðskipta- manna sinna en hún gerði fyrir áfallið sem félagið lenti í þegar breska lágfargjaldaflugfélagið Monarch fór í greiðslustöðvun. Aðspurður hvort þessar breyt- ingar hefðu áhrif á rekstur WOW air, sem er viðskiptavinur Korta- þjónustunnar, segir Skúli Mogen- sen, forstjóri félagsins, að WOW air hafi verið byrjað að færa er- lendar færslur til annarra greiðslufyrirtækja áður en til skil- málabreytinganna kom. „Korta er í dag með innan við 20% af okkar færslum og þá fyrst og fremst ís- lensk kort,“ segir Skúli. Í svari Svanhvítar Friðriks- dóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvenær WOW hafi byrjað að færa færslur til annarra fyr- irtækja og hvort þeir aðilar bjóði upp á sambærileg kjör og Korta- þjónustan, kemur fram að WOW air hafi verið með fleiri en einn færsluhirði erlendis í þó nokkurn tíma og muni halda því áfram en að samningar um kjör séu mis- munandi eftir færsluhirðum og trúnaðarmál hvaða kjör séu í boði hverju sinni. Færðu sig annað  20% af færslum WOW hjá Korta Kort WOW notar Kortaþjónustuna í dag einkum fyrir íslensk kort. 10. nóvember 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.58 106.08 105.83 Sterlingspund 138.52 139.2 138.86 Kanadadalur 82.83 83.31 83.07 Dönsk króna 16.443 16.539 16.491 Norsk króna 12.919 12.995 12.957 Sænsk króna 12.588 12.662 12.625 Svissn. franki 105.68 106.28 105.98 Japanskt jen 0.9288 0.9342 0.9315 SDR 147.93 148.81 148.37 Evra 122.41 123.09 122.75 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.8569 Hrávöruverð Gull 1282.25 ($/únsa) Ál 2103.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.69 ($/fatið) Brent ● Greiningardeild Arion banka spáir því að stýrivextir haldist óbreyttir í 4,25% þegar pen- ingastefnunefnd Seðlabankans til- kynnir vaxta- ákvörðun sína í næstu viku. Í markaðspunktum greiningardeildar bankans segir að það sem mæli helst með óbreyttum vöxtum sé það að aðhald peningastefnunnar hafi slaknað ef eitthvað er, enda hafi verðbólgan aukist úr 1,4% í 1,9% í október. Þá hafi aðrir áhrifaþættir lít- ið breyst. Í markaðspunktunum er þó ekki útilokað að vextir verði lækkaðir í ljósi þess að vaxtalækkunin í októ- ber hafi komið flestum á óvart og verið í talsverðri mótsögn við fyrri orð nefndarinnar. Greiningardeild Arion spáir óbreyttum vöxtum Arion Segja aðhald- ið hafa slaknað. STUTT eldu á milli fimm girnilegra tegunda f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru ægilegir, ljúffengir og fljótlegir. ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS V a þ Hagnaður Íslandsbanka á þriðja árs- fjórðungi nam 2,1 milljarði króna eftir skatta samanborið við 2,5 milljarða á sama tímabili í fyrra og lækkar því um 16% á milli fjórðunga. Arðsemi eigin fjár bankans var 4,7% á tíma- bilinu samanborið við 5,1% á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 7,5 milljarðar á ársfjórðungnum og vaxtamunurinn var 2,8% en á sama ársfjórðungi síðasta árs voru hreinar vaxtatekjur 7,8 milljarðar og vaxta- munurinn 3%. Hreinar þóknunar- tekjur tímabilsins hækkuðu aftur á móti í 3,3 milljarða króna samanborið við 3,2 milljarða í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins hefur Ís- landsbanki hagnast um 10,1 milljarð króna eftir skatta samanborið við 15,6 milljarða á sama tímabili síðasta árs en sá munur skýrist aðallega af ein- skiptishagnaði af sölu Borgunar á hlutum í Visa Europe í fyrra. Heildareignir bankans voru 1.078 milljarðar en útlán til viðskipta og lausafjársafn bankans voru 96% af stærð efnahagsreiknings við lok tíma- bilsins. Morgunblaðið/Ófeigur Rekstur Arðsemi eigin fjár bankans var 4,7% á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður dregst saman  Íslandsbanki hagn- aðist um 2,1 milljarð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.