Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 EITT ER VÍST: ALNO Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 1. desember 2017. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@byggdastofnun.is og bréflega á póstfangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur. Vakin er athygli á því að umsóknum þarf bæði að skila rafrænt og bréflega. Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir tvo flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar- verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur getur numið allt að tólf milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verk- efna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir framvindu þess áður en styrkumsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða til að undirbúa stærri verkefni á sviði rannsókna og/ eða þróunar. Styrkupphæð er allt að einni milljón króna og skal verkefnið unnið innan tólf mánaða. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Ártorgi 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 455 5400 ∙ www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum Sýrlenskar hersveitir náðu bænum Albu Kamal á sitt vald í gær, en hann var síðasta vígi hryðjuverkasamtak- anna Ríkis íslams á sýrlenskri grund. Lítið er eftir af því landsvæði sem samtökin héldu á hátindi valda sinna í bæði Írak og Sýrlandi, og er talið að skæruliðar samtakanna hafist nú við í felum í eyðimörkum Sýrlands. Vígamenn andsnúnir Ríki íslams hófu sókn sína inn í bæinn á miðviku- daginn áður en sýrlenski stjórnar- herinn kom þeim til aðstoðar. Voru bardagar sagðir harðir, en þó voru úrslit þeirra fyrirsjáanleg frá upp- hafi. „Frelsun Albu Kamal er mikilvæg, þar sem hún táknar fall hryðjuverka- samtakanna í þessum heimshluta,“ sagði í opinberri tilkynningu sýr- lenska hersins, sem flutt var í rík- isfjölmiðlinum SANA. Enn óvíst um örlög Abu Bakr Skæruliðar samtakanna flúðu í norðurátt frá Albu Kamal í átt að Deir Ezzor, en þar hafa hersveitir Kúrda sótt að Ríki íslams með stuðn- ingi Bandaríkjanna. Má segja að flóttinn frá Albu Kamal marki loka- hnykk samstillts átaks gegn Ríki ísl- ams sem staðið hefur yfir frá því í haust, þar sem hersveitir í Írak og Sýrlandi hafa sótt fram gegn samtök- unum með stuðningi Rússa og Írana annars vegar og Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra hins vegar. Bæði Raqqa, hin óopinbera „höfuð- borg“ samtakanna og Mósul, stærsta borgin sem þau náðu á vald sitt féllu í því átaki. Er talið að geta samtak- anna til þess að ná undir sig land- svæði hafi verið stórlega skert, og að vígamenn samtakanna muni neyðast til þess að beita skæruliðaaðferðum í náinni framtíð. Enn er hins vegar allt á huldu um örlög helstu forvígismanna samtak- anna, þá einkum Abu Bakr al-Bagh- dadi, hins sjálftitlaða „kalífa“. Greint hefur verið frá andláti hans nokkrum sinnum á undanförnum misserum, en aldrei hefur tekist að staðfesta að andlátsfregnirnar hafi verið tíma- bærar. Stórsóknin gegn Ríki íslams hefur þó einnig haft sínar skuggahliðar, þar sem almennir borgarar hafa lent á milli stríðandi fylkinga og jafnvel neyðst til þess að leggja á flótta. Þannig hafa um 120.000 manns neyðst til þess að flýja heimili sín í Albu Kamal síðan sókn Sýrlandshers gegn bænum hófst. Síðasta vígi Ríkis íslams í Sýrlandi fallið  Talið að síðustu skæruliðar samtak- anna muni hafast við í eyðimörkinni AFP Bardagar Íraskir hermenn stóðu vörð við Al-Qaim landamærastöðina til þess að varna því að skæruliðar Ríkis íslams flýðu inn í Írak frá Albu Kamal. Madríd. AFP | Fyrrverandi forseti héraðsþings Katalóníuhéraðs var dreginn fyrir hæstarétt Spánar í gær í nýjasta dómsmálinu sem sótt hefur verið á hendur þeim sem leiddu tilraun héraðsstjórn- arinnar til þess að lýsa yfir sjálf- stæði í síðasta mánuði. Þingforsetinn, Carme Forcadell, verður hugsan- lega dæmd í varð- hald ásamt fimm öðrum þingmönn- um héraðsins á grundvelli ákæru um að þau hafi hvatt til liðhlaups, ýtt undir byltingu og misnotað almannafé þegar kata- lónska þingið samþykkti sjálfstæð- isyfirlýsinguna hinn 27. október síð- astliðinn, en sú ákvörðun var ógilt af stjórnlagadómstóli Spánar á mið- vikudaginn. Katalóníudeilan hefur ýtt undir flótta fjölmargra fyrirtækja frá hér- aðinu, auk þess sem hún er sögð hafa valdið ugg innan Evrópusam- bandsins, sem sé enn í basli með þá ákvörðun Breta að yfirgefa það. Allsherjarskyndiverkfall var boð- að á miðvikudaginn í mótmælaskyni og olli það gríðarlegum töfum hjá ferðalöngum, þar sem helstu um- ferðaræðar á milli Frakklands og Spánar voru stíflaðar, auk þess sem lestarferðir frá Barselóna til Par- ísar, Marseille og Lyon stöðvuðust. Höfðu aðgerðirnar áhrif á um 150.000 manns samkvæmt áætl- unum lögreglunnar. Mótmæli á báða bóga Mótmælt var fyrir framan dóms- hús hæstaréttar, þar sem stuðnings- menn og andstæðingar sjálfstæðis héldu á borðum og hrópuðu vígorð. Kröfðust andstæðingar sjálfstæðis þess að Carles Puigdemont, fyrrver- andi leiðtoga heimastjórnarinnar, yrði varpað í fangelsi fyrir að hafa hvatt til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar ólöglegu. Puigdemont er nú í sjálf- skipaðri útlegð í Brussel, höfuðborg Belgíu, en hann á að mæta fyrir dóm á Spáni í næstu viku. Forseti héraðs- þingsins í haldi  Puigdemont á að mæta í næstu viku AFP Mótmæli Samgöngur til og frá Barselóna stífluðust í fyrradag. Carme Forcadell Áfrýjunardóm- stóll í Máritaníu úrskurðaði í gær að dauðadómur yfir blogg- aranum Moha- med Cheikh Ould Mkhaitir yrði mildaður í tveggja ára fang- elsi. Mkhaitir var upphaflega sak- felldur fyrir guðlast og höfðu mannréttindasamtök mótmælt mjög væntanlegri aftöku hans. Mkhaitir verður hins vegar lát- inn laus fljótlega, þar sem hann hefur nú þegar setið inni í meira en tvö ár. Áfrýjunardómstóllinn ákvað einnig að sekta hann um 60.000 ouguíur, eða sem nemur tæpum 170 bandaríkjadölum. Fagnaði lög- fræðingur Mkhaitirs niðurstöðunni mjög og sagði hana sigur fyrir bæði landslög og trúarbrögðin ísl- am. MÁRITANÍA Dauðadómi breytt í tveggja ára fangelsi Mohamed Cheikh Ould Mkhaitir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.