Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.11.2017, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Eftir nýafstaðnar kosningar til Alþingis er ljóst að nýr aðili tekur við stjórn- artaumunum í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hver fær það mikilvæga hlutverk. Miðað við umræðuna fyrir kosningarnar, þar sem heilbrigðismál voru of- arlega á baugi hjá öllum, er ljóst að nú er tækifæri til að gera betur í málaflokknum. Aukið fjármagn er nauðsynlegt Í dag verjum við um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu til heil- brigðismála en gróflega séð ver ríkið um 25% af útgjöldum sínum til málaflokksins í heild. Þrátt fyr- ir það stendur Ísland ekki sérlega vel að vígi séu útgjöldin borin saman við útgjöld nágrannalanda okkar því hér er hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu til heilbrigðis- mála lægst á Norðurlöndum. Ég held að allir séu orðnir sammála um að aukið fjármagn þurfi til öldrunar- og heilbrigðisþjónustu. Margir stjórnmálamenn töluðu þannig í aðdraganda kosninga og rétt er að minna á stærstu undir- skriftasöfnun Íslandssögunnar sem fram fór í fyrra á vegum Kára Stefánssonar þar sem þess var krafist hlutfallið yrði aukið í 11%. Nálega 87 þúsund lands- manna skrifuðu undir yfirlýsingu Kára. Þetta er staðan í dag. Á sama tíma gerir Hagstofa Íslands ráð fyrir að árið 2020, eftir aðeins þrjú ár, muni ein- staklingum, 75 ára og eldri, hafa fjölgað hér á landi um 35% frá 2012. Íslendingum mun fjölga um 33% til 2060 þegar lands- menn verða orðnir 430 þúsund. Í dag eru landsmenn 67 ára og eldri rúm 10% þjóð- arinnar. Þeir verða yfir 18% árið 2040 og er gert ráð fyrir að 67 ára og eldri fjölgi um 30% á hverju tíu ára tímabili á sama tíma. Við sem störfum í öldrunarþjónustu sjáum fram á að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju ein- asta ári á næstu árum og áratug- um. Það er því alveg ljóst að meira fjármagn þarf til öldr- unarmála, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áð- ur því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar allir þessir þættir hafa verið leið- réttir verður fyrst hægt að átta sig á því hvort raunverulegar hækkanir á fjárframlagi hafa orðið milli ára. Það getur því stundum verið þreytandi fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar þegar stjórnmálamenn stæra sig af auknum fjárframlögum milli ára – sem vissulega hafa hækkað í krón- um talið – en raunhækkanir eru litlar sem engar. Ekki sjálfgefið að aukið fjár- magn auki gæði og þjónustu Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að benda á að það er alls ekki sjálfgefið að aukið fjár- magn bæti heilbrigðisþjónustuna. Við, stjórnendur og starfsfólk, þurfum sífellt að leita leiða til að finna út hvort eitthvað í fram- kvæmdinni, verkferlum eða þjón- ustunni megi gera betur. Því ferli lýkur aldrei. Eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur verið mikið unnið í slíkum málum. Að mínu mati eru einnig ennþá ónýttir miklir sam- þættingarmöguleikar í veitingu heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Því miður er heilbrigðis- kerfinu enn skipt í of margar ein- ingar þar sem skortir á samskipti og flæði, stundum á kostnað lífs- gæða skjólstæðinganna. Þar er hægt að sækja ýmsar góðar hug- myndir til nágrannalanda og að- laga og innleiða Íslendingum til hagsbóta. Ég sakna þess jafnframt að ekki skuli til dæmis vera fyrir löngu búið að blása miklu kröftugar til eflingar á hreyfingu aldraðra og endurhæfingarstarfsemi af ýmsu tagi sem auka lífsgæði og seinka þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili eða sjúkrahúsum. Þessir þættir, sem og eðlileg fjölgun hjúkr- unarrýma fyrir þá sem þurfa á mikilli þjónustu að halda, hafa í för með sér mikinn þjóðhagslegan sparnað og betri nýtingu ríkis- útgjalda sem eru á meðal meg- inviðfangsefna á vettvangi stjórn- málanna. Nú hafa stjórnmálamenn lands- ins tækifæri til að sýna í verki raunverulegan vilja til breytinga í heilbrigðismálum. Það er ekki nóg að tala en benda svo á einhvern annan þegar kemur að því að standa við stóru orðin. Brettum upp ermar í heilbrigð- ismálum – nú er tækifærið Eftir Pétur Magnússon » Það er ekki nóg að tala en benda svo á einhvern annan þegar kemur að því að standa við stóru orðin. Pétur Magnússon Höfundur er forstjóri Hrafnistuheim- ilanna. petur.magnusson@hrafnista.is Atvinna Allt um sjávarútveg VINNINGASKRÁ 28. útdráttur 9. nóvember 2017 798 8772 17252 28815 40689 49872 58528 69165 867 8848 17278 28976 40702 50132 58547 69244 964 8936 18302 29072 41080 50164 58924 69460 1621 9090 18624 29145 41306 50431 58998 70109 1650 9149 18938 29698 41370 50510 59104 70752 1658 9594 19256 31181 41377 50555 59625 71093 2164 9633 19345 31718 41984 50644 59826 71268 2310 10008 19365 31724 42128 50773 60808 71817 2449 10262 20399 31915 42287 50855 60935 72186 2592 10281 20523 32344 42487 51007 61818 72577 2872 10437 20530 32503 43241 51304 62041 72961 2989 10460 21081 32965 43739 51501 62266 73679 3016 10559 21431 33130 44067 52102 62887 74361 3095 10652 21634 33234 44301 52335 62925 74894 3172 10714 22332 33538 44377 52385 63392 74985 3257 10809 22468 34194 44379 52638 63526 75414 3296 11278 22899 34425 44554 52657 64159 75499 3586 11787 23585 35129 44562 52705 64234 76363 3618 12160 23789 35332 45452 53328 64309 76676 4544 12343 24257 35450 45453 53335 64692 77966 4945 12439 24402 35956 45624 53726 64863 78211 5215 12529 24498 36380 45675 53968 65095 78369 5256 13300 24705 36792 46233 54181 65247 78696 5381 13780 25001 37183 46454 54492 65617 78900 5518 13824 25045 37846 46673 55587 65928 79183 5645 13930 25082 37866 46934 55759 66093 79257 6243 14504 25518 38166 47026 55908 66941 79543 6726 14651 25790 38344 47337 55989 67030 79651 6784 14989 25801 38832 47432 56020 67037 79901 6965 15025 26290 39023 47557 56068 67070 79928 7235 15259 26325 39151 48002 56259 67340 79987 7727 15732 26333 39166 48351 56366 67428 8141 15793 26540 39614 48376 56386 68013 8556 16139 27150 40147 48639 57024 68356 8579 16329 27472 40195 49036 58068 68590 8672 16957 27924 40198 49276 58101 68628 8674 17215 28765 40661 49464 58188 69078 420 8611 19051 29375 45341 53829 61656 67638 2014 9116 19363 30549 48119 54179 61686 67751 2759 9714 19452 31815 48334 54826 61830 68477 3046 10193 19481 32618 48653 55689 62040 73279 4765 10587 19511 34494 48750 56559 62185 73296 5028 12131 19850 34764 49923 57257 63142 74510 5696 12357 21869 36002 50267 57401 64023 75451 5757 12528 22607 36191 50305 58132 65136 76273 6148 13490 23699 37043 52030 59357 65295 76753 6628 15634 23964 40781 52465 60641 66173 6866 17739 25055 41619 52912 60837 66496 6982 18428 26297 41665 53005 61306 67071 7307 19010 28259 43052 53545 61529 67545 Næstu útdrættir fara fram 16., 23. & 30. nóvember 2017 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 12513 15781 39841 64361 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 7118 10189 21021 35456 42370 57275 7902 10804 25714 37411 45901 58781 8897 11991 27113 39334 47947 68390 10151 18038 28627 39736 54192 74323 Aðalv inningur Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 1 7 3 2 0 E F L IR / H N O T S K Ó G U R STELPUR KONUR STAÐURINN RÆKTIN Ekki eftir neinu að bíða! Síðustu TT – námskeiðin fyrir jól hefjast 19. nóvember Tökum mataræðið og ræktina föstum tökum og fyllum okkur af orku og léttleika! Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.