Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 32

Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 ✝ Lára Jóns-dóttir fæddist í Borgarnesi 4. nóvember 1942. Hún lést á heimili sínu 31. október 2017. Foreldrar henn- ar voru Jón Úlfarsson bifreið- arstjóri, f. 20. ágúst 1912, d. 12. september 1981, og Guðlaug Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 12. apríl 1918, d. 31. maí 2007. Systkini hennar eru Úlfar Gunnar, f. 1936, d. 2014, Rannveig, f. 1944, Sig- urjón, f. 1945, Ásta, f. 1947, Anna, f. 1949, d. 2017, Jóna, f. 1951, Baldur, f. 1953, Ragnar, f. 1954, og Hulda, f. 1958. Lára giftist 25. desember 1964 Magnúsi Guðbrandssyni, f. 26.3. 1938. Foreldrar hans voru Guðbrandur Magnússon bóndi, f. 4. nóvember 1894, d. 24. október 1973, og Bjargey Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1910, d. 29. ágúst 1970. Börn Láru og Magnúsar eru: 1) Bjargey Magnúsdóttir, f. 1963, gift Þórði Sigurðssyni, f. 1961. Þeirra börn eru: a) Magnús Óskar, f. 1983, kvæntur Sig- rúnu Ástu Brynjarsdóttur, f. 1995. Barn þeirra er Emma, f. 2017, d. 2017. b) Atli Örn, f. 1987, í sambúð með Sarah Skindbjerg Larsen, f. 1990 c) Eyþór Orri, f. 1992 d) El- ínborg Ósk, f. 1994, e) Hörður Óli, f. 1997. 2) Guðbrandur Magnússon, f. 1964, kvæntur Margréti Þórðardóttur, f. 1967, þau skildu. Börn Margrétar eru Hermundur, f. 1983, Hanna Dóra, f. 1993, Elín Björg, f. 1995, og Helga Þóra, f. 1998. 3) Sig- urbjörn Guðlaugur Magnússon, f. 1966, kvæntur Katrínu Gísladótt- ur, f. 1975. Börn þeirra eru Kristín Perla, f. 1994, Inga Dóra, f. 2000, Haf- dís Lóa, f. 2004, og Gísli, f. 2006. 4) Jón Magnússon, f. 1967. 5) Jófríður Magnús- dóttir, f. 1970, gift Hannesi Gunnari Guðmundssyni, f. 1964. Börn þeirra eru Jónas Þór, f. 1995, Gunnar Helgi, f. 1997, og Sesselja Lára, f. 2003. 5) Sigríður Herdís Magnús- dóttir, f. 1971. Sonur hennar er Magnús Heiðar Sigríðarson, f. 2004. 6) Hákon Magnús Magnússon, f. 1983. Lára ólst upp í Borgarnesi í stórum systkinahópi, gekk í barnaskóla Borgarness og síð- ar í gagnfræðaskóla Borgar- ness, var hálfan vetur í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur. Lára fluttist að Álftá 18 ára gömul og vann nánast allan sinn starfsaldur sem húsmóðir. Hún starfaði mikið við fé- lagsmál, var lengi í Kvenfélagi Hraunhrepps, var í barna- verndarnefnd og sat í kjör- stjórn Lyngbrekkukjördeildar. Útför Láru fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 10. nóvember 2017, og hefst at- höfnin klukkan 14. Amma Lára, þegar ég segi þessi orð brosi ég alltaf út að eyr- um. Því einu minningarnar sem ég á um ömmu vekja fram hlátur og gleði. Fyrir utan kannski eina og eina, þá aðallega ef við krakk- arnir vorum óþekk. Amma var einstök kona sem vissi nákvæm- lega hvernig hún vildi hafa hlut- ina. Amma var líka mjög vana- föst, við barnabörnin fengum til dæmis alltaf varma sokka í jóla- gjöf. Allir fengu alltaf sama lit ár eftir ár. Ég er svo þakklát fyrir tímann sem við fengum saman í sumar, þegar ég lánaði henni her- bergið mitt. En mest af öllu er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera ömmubarnið hennar í 23 ár. Þótt við amma værum ekki sífellt að tjá tilfinningar okkar vissum við samt báðar að okkur þótti vænt um hvort aðra. Elsku amma mín, ég græt yfir tímanum sem við fáum ekki lengur saman, en gleðst yfir tímanum sem við höfð- um saman. Ég vona að hvar sem þú ert núna, amma, líði þér vel og fylgist með genginu þínu úr fjar- lægð. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði, elsku amma. Elínborg Ósk Þórðardóttir. Lára Jónsdóttir ✝ Ólöf GuðnýÓlafsdóttir fæddist að Helgu- stöðum í Helgu- staðarhreppi 17. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 6. nóvember 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Helgason bóndi frá Kirkjubóli í Vöðla- vík, f. 20. janúar 1882, og Guðný Stefánsdóttir frá Selja- teigi við Reyðarfjörð, f. 5. nóv- ember 1881. Ólöf var næst yngst eftirtalinna systkina: Gunnlaugur, Helgi, Stefán, Eggert, Magnús og Unnur. Ólöf ellefu barna auðið; Eggert Gunnþór, f. 1943, áður giftur Berglíni Bergsdóttur f. 1945, d. 9. nóvember 1995, seinni kona Ragnheiður Valdimarsdóttir, þau slitu samvistum. Ólöf, f. 1944, gift Guðjóni Ólafssyni, Sjöfn, f. 1946, í sambúð með Heiðbergi Hjelm, Lars, f. 1947, giftur Stefaníu Aronsdóttur, Ólafur, f. 1953, giftur Jónu Björgu Jónsdóttur, Jón, f. 1954, giftur Þórunni Einarsdóttur, Gunnar, f. 1956, giftur Að- alheiði H. Hávarðardóttur, Val- geir, f. 1958, d. 4.4. 1988, sam- býliskona Ásta S. Gylfadóttir, Eysteinn, f. 1960, giftur Pet- rúnu Jónsdóttur, þau slitu sam- vistum, Stefán, f. 1962, giftur Hrafnhildi Kristjánsdóttur, Sigurlínus, f. 1963, giftur Láru Bjarney Kristinsdóttur. Afkom- endur Ólafar eru í dag 105. Útför Ólafar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 10. nóvember 2017, klukkan 14. giftist 23.maí 1942 Gunnari Larssyni búfræðingi frá Út- stekk í Helgustaða- hreppi, f. 13. októ- ber 1913, d. 29. desember 1978. Þau hjónin hófu búskap að Helgu- stöðum árið 1942 og bjuggu þar til ársins 1949 þegar þau fluttu bú sitt að Sigmundarhúsum í Helgustaðarhreppi og bjuggu þar allan sinn búskapartíma. Síðustu ár dvaldi Ólöf á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðsfirði. Þeim Gunnari og Ólöfu varð Ein mín dýrmætasta perla hefur kvatt mig í hinsta sinn, hún Olla amma og nafna mín. Það er eitthvað svo einkennilegt að hugsa sér líf án hennar, hún var svo stór hluti af lífi okkar stórfjölskyldunnar. Olla amma, eins og við öll kölluðum hana, var með hjarta úr gulli, alltaf svo jákvæð og sá allt það góða í hverri manneskju. Aldrei heyrði ég hana segja neitt ljótt um nokkurn mann og neikvæðni var ekki til í hennar lífi þótt langt væri. Margs er að minnast og þakka fyrir að hafa átt hana að. Ég var eins og farfuglarnir, kom austur í sveitina til ömmu og afa á vorin og fór ekki suður aftur fyrr en hausta tók. Á ég margar yndislegar minningar frá þessum æskuárum og ótrú- legt er að þau skyldu gefa okk- ur barnabörnunum kost á að koma í sveitasæluna á Sig- mundarhúsum. Þau áttu ellefu börn sjálf en samt var enda- laust pláss og þolinmæði fyrir barnabörnin og allt gert fyrir okkur svo okkur liði vel. Miðað við þessa upptalningu gætu flestir ímyndað sér að þau hafi búið í höll en svo var nú aldeilis ekki. Ekkert rennandi heitt vatn, vatnið sem notað var við uppvask og til að þvo okkur börnunum var soðið á sólóelda- vélinni, engin þvottavél allt soð- ið á vélinni í potti, farið svo með allt út í Stóralæk og þvotturinn skolaður þar, farið með allt inn aftur í vindingu og loks út á snúru og girðingu. Aldrei heyrði ég ömmu kvarta um að þetta væri erfitt þó að við vær- um 10-15 í heimili, í dag heitir þetta bændagisting. Alla morgna fengum við heitan hafragraut, súrt slátur og lifr- arpylsu, heimabakað súrbrauð og ekki má gleyma kryddbrauð- inu hennar sem allir elska og þriðji ættliður er farinn að baka og fjórði ættliður farinn að borða. Við krakkarnir eyddum mörgum stundum á klöppunum við veiðar og allur aflinn var nýttur, ufsabollurnar hennar ömmu voru lostæti. Hún amma var ekki bara við sólóeldavélina að steikja kleinur, baka brauð eða elda ofan í marga munna, hún tók fullan þátt í búverk- unum líka. Fim var hún við hrífuna og ekki má gleyma hvað hún var fljót að mjólka kýrnar, og seinni árin var hún dugleg með heklunálina og prjónana sína sem litlir puttar og fætur fengu í jólapakkann. Amma var alltaf svo fín og falleg, hún not- aði hvert tækifæri sem gafst til að klæðast þjóðbúningnum sín- um og var hrókur alls fagnaðar hvert sem hún fór og gleði skein úr andliti hennar. Ég var svo heppin að finna lífsförunaut héðan úr firðinum okkar fagra þannig börnin mín fengu að njóta góðmennsku og hlýju hennar og síðar barnabörnin okkar. Afkomendur ömmu eru orðnir 105 og vissi hún um alla afmælisdaga og fylgdist alltaf vel með sínu fólki, hvar sem það var statt í lífinu. Það verður mér skrítið að geta ekki lengur kallað amma, eins og ég hef gert í rúm fimmtíu ár, en mun ylja mér við síðasta kallið mitt, amma amma heyrirðu í mér, og þú opnaðir aðeins augun fyrir mig á sjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Þetta augnablik er mér dýrmætt eins og allt sem þú hefur gefið mér og mínu fólki í lífinu. Blessuð sé minning henn- ar. Elsku amma, megir þú hvíla í friði. Þín nafna, Guðný Gunnur Eggerts- dóttir og fjölskylda. Olla amma hefur kvatt þetta tilverustig og haldið inn í sum- arlandið bjarta. Þar mun henni fagnað af ástvinum sem sumir kvöddu alltof snemma. Mig langar með fátæklegum orðum að minnast hennar og þakka fyrir það sem ég ekki náði fyllilega að koma orðum að meðan á jarðvist hennar stóð. Olla amma var mér mjög kær og minnisstæð enda stór hluti af mínu uppeldi þar sem ég dvaldi sumarlangt í gegnum flest uppvaxtarárin hjá henni í Sigmundarhúsum. Konan var gerð úr gulli og alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur þá féll henni aldrei verk úr hendi. Hún var alltaf trú sínum og studdi sitt fólk með hverju því sem hún hafði að gefa. Skipti ekki máli hvort það var sem uppalandi eigin barna, af- kvæma þeirra, enn síðar lang- ömmubarna og langalangömmu- barna. Sigmundarhús var eins og margur sveitabær fyrri tíma fullur af lífi og áskorunum. Þarna var yndislegt að vera og þótt heimilið væri stórt og efnin ekki mikil þá leið aldrei neinn skort sem heimsótti ömmu, hvorki veraldlegan né andlegan. Allir nutu ástúðar og umhyggju húsfrúarinnar og hún passaði vel upp á að enginn upplifði sig sem afgangsstærð í leik og starfi. Hennar dagar voru lang- ir og vinnusemi og elja var ein- stök, hún var að frá morgun- mjöltum og þar til síðasti maður gekk til svefns. Alltaf fyrst upp á morgnana og síðust í koju. Umbun hennar lífsstarfs og á hvern hátt mönnum er launað erfiðið fannst mér endurspegl- ast í hamingju hennar með stóðið sitt. Allan þann hóp af fyrirmyndarfólki sem hún hefur átt með einum eða öðrum hætti þátt í að móta. Með fjölskyld- unni leið henni best og hún fór alltaf extra míluna þegar kom að henni. Flest okkar, sem hana nú kveðjum, kannast við að hafa horft á afkvæmi okkar opna gjafir frá gömlu konunni þar sem hún hafði af ástúð og natni lagt sitt í að prjóna flíkur á barnaskarann. Ómældur tími fór í þetta sem hún elskaði að gefa af sér. Ég er ömmu ávallt þakklátur fyrir þá visku, raunsæi, reynslu og ástúð sem hún lagði á vogarskálarnar að koma mér til manns. Hún kenndi manni þann lærdóm að í lífinu eru vandamál ekki vanda- mál heldur tækifæri til að gera betur en áður og hver hindrun á þeirri leið eykur einungis þroska okkar sem einstaklinga. Olla amma var yndisleg kona sem aldrei sáði neinu nema því sem gaf gott af sér og það eru orð að sönnu að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég er innilega þakklátur fyrir hversu hraust og hress hún ávallt var og hversu gott og langt líf hún fékk til að gefa af sér. Á morgun er nýr dagur og er ég þakklátur fyrir það vega- nesti sem hún lét mér í té. Þess fróðleiks og þeirrar visku munu afkvæmi mín fá að njóta, þótt vissulega hefði mér þótt vænna um þau hefðu kynnst henni bet- ur og séð þann persónuleika sem ég kynntist. Amma hefur nú haldið á önn- ur mið. Við vitum í hjarta okkar að hún er og verður ávallt með- al okkar og ætti það að styrkja okkur. Farvel, elsku Olla amma, ég á óteljandi minningar sem ylja hjartarætur og er þakklátur fyrir allt. Gunnar Guðjónsson. Ólöf Guðný Ólafsdóttir ✝ GuðmundurÓlafsson fædd- ist 8. október 1924 á Vatnsenda í Vill- ingaholtshreppi. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 29. október 2017. Foreldrar hans voru Ólafur I. Árna- son f. 20. mars 1900 að Hurðarbaki og Ólöf J. Ólafsdóttir f. 27. júlí 1903 á Mjósundi. Systkini hans voru Guðrún, Áslaug Margrét, Axel Þórir, Unnur og Alexía Margrét. Árni og Jón Ingi lifa systkini sín. Guðmundur giftist 13. maí 1944 Guðrúnu Vigfúsdóttur, f. 4. mars 1924, d. 12. maí 2016. Börn Guðmundar og Guðrúnar eru Vigfús L. Guð- mundsson, Ólöf J. Guðmundsdóttir, Þóra Alexía Guð- mundsdóttir, maki Kristján Imsland, Ingvar Guðmunds- son maki Svava Mathiesen, barna- börnin eru 11 og barnabarnabörnin eru níu. Guðmundur og Guðrún bjuggu allan sinn búskap í Hlíð- unum. Guðmundur starfaði við verslunarstörf alla sína tíð. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 10. nóv- ember 2017, klukkan 13. Elsku afi okkar. Nú er komið að kveðjustund og kveður þú okkur með hlýjum og skemmtilegum minningum. Alltaf fannst þér skemmtilegt að fá okkur í heimsókn. Að koma til þín og ömmu er okkur minnisstætt, þú tókst allt- af svo vel á móti okkur með bros á vör. Ófáar voru stundirnar þar sem við sátum saman yfir fót- boltaleikjum og var mikið rætt og spekúlerað, þú fylgdist vel með boltaíþróttum og hafðir sterkar skoðanir. Ferðirnar í hesthúsið þegar við vorum yngri voru ómetan- legar, þar kenndir þú okkur allt um hestamennsku og skemmti- legast var að fá að fara í reiðtúr með afa. Þú varst með sterkt Valshjarta og var það draumur þinn að sjá okkur spila í Val- streyjunni, loksins varð sá draumur að veruleika. Ekkert gladdi okkur meira en þegar við urðum Íslandsmeistarar með Val í sumar, þessi titill var fyrir þig, afi. Með þessum ljóðlínum kveðj- um við þig, elsku afi. Þú varst einstakur og munt þú alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Þín barnabörn, Klara, Einar Karl og Davíð. Guðmundur ÓlafssonYndislegur eiginmaður minn, WALTER GUNNLAUGSSON, hefur verið lagður til hinstu hvílu í Sóllandinu. Þakka auðsýnda samúð. Innilegt þakklæti til starfsfólks Útfararstofu kirkjugarðanna, Fossvogi, og sr. Þórs Haukssonar fyrir kærleika. Anna Lísa Ásgeirsdóttir Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR KRISTÍNAR GÍSLADÓTTUR, áður til heimilis að Njálsgötu 102. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug. Björgvin Sigurðsson Lilja Leifsdóttir Alda Sigurðardóttir Ómar Kaldal Ágústsson Sigríður Rúna Sigurðardóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, ALFREÐS KRISTJÁNSSONAR frá Hrísey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Eiri. Sigurveig Alfreðsdóttir Gunnar H. Hall Ásta Herdís Hall Einar Guðfinnsson Alfreð Hall Thi Dar Mwe Gunnsteinn Hall Yanan Chen og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.