Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 34

Morgunblaðið - 10.11.2017, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Dr. Bolli Bjarna-son, húð- ogkynsjúkdóma- læknir hjá Útlitslækn- ingu, á 60 ára afmæli í dag. Bolli starfar vítt innan fagsins, við sjúk- lingamóttöku, rann- sóknir og kennslu. Hann starfar mikið við þann þátt húðlækn- inga sem fjallar um lýti eða svokallaðar lýta- húðlækningar en í þeim felast alls kyns fegr- unaraðgerðir á húð. Má þar nefna meðferðir gegn örum, hrukkum, andlitsfellingum, hár- um, æðasliti í andliti og á ganglimum, rósroða, valbrá, húðflúri, slakri húð hvar sem er á lík- amanum, fitufellingum, appelsínuhúð og húð- sliti svo dæmi séu tekin. „Útlitslækning var stofnuð um síðustu aldamót af mér og eiginkonu minni, Ellenu Flosadóttur tannlækni. Við Ellen störfuðum á tveimur ólíkum stöð- um lengi vel en sameinuðum starfsemina nýverið undir eitt þak.“ Í frítíma stundar Bolli helst golf. „Ég hafnaði á Spáni fyrir nokkrum árum í golfskóla fyrir tilstilli vinafólks og þá fór boltinn að rúlla. Síðan höfum við Ellen spilað golf víða og nýtum oft frítím- ann í það. Við komum heim úr golfferð um daginn frá Spáni í tilefni afmæl- is okkar en Ellen verður fimmtug eftir viku. Þannig höldum við saman upp á fimmtugsafmæli hennar og sextugsafmæli mitt.“ Svo má ekki gleyma boltanum, en uppáhaldslið Bolla er íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. „Velgengni liðsins styður mikið al- mennan áhuga á íþróttum. Ég man þegar ég bjó erlendis að fólk sem sagðist ekki hafa áhuga á knattspyrnu var farið að hrópa sem mest og hvetja sitt lið fyrir framan skjáinn þegar landsliðinu gekk vel á stórmóti, nokkuð sem ég vona að verði einnig á Íslandi.“ Bolli er giftur Ellen Flosadóttur, sérfræðitannlækni og dósent við tannlæknadeild HÍ. Börn Bolla eru Gunnlaugur, Fannar og Fjalar. Hann á þrjú barnabörn. Læknir Bolli Bjarnason. Vinnur mikið við að fegra húðina Bolli Bjarnason er sextugur í dag J ensína Andrésdóttir fædd- ist á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur- Barðastrandarsýslu 10. nóvember 1909 og ólst þar upp í foreldrahúsum og mjög stórum systkinahópi. Systkini hennar urðu 14 talsins. Öll þeirra nema eitt náðu fullorðinsaldri og urðu 52-94 ára. Þegar Jensína hleypti heimdrag- anum var hún vinnukona á ýmsum bæjum við Ísafjarðardjúp í tvo vet- ur og síðan víðar. Jensína fór til Reykjavíkur og lærði þar sauma í einn vetur. Hún veiktist alvarlega af mænuveiki árið 1955 og lamaðist þá öðrum megin, náði sér ekki til fulls en gat engu að síður slegið með orfi og ljá í sveitinni. Jensína flutti til Reykjavíkur Jensína Andrésdóttir saumakona – 108 ára Á Hrafnistu Jensína hefur búið á Hrafnistu í Reykjavík í 20 ár og sú elsta sem hefur dvalist á Hrafnistu. Elst núlifandi Íslendinga og er nýhætt að prjóna Fjölskyldan Jensína með foreldrum, móðurafa og yngstu systkinum 1920. Ísafjörður Emma Matthea Hermannsdóttir fæddist 14. október 2016 kl. 17.20. Hún vó 3.025 g og var 47,4 cm löng. Foreldrar hennar eru Tanja Rut Pálsdóttir og Hermann Grétar Jónsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Er bíllinn tilbúinn TUDOR TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR fyrir kuldann í vetur? Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.