Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 35

Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 35
snemma á síðustu öld til að aðstoða systur sína við heimilishaldið þar en systir hennar eignaðist 12 börn. Jensína vann um áratuga skeið hjá nokkrum læknum við að þrífa læknastofur þeirra. Einnig vann hún við þrif á nokkrum heimilum í Reykjavík. Hugur hennar stóð til að læra hjúkrun en aðstæður henn- ar á þeim tíma komu í veg fyrir að sá draumur rættist. Jensína flutti á Hrafnistu í Reykjavík árið 1997 og hefur því átt þar heima í 10 ár. Jensína hefur alltaf prjónað mik- ið, sérstaklega fyrir börn, barna- börn og langömmubörn systra sinna. Hún prjónaði fram að 104 ára aldri og fannst þá súrt í broti að þurfa að leggja prjónana á hill- una. Fjölskylda Systkini Jensínu voru Guðbjörg, f. 21.3. 1893, d. 24.6. 1892; Sig- urbjörn, f. 1.4. 1894, d. 5.8. 1945, bóndi í Djúpadal í Gufudalshreppi; Guðmundur Jóhann, f. 20.4. 1895, d. 11.11. 1968, gullsmiður í Reykjavík; Vilborg, f. 22.5. 1896, d. 23.3. 1967, saumakona í Reykjavík; Sigurður Kristján, f. 28.7. 1897, d. 28.2. 1974, bóndi í Djúpadal; Ólafur, f. 19.9. 1898, d. 13.1. 1974, afgreiðslumaður Akraborgarinnar í Borgarnesi; Val- gerður Elín, f. 17.7. 1902, d. 20.9. 1981, húsfreyja í Fremri-Gufudal og í Reykjavík; Þórður, f. 25.9. 1903, d. 28.9. 1997, bóndi á Hjöllum og á Þórisstöðum í Gufudalshreppi; Jónas Aðalbjörn, f. 27.3. 1905, d. 14.7. 1974, bóndi í Skógum og í Múlakoti í Þorskafirði, síðar í Reykjavík; Herborg, f. 26.7. 1906, d. 20.12. 1978, húsfreyja í Reykja- vík; Kristján Pétur, f. 20.4. 1908, d. 28.7. 1965, bóndi í Miðhúsum í Gufudalshreppi, síðar skósmiður í Stykkishólmi; Fanný Sigurrós, f. 19.3. 1911, d. 6.12. 2005, verkakona í Reykjavík; Ásgerður Aðalbjörg, f. 12.7. 1914, d. 6.11. 1988, verkakona í Reykjavík, og Sigríður, f. 22.10. 1915, d. 4.3. 1997, verkakona í Reykjavík. Foreldrar Jensínu voru Andrés Sigurðsson, f. 29.9. 1868, d. 22.11. 1957, bóndi og oddviti á Hjöllum og á Þórisstöðum í Gufudalshreppi, og k.h., Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 17.4. 1870, d. 30.10. 1949, húsfreyja á Hjöllum og á Þórisstöðum. Jensína fagnar afmæli sínu með vinum og ættingjum á Hrafnistu. Þar hefur enginn náð hærri aldri í 60 ára sögu heimilisins. Jensína Andrésdóttir Valgerður Þórðardóttir húsfr. á Laugarbóli Hafliði Guðmundsson b. á Laugarbóli Valgerður Hafliðadóttir húsfr. á Kleifarstöðum Jón Jónsson b. á Kleifarstöðum í Gufu- dalssveit Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hjöllum og á Þórisstöðum Helga Guðmundsdóttir húsfr. á Galtará Jón Guðnason eldri b. á Galtará í Gufudalssveit Sigurður Kristján Andrésson b. í Djúpadal Guðmundur Jóhann Andrésson gullsm. í Rvík Ásgerður Aðalbjörg Andrésdóttir verkak. í Rvík Fanney Sigurrós Andrésdóttir verkak. í Rvík Kolbrún Jóhannsdóttir húsfr. í Noregi Ólafía Bjarney Ólafsdóttir húsfr. á Breiðabólstað á Fellsströnd Ólafur Andrésson afgreiðslum. Akraborgarinnar í Borgarnesi Kristján Pétur Andrésson b. í Miðhúsum og síðar skósmiður í Stykkishólmi Sverrir Kristjánsson fyrrv. fasteignasali Sigríður Andrésdóttir verkak. í Rvík Lýður Björnsson sagnfr. og rithöfundur Valgerður Elín Andrésdóttir húsfr. í Fremri Gufudal og í Rvík Valbjörn Jón Höskuldsson yfirvélstj. í Kóp. Sigurbjörg G.S. Björns- dóttir bóka- safnsfr. í Kóp. Vilborg Edda Jóhannsdóttir flugfreyja í Rvík Vilborg Andrésdóttir saumak. í Rvík Lydia Edda Thejl húsfr. í Rvík Jónas Aðalbjörn Andrésson b. í Skógum og í Múlakoti í Þorskafirði Ingi Borgþór Jónasson bifvélavirki í Rvík Margrét Bjarnadóttir húsfr. á Veiðileysu og í Kjós Magnús Andrésson b. á Veiðileysu og í Kjós á Ströndum Jóhanna Magnúsdóttir húsfr. í Múla og víðar Sigurður Jónsson b. í Múla í Þorskafirði og á Tindum í Geiradal Vigdís Guðbrandsdóttir húsfr. á Hólum Jón „Hóladýrðin“ Jónsson b. á Hólum í Reykhólasveit Úr frændgarði Jensínu Andrésdóttur Andrés Sigurðsson b. og oddviti á Hjöllum og á Þórisstöðum í Gufudalssveit Sigurdís Haraldsdóttir skrifstofum. í Rvík Jón Sigurður Garðars- son framkv.stj. Kyncera Guðlaug Sigríður Haraldsdóttir húsfr. í Kóp. Herbjörg Andrésdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Haraldsson símvirki í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is Baðvö rur HOTELREKSTUR ALLT Á EINUM STAÐ Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. 108 ára Jensína Andrésdóttir 95 ára Þorsteinn Kristjánsson 90 ára Anna Sveinsdóttir Þorbjörg Sveinsdóttir 85 ára Aðalheiður Jónsdóttir Einar Frímannsson Gréta Bentsdóttir Gunnar Valgeir Sigurðsson Gunnlaugur Indriðason Hreinn Jónsson María Steinunn Gísladóttir 80 ára Halla Valgerður Stefánsdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jóhannes Johannessen Petrína Rósa Ágústsdóttir Theódór Árnason 75 ára Elsa Gjöveraa Guðlaugur Ólafsson Jens Eiríkur Helgason Jóhanna Birna Sigurðard. 70 ára Birgir J. Sigurðsson Erna Kristín Júlíusdóttir Fjóla Jónsdóttir Guðlaugur Þórisson Guðmundur Hjörleifsson Helga Bjarnadóttir Herdís Petrína Pálsdóttir Jón Kristján Hannesson Karl Þórhalli Haraldsson Margrét Jóhannsdóttir Ragnar Gylfi Einarsson 60 ára Bolli Bjarnason Estiva Birna Björnsdóttir Guðrún Gísladóttir Gunnar Egilsson Hallur Birgisson Stefán Jóhann Björnsson Svava Kristbjörg Héðinsd. Teresa Slabinska Vigdís Birna Sveinsdóttir 50 ára Hallgrímur O. Halldórsson Jóhann Brimir Benónýsson Jón Veigar Ólafsson Marteinn Kristjánsson Sigríður Hrefna Sigurðard. Soffía Ólafsdóttir Þórey Erla Gísladóttir 40 ára Anna Dúna Steinarsdóttir Ágústa Rós Árnadóttir Bryan James Anselmo Elísabet Svanlaug Ágústsd. Guðrún Kristjánsdóttir Lára Björk Einarsdóttir Margrét Gígja Ragnarsd. Selma Svavarsdóttir 30 ára Alexander Arndísarson Arnar Björnsson Ásgerður M. Þorsteinsd. Brynjar Björnsson Elvar Orri Hreinsson Heiðrún Halldórsdóttir Helga Lóa Kristjánsdóttir Hjalti A. Sigurbjörnsson Hjördís Þórey Sturludóttir Hrund Hermannsdóttir Kári Björn Þorleifsson Kristinn Arnar Svavarsson Leifur Ingi Vilhelmsson Sindri Njáll Hafþórsson Valgerður Guðrún Valsd. Þóra Margrét Sveinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Helga Lóa ólst upp í Kópavogi, býr í Reykjavík og er tölvunar- fræðingur hjá 365. Maki: Valgerður Jóhanns- dóttir, f. 1988, sjúkraþjálf- ari. Systir: María, f. 1982. Foreldrar: Sjöfn Sigþórs- dóttir, f. 1956, hjúkr- unarfræðingur, og Krist- ján Gunnarsson, f. 1956, fjármálastjóri hjá Reykja- víkurborg. Helga Lóa Kristjánsdóttir 30 ára Kristinn ólst upp í Þorlákshöfn og á Selfossi, býr í Reykjavík, lauk at- vinnuflugmannsprófi frá Keili og er flugmaður hjá Icelandair. Maki: Kristrún Gúst- afsdóttir, f. 1985, deild- arstjóri á leikskóla. Sonur: Bjarki, f. 2016. Foreldrar: Svavar Stef- ánsson, f. 1949, og Auður Björk Kristinsdóttir, f. 1951, sérkennari. Þau búa í Reykjavík. Kristinn Arnar Svavarsson 30 ára Hjördís ólst upp á Húsavík, er nýflutt þang- að aftur og vinnur nú verslunarstörf í Heima- bakaríi á Húsavík. Börn: Eydís Lára Munro, f. 2008, og Árni Þór Þór- isson, f. 2014. Foreldrar: Lára Sig- þrúður Sigurðardóttir, f. 1963, starfsmaður við Heimabakarí, og Sturla Þorgrímsson, f. 1955, sjó- maður. Þau eru búsett á Húsavík. Hjördís Þórey Sturludóttir  Edda Óskarsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í menntavísindum við Kennaradeild, Menntavísindasviði Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Skipulag stuðnings í skóla án aðgrein- ingar: fagleg sjálfsrýni (Constructing support as inclusive practice: A self- study). Aðalleiðbeinandi var dr. Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, með- leiðbeinandi var dr. Deborah Tidwell, prófessor við University of Northen Iowa. Hér er um að ræða rannsókn á og rannsókn í starfi Eddu sem deild- arstjóra stoðþjónustu í grunnskóla. Megintilgangur rannsóknarinnar var að umbreyta skipulagi stoðþjónustu í ein- um grunnskóla, þannig að stuðningur yrði án aðgreiningar, auk þess að öðl- ast dýpri skilning á hlutverki deild- arstjóra stoðþjónustu í starfi við að efla forystu og samstarf. Nýttar voru aðferðir faglegrar sjálfsrýni við rann- sóknina til að öðlast skilning á breyt- ingaferlinu og hlutverki forystu í starfi og var rannsókninni skipt í þrjú skeið; undirbúningsskeið, framkvæmdaskeið og ígrundunarskeið. Á undirbúningsskeiðinu voru tekin viðtöl við stjórnendur, kennara, starfs- fólk stoðþjónustu og námsráðgjafa í skólanum til að öðlast innsýn inn í skilning þeirra á skóla án aðgrein- ingar og hug- myndir þeirra um stoðþjónustuna og samstarf. Á framkvæmdaskeiðinu vann Edda að breytingum á skipulagi stoðþjón- ustunnar samkvæmt framkvæmda- áætlun og skráði í rannsóknardagbók. Einnig tók hún viðtöl við mæður nokk- urra barna í skólanum, nemendur og stuðningsfulltrúa og gerði verkefni með nemendum. Á ígrundunarskeiðinu rýndi Edda í það sem hún hafði lært á rannsókninni í þeim tilgangi að greina gögnin og skilja þróun hennar í starfi og hugsun. Niðurstöðurnar sýna að það reyndist ekki auðvelt að ná markmiðum verk- efnisins varðandi umbreytingu á stoð- þjónustunni. Stærsta áskorunin reyndist vera að breyta orðræðu fötl- unar, meðaumkunar og læknisfræði sem stýrði hugarfari Eddu og annarra og setti mark sitt á hvernig stoðþjón- ustunni var háttað. Edda Óskarsdóttir Edda Óskarsdóttir (f. 1968) starfar í hlutastarfi við Evrópumiðstöð um sérkennslu og skóla án aðgreiningar (European Agency for Special Needs and Inclusive Educa- tion) auk þess sem hún starfar á Menntavísindasviði. Edda lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1990 og MA í sérkennslu frá University of Oregon 1993. Edda er gift Ólafi Andra Ragnarssyni og á þrjár dætur og eina stjúpdóttur. Doktor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.