Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 39

Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2017 Móðir sem yfirgefur börnsín er útgangspunkturJóns Kalmans Stef-ánssonar í nýrri skáld- sögu, Sögu Ástu. Hann byggir laus- lega á ævi ömmu sinnar sem framkvæmdi einmitt þennan sam- félagslega ófyrirgefanlega verknað – en þó er þetta ekki saga hennar eða fjölskyldunnar. Fremur nýtir Jón Kalman sér ákveðna þætti úr ætt- arsögu sinni í áframhaldandi rann- sókn á fjölskyldutengslum og því hvernig einstakir atburðir endur- óma gegnum kynslóðir og marka manneskjur út yfir gröf og dauða. Í síðustu bókum sínum, Fiskarnir hafa enga fætur og Eitthvað á stærð við alheim- inn, fjallaði hann m.a. um mæður sem missa börnin sín eða deyja frá þeim. Hér eru það mæður sem yfirgefa börnin sín, sársaukinn ekki minni, hvorki fyrir mæðurnar né börnin. Hér sem fyrr skiptir kær- leikurinn öllu máli og stærsta eftir- sjáin sú að hafa ekki elskað meira, sagt það og sýnt. Sagan hefst á getnaði Ástu en um leið augnablikinu þegar Sigvaldi, faðir hennar, fellur úr stiga rúmum 30 árum síðar. Þar með er tónninn sleginn í þessari brotakenndu frá- sögn sem sveiflast frá Sigvalda og Helgu, móður Ástu, til Ástu á hinum ýmsu æviskeiðum, til Sigvalda á efri árum og seinni konu hans og síðast en ekki síst til höfundarins sem berst við að koma sögu Ástu á blað, höfundur sem sjálfur er tengdur Ástu. Þessi frásagnarmáti gengur gríðarlega vel upp, bæði magnast spennan eftir því sem sagan er smátt og smátt afhjúpuð og ekki síð- ur virka hin ólíku sjónarhorn af- skaplega vel saman og bæta hvert annað upp. Sögusviðið er Reykjavík laust eft- ir miðbik síðustu aldar og fram til dagsins í dag – þó með viðkomu í Vín, París og ekki síst á Vest- fjörðum. Þangað er Ásta send sum- arlangt í einangraða sveit eftir að hafa nefbrotið skólabróður sinn sem reyndi að nauðga henni. Afleiðingar ofbeldisins sem Ásta verður fyrir af höndum skólabróður síns, Jóa, eru fimlega ofnar inn í atburðarásina. Höfundur rekur líðan Ástu ekki af þekkingu og skilningi nútímans heldur birtast okkur tilfinningar ungrar stúlku sem fær engan botn í tilveruna. Þegar hún fellir hug til Jósefs, unga drengsins sem starfar með henni á sveitabænum, á hún af- ar erfitt með að henda reiður á til- finningum sínum: úr því þetta fór svona með Jóa þá hlýtur þetta líka að enda illa með Jósef, hvernig getur hún nokkurn tíma treyst eigin hjarta aftur – hvað þá karlmanni? Einnig er sannfærandi og hjartaskerandi hvernig viðbrögð hennar við viðmóti karlmanna litast af þessu fram eftir öllu, sem og viðbrögð karlmanna við henni: „Þú átt eftir að komast langt á píkunni“ (bls. 426) segir barnsfaðir hennar við hana og orðin enduróma alla bókina. Eftir að móðirin yfirgefur börnin, gengur út úr íbúðinni og lífi þeirra allra, heyrir fullorðin kona sem vinn- ur við skúringar skammt frá sáran barnsgrátinn, gengur á hljóðið og finnur barnið sársvangt og bleyju- brunnið í vöggunni. Hún fóstrar Ástu og elskar hana skilyrðislaust alla tíð. En þegar Ásta verður eirðarlaus unglingur breytist sam- band þeirra og táningurinn skamm- ast sín skyndilega fyrir ómenntaða, bláfátæka skúringakonuna. Og í hjarta sínu er Ásta viss um að sveitavistin sé ekki refsing fyrir hortugheit í skólanum eða það að hún skyldi nefbrjóta Jóa – heldur þessi hræðilegu svik við fóstru sína. Svik sem hún nær aldrei að bæta fyrir. „Of seint. Sum orð hafa helvít- isvist í för með sér.“ (bls. 41) Skáldið sem er að skrifa sögu Ástu kemur sér fyrir í afskekktu húsi á Ströndinni til að skrifa í friði en á í samskiptum við nágranna sinn, bóndann/ferðafrömuðinn Þor- lák (sem raunar heitir Þorkell síðar í bókinni). Hér er ekki laust við að höfundur geri grín að rithöfundar- sjálfi sínu – fram kemur að bóndinn gefi nú lítið fyrir bækur höfundar en segir Árelíu konu sína vera mikinn aðdáanda. Hér má með lagni lesa um það skáld sem hefur orðið samtíma- höfundum yrkisefni, t.d. í Kötu Steinars Braga. Rómantíska skáldið sem miðaldra konur – og raunar konur á öllum aldri sækja huggun í. Kunnuglegar, fallegar, stundum há- fleygar lýsingarnar á landslagi og hjörtum mannanna finnast hér eins og í öðrum verkum höfundar – en stundum er eins og Jón Kalman sé meðvitaður um arfleifð sína og skrifi kankvís inn í hana: „Því hefur verið haldið fram að Vestfirðir líkist fremur tónverki en landslagi og því til lítils að lýsa þeim í orðum, lúnum og eyddum af mörg- þúsund ára notkun. Ég get þar af leiðandi sparað mér ómakið að lýsa landslaginu í kringum Ástu og grábláa, skælda Landroverinn sem erfiðar, spólar og ekur í gegnum vordaginn, hvernig sumir fjarðanna opnast líkastir ópi móti djúpu íshaf- inu, sumir eins og þögul heift, aðrir kyrrlátt andvarp, en flestir kannski allt þetta.“ (bls. 53) En meira að segja í skáldsagna- Íslandi Jóns Kalmans þar sem firð- irnir eru djúp óp hefur ferðamanna- iðnaðurinn náð fótfestu. Sveita- mennirnir eru ekki á eitt sáttir um hvort það sé illt eða gott en Þorlák- ur/Þorkell nágranni höfundarins er loksins að græða með því að selja túristum íslenska einangrun og gleðst yfir því að fá rithöfund í safn- ið: „Ég get hvorki boðið upp á lunda né Björk, en það er flott að hafa rit- höfund, það slær alveg út heitan pott og stjörnuhrap! Ég get hiklaust rukkað þá um extra 10% með nær- veru þinni. Hefur ekki eitthvað verið þýtt eftir þig, hvar get ég keypt það? Ég segi þeim að þú sért að skrifa skáldsögu um Ísland og hraunið. Já, náttúrulega hafið líka, sjómennsku á opnum bátum. Þeir verða alveg thrilled! Hvað ertu annars að sýsla?“ (bls. 71) Undir lok bókar gerir bóndinn höfundinum svo tilboð sem hann getur ekki hafnað. Hann fær að búa frítt í gamla vitahúsinu og skrifa gegn því að þegar hann er fjarver- andi megi bóndinn ganga þar í gegn með ferðamannahópa og sýna þeim hvar og hvernig alvöru íslenskur rit- höfundur vinnur. Í þessum skemmti- lega gjörningi teymir höfundurinn lesandann heilan hring og dregur upp mynd sem lýsir vel okkar flóknu afstöðu gagnvart landinu, ferða- mannaiðnaðinum og skáldskapnum – allt í einni hendingu. En í sögunni finnst líka annar höf- undur, bróðir Sigvalda, ljóðskáld sem hefur gefið út sex bækur (órím- aðar, Sigvalda til hrellingar) sem seljast ekkert og tollir hvergi í vinnu. Hann er nú að reyna að skrá- setja æviminningarnar og það veld- ur Sigvalda áhyggjum – af því þótt bróðirinn kunni að orða hlutina þá er minnið svo brigðult. Sterkasta minn- ing þeirra bræðra er þó sameiginleg. Þegar faðirinn lá banaleguna, öskrandi af kvölum í hjónarúminu og eldri bróðirinn hélt utan um þann yngri í barnarúminu í næsta her- bergi og hughreysti hann. Á óvæntu fylliríi í Noregi snertir bróðirinn í fyrsta sinn á þessari sameiginlegu minningu og opinberar þá martröð sína að eldri bróðir sinn muni ekki eftir eða kannist ekki við þessa ör- lagaríku stund sem í huga hans er sú allra mikilvægasta. Hræðilegasta en jafnframt fallegasta minning barn- æskunnar, ástin milli bræðranna blönduð skelfingunni yfir deyjandi föðurnum. Þessi magnaða mynd kristallar á margan hátt það besta í höfundarverki Jóns, hinn óhugnan- lega stutta veg milli þess fegursta og þess skelfilegasta – milli lífsins og dauðans, ástar og hyldýpis. En um leið hvernig ástin sigrar alltaf þegar þessar andstæður takast á. Morgunblaðið/Einar Falur Jón Kalman Frásagnarmátinn gengur „gríðarlega vel upp, bæði magnast spennan eftir því sem sagan er smátt og smátt afhjúpuð og ekki síður virka hin ólíku sjónarhorn afskaplega vel saman og bæta hvert annað upp“. Ástin sigrar alltaf Skáldsaga Saga Ástu bbbbb Eftir Jón Kalman Stefánsson. Benedikt, 2017. Innb., 443 bls. MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR BÆKUR Elly (Stóra sviðið) Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 17/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Stjarna er fædd! Guð blessi Ísland (Stóra sviðið) Sun 26/11 kl. 20:00 9. s Fim 30/11 kl. 20:00 10. s Fim 7/12 kl. 20:00 11. s Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega. Kartöfluæturnar (Litla sviðið) Fim 16/11 kl. 20:00 16. s Þri 21/11 kl. 20:00 aukas. Þri 28/11 kl. 20:00 aukas. Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Natan (Litla sviðið) Þri 14/11 kl. 20:00 aukas. Lau 25/11 kl. 20:00 8. s Fim 7/12 kl. 20:00 10. s Fös 17/11 kl. 20:00 7. s Sun 26/11 kl. 20:00 9. s Hvers vegna drepur maður mann? Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 10/11 kl. 20:00 1. s Mið 22/11 kl. 20:00 7. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Lau 11/11 kl. 20:00 2. s Fim 23/11 kl. 20:00 8. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Sun 12/11 kl. 20:00 3. s Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Mið 15/11 kl. 20:00 4. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Sun 10/12 kl. 20:00 16. s Lau 18/11 kl. 20:00 5. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Sun 19/11 kl. 20:00 6. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Draumur um eilífa ást Úti að aka (Stóra sviðið) Lau 11/11 kl. 20:00 6. s Lau 25/11 kl. 20:00 Lokas. Sprenghlægilegur farsi! Allra síðustu sýningar. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 25/11 kl. 13:00 1. sýn Lau 2/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 10/12 kl. 13:00 5. sýn Sun 26/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 3/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 17/12 kl. 13:00 6. sýn Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 12/11 kl. 13:00 50. s Sun 3/12 kl. 13:00 53. s Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 19/11 kl. 13:00 51. s Sun 10/12 kl. 13:00 54. s Sun 26/11 kl. 13:00 52. s Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. GUÐ BLESSI ÍSLAND ★★★★★ Fréttablaðið Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 12/11 kl. 16:00 Sun 26/11 kl. 17:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 19/11 kl. 13:00 Lau 30/12 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Fös 10/11 kl. 20:00 HOF Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 15.sýn Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/12 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Fim 7/12 kl. 19:30 Auka Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Mið 29/11 kl. 19:30 Auka Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/12 kl. 19:30 12.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Smán (Kúlan) Lau 2/12 kl. 17:00 16.sýn Lau 9/12 kl. 17:00 18.sýn Sun 3/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 10/12 kl. 19:30 19.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00 Mið 13/12 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00 Mið 6/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 25/11 kl. 11:00 291.sýn Sun 3/12 kl. 11:00 298.sýn Lau 16/12 kl. 11:00 307.sýn Lau 25/11 kl. 13:00 292.sýn Sun 3/12 kl. 13:00 299.sýn Lau 16/12 kl. 13:00 308.sýn Sun 26/11 kl. 11:00 293.sýn Lau 9/12 kl. 11:00 301.sýn Sun 17/12 kl. 11:00 310.sýn Sun 26/11 kl. 13:00 294.sýn Lau 9/12 kl. 13:00 302.sýn Sun 17/12 kl. 13:00 311.sýn Lau 2/12 kl. 11:00 295.sýn Sun 10/12 kl. 11:00 304.sýn Lau 2/12 kl. 13:00 296.sýn Sun 10/12 kl. 13:00 305.sýn Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 11/11 kl. 13:00 Lau 18/11 kl. 13:00 Lau 11/11 kl. 15:00 Lau 18/11 kl. 15:00 Brúðusýning Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 10/11 kl. 22:00 Lau 11/11 kl. 22:00 Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 10/11 kl. 19:30 57.sýn Fim 16/11 kl. 19:30 Auka Sun 19/11 kl. 19:30 62.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 58.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 60.sýn Sun 12/11 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 61.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.