Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 44

Morgunblaðið - 10.11.2017, Side 44
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Dæmd til að búa í myrkri 2. Andlát: Atli Steinarsson 3. Andlát: Eggert Þorfinnsson 4. Talinn hafa nauðgað börnum sínum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tríó Reykjavíkur heldur tónleika í hádeginu í dag, kl. 12.15, á Kjarvals- stöðum og á efnisskránni verða tvö verk eftir Jóhannes Brahms. Fyrra verkið er sónötuþáttur fyrir fiðlu og píanó og hið seinna tríó fyrir horn, fiðlu og píanó. Flytjendur eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Rich- ard Simm píanóleikari. Sérstakur gestur tríósins að þessu sinni er bandaríski hornleikarinn Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ernir Brahms í hádeginu  Myndlistarsýn- ingin Díana, að ei- lífu verður opnuð í dag kl. 17 í gall- eríunum Ekkisens og Gallery Porti. Sýningin er sam- sýning 12 lista- manna sem allir fjalla um Díönu prinsessu. Einnig verður haldið gjörningakvöld tengt sýningunni 18. nóvember kl. 19 í Mengi. Sýningarstjórar eru Auður Lóa Guðnadóttir, Starkaður Sigurð- arson og Andrea Arnarsdóttir. Samsýning um Díönu Verk KverK í Mengi  Tónlistarmaðurinn KverK, sem er listamannsnafn Tom Manoury, og Edda Erlendsdóttir píanóleikari halda tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Edda mun flytja verk KverK, Yrkjum fyrir píanó og rafhljóð. KverK forritar raf- eindahljóðfæri með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga, vinnur úr hljóðum frá litlum hjóðfærum og blásturs- hljóðfærum. Á laugardag Norðan 5-10 m/s, en 10-15 með austurströndinni. Snjókoma norðantil á landinu, en léttskýjað syðra. Heldur hægari og úrkomuminna seinnipartinn. Víða frost, 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í norðvestan 18-25 m/s austast og él norðaustan- og suðvestanlands, en snjókoma um landið norðan- vert í kvöld, annars þurrt. Hiti um og undir frostmarki. VEÐUR Stjarnan á erfitt verkefni fyrir höndum í Tékklandi í næstu viku eftir 2:1-tap gegn Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik lið- anna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Samsung- vellinum í gærkvöldi. Lára Kristín Pedersen jafnaði metin í seinni hálfleiknum en Tékkarnir skoruðu sig- urmarkið úr vítaspyrnu rétt á eftir. »2-3 Erfitt verkefni bíður Stjörnunnar Íslenska U21-landsliði karla í knatt- spyrnu tókst vel að halda ungstirnum kollega sinna frá Spáni í skefjum þeg- ar liðin mættust í Murcia í gærkvöld, í undankeppni EM. Í liði Spánar voru meðal annars þrír leikmenn Evrópu- meistara Real Madrid, en í liði Íslands sex leikmenn 19 ára eða yngri. Spán- verjar unnu 1:0 en Ísland var hárs- breidd frá því að jafna í lokin. »4 Ungstirni Spánar fengu ekki að skína glatt ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Örplast í sjónum, flóðið sem skall á þjóðvegi 1 á dögunum og hvernig á að endurnýta vatn í þvottavélum eru rannsóknarverkefni sem nemendur í 7. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar reyna að leysa í tækni- og hönnunar- keppninni First Lego League sem fer fram á morgun. Hátt í 200 grunnskólanemendur í 21 liði frá 18 skólum eru skráðir til þátttöku í keppninni þar sem þau þurfa að spreyta sig á forritun, rann- sóknarverkefnum, teymisvinnu og vélmennakappleik. Þema keppninnar í ár er vatn og þurfa þátttakendur að forrita vélmenni úr tölvustýrðu legói sem á að leysa þrautir tengdar vatn- inu. Allur 7. bekkur er með Grunnskóli Hornafjarðar hefur tekið þátt í First Lego League frá upphafi og sendir nú þrjú lið. „Við höfum haft það fyrir reglu í nokkur ár að senda alltaf einn árgang, allan 7. bekk. Það eru nú 24 krakkar, sem skiptast í þrjú lið,“ segir Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri. „Þetta er gríðarlega flott og lær- dómsríkt verkefni. Nemendurnir læra forritun og þurfa að takast á við vandamál, læra að afla upplýs- inga og koma með hugmyndir að lausnum, vinna saman sem hópur og halda utan um hvernig þau vinna. Þau þurfa síðan að útskýra vinnuna og keppa með vélmenn- um og á bak við þau liggur heilmikil forrit- unarvinna og þjálfun,“ segir Þórgunnur. Nem- endunum finnist und- antekningalaust öllum gaman að taka þátt í keppninni. „Við byrjum aðeins að kynna þeim þetta í 6. bekk, aukum tæknivinnu og forritun, svo þau koma aðeins und- irbúin í 7. bekk. Við höfum líka notað legó mikið í nýsköpunarvinnuna hjá okkur sem við byrjum á í 4. bekk. Krökkunum finnst þetta skemmti- legt og læra helling á þessu.“ Stigvaxandi áhugi Guðrún Bachmann, framkvæmda- stjóri First Lego League-keppninnar á Íslandi, segir að síðan fyrsta keppnin var haldin árið 2005 hafi áhuginn farið stigvaxandi. „Það er mikill áhugi á að taka þátt í keppn- inni og við höfum velt því fyrir okk- ur, til þess að keppnin geti stækkað eins mikið og áhuginn bendir til, að skipta henni upp í landshlutakeppnir og vera síðan með úrslitakeppni að lokum. Ég held að það gefi miklu fleirum tækifæri til að vera með. Þetta er keppni sem reynir á svo marga ólíka þætti og liðin þurfa að vera samsett af nemendum með alls konar hæfni.“ First Lego League er alþjóðleg keppni og sigurliðinu gefst tækifæri til að taka þátt í keppninni First Lego League Scandinavia sem fer fram í Osló í desember. Meirihluti liðanna sem keppa á morgun er úr landsbyggðarskólum. Spurð hverju það sæti segir Guðrún margt geta komið til. „Í minni ein- ingum er kannski meiri sveigjanleiki til að gefa rými fyrir undirbúninginn og kennararnir meðvitaðri um að grípa öll tækifæri til að víkka út starfið. Í stærri samfélögum er kannski meira framboð af öllu mögu- legu. Við sjáum líka að þeir skólar sem byrja að taka þátt í keppninni halda áfram ár eftir ár.“ Lærdómsríkt legóverkefni  First Lego League-keppnin fer fram á morgun Ljósmynd/Grunnskóli Hornafjarðar Lærdómur Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar skipa þrjú lið í First Lego League-keppninni í ár. Þau hafa undirbúið sig vel undir stjórn umsjónarkennara síns, Guðjóns Arnar Magnússonar. Legókeppnin fer fram í Há- skólabíói á morgun, laugardag, frá kl. 12:30 til 15:30. Á sama tíma verður boðið upp á fjöl- skylduskemmtun í anddyri Háskólabíós. Meðal annars verður vatn þar til umfjöll- unar í anda keppninnar og fyr- irtækið Krumma býður gestum að glíma við legóþrautir, rafknú- inn kappakstursbíll Team Spark verður til sýnis og Vísinda- smiðjan verður opin. Margt í boði FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Verðlaunabikarinn Gerður úr legói. ÍR og Tindastóll eru í tveimur efstu sætum Dominos-deildar karla í körfu- knattleik eftir að hafa unnið góða úti- sigra í Þorlákshöfn og Keflavík í sjöttu umferð deildarinnar í gær- kvöld. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum og það er ár og dagur síðan gamla stórveldið ÍR hefur verið á toppi efstu deildar. Haukar unnu öruggan sigur á Hetti og Njarð- víkingar lögðu Þór að velli á Akureyri. »2-3 ÍR og Tindastóll eru í toppsætunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.