Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 1

Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. D E S E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  299. tölublað  105. árgangur  S T Y R K TA R F É L A G L AMAÐ R A O G FAT L A Ð R A RU G- H & B Õ Ö G Â Sölutímabil 6. – 20. desember Gluggagægir kemur í kvöld 4 jolamjolk.is dagar til jóla MANNI ENDIST VARLA ÆVIN – TIL AÐ DEYJA MEÐ EYRA FYRIR MET- SÖLULÖGUM SKRIFAR LÍKA FYRIR UNDIR- VITUNDINA ÍSLENZKIR TÓNAR 12 ODDNÝ EIR ÆVARSDÓTTIR 34ÓSÓMALJÓÐ 41 Hallveig Andrésdóttir, fulltrúi íbúa í Furugerði, segir borgina ekki hafa haft neitt samráð við íbúa vegna fyrirhugaðra fjölbýlishúsa við Bú- staðaveg. Þau muni rýra verðmæti íbúða. Uppbyggingin er hluti af þeirri stefnu núverandi borgaryfirvalda að þétta byggð meðfram helstu umferð- aræðum. Með því á að treysta grund- völl fyrirhugaðrar borgarlínu. Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að árið 2007 hafi fyrirspurn um fjöl- býlishús á lóðinni verið svarað nei- kvætt. Hvorki hafi verið talið mögu- legt „að koma fyrir íbúðarbyggingu á þessari lóð“ né „að hægt væri að upp- fylla ýtrustu hljóðvistarkröfur. Nú hafa forsendur breyst og er fyrir- spurn í samræmi við stefnu aðal- skipulags um þéttingu byggðar“. Um 50 þúsund bílar á dag Lóðin er við Bústaðaveg, eina fjölförnustu götu borgarhlutans. Fram kom í Morgunblaðinu í haust að umferð á höfuðborgarsvæðinu mældist 19,4% meiri í október en í sama mánuði 2007. Skv. skýrslu Mannvits um almenningssamgöngur fóru 48.500 bílar um Bústaðaveg á dag 2015. Með aukinni umferð hefur talan líklega hækkað. baldura@mbl.is »6 Var hafnað vegna hávaða  Íbúar í Furugerði mótmæla áformum við Bústaðaveginn  Uppbyggingin var ekki leyfð 2007 vegna hávaða frá götu Drög Hugmynd að hjólastíg og þrengingu á hluta Bústaðavegar. Teikning/Arkís Einn af ævintýrastöðum aðventunnar í höfuðborginni er skautasvellið á Ingólfstorgi, sem símafyrirtækið Nova stendur fyrir. Þangað hafa margir komið síðustu daga og skemmt sér vel, eins og þessir strákar gerðu í gær. Við ljósum prýtt torgið er jólamarkaður og ýmsir viðburðir eins og raunar eru um alla borg og bæi landsins – nú þegar hátíðin er að ganga í garð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skautaleikur á Ingólfstorgi er ævintýri á aðventunni Strákarnir brunuðu á ísnum í miðborginni Guðmundur Magnússon Höskuldur Daði Magnússon Magnús Heimir Jónasson Það mikla magn fjár og fíkniefna sem lögreglan lagði hald á við hand- töku á þremur Pólverjum sem eru grunaðir um stórfelldan fíkniefna- innflutning og peningaþvætti sýnir hversu stór fíkniefnamarkaðurinn er orðinn hér á landi. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar afbrotafræð- ings. Hann segir umfangið staðfesta að fíkniefnaneysla sé ekki lengur bundin við jaðarhópa hér. Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla kyrrsetti fasteignir og lagði hald á hlutabréf, fjármuni og bíla að verðmæti 200 milljónir króna. Götuverðmæti fíkniefnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna. Íslenskir bankar hafa brugðist við auknum tilraunum til fjársvika og peningaþvættis að undanförnu. Í Landsbankanum hefur verið fjölgað sérhæfðu starfsfólki sem annast eft- irlit auk reglulegra tilkynninga til peningaþvættisskrifstofu og sam- skipta við lögreglu. Þá hefur verið fjárfest í tölvukerfum sem gera eft- irlit og áhættumat með slíkum mál- um skilvirkara. Rafrænt eftirlits- kerfi bankans greinir óeðlilegar færslur og kannar hvort viðskipti tengist aðilum á válistum. Rannsókn málsins miðar vel að því er Grímur Grímsson yfirlög- regluþjónn sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Yfirheyrslur yfir mönnunum hafa gengið ágætlega. Gæsluvarð- hald yfir þeim rennur út á föstudag en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á áframhaldandi varðhald,“ segir Grímur við Morgunblaðið. Hann staðfesti að fleiri tengdust málinu en þeir þrír sem eru í gæslu- varðhaldi. „Það liggur ljóst fyrir að við handtókum fimm menn og þess- ir tveir sem ekki eru í varðhaldi eru með réttarstöðu grunaðs manns. Ég get ekki sagt meira á þessu stigi.“ Grímur vildi ekki staðfesta að lagt hefði verið hald á tölvu eða gögn bókara mannanna. „Það var farið í húsleitir og lagt hald á ým- islegt. Þar með talið rafræn gögn. Hvað nákvæmlega vil ég ekki fara út í.“ Bankar grípa til varna gegn peningaþvætti  Bankar fjölga sérhæfðu starfsfólki  Umfangið innsýn í undirheimana MUpphæðirnar gefa sýn »6 Ótrúlegt umfang » Lögregla lagði hald á fimm bíla, innistæður í bönkum og eignarhluti í fyrirtækjum. » Lagt var hald á amfetamín- basa sem hefði mátt framleiða 50-80 kíló af amfetamíni úr. » Lagt var hald á MDMA-duft sem hefði getað skilað 26 þús- und e-töflum. » Götuverðmæti fíkniefnanna metið á um 400 milljónir.  Með nýjum úrskurði kjararáðs hækka árslaun biskups úr 15,28 milljónum í 18,64 milljónir. Það samsvarar 22% launahækkun. Með því hækka árslaunin um 3,35 millj- ónir. Hækkunin er afturvirk frá 1. janúar á þessu ári og verða laun biskups leiðrétt sem þessu nemur. Þá hækka grunnlaun presta um allt að 26% og verða allt að 810 þús- und kr. Við það bætast auka- greiðslur. Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, hafði ekki á takteinum hversu mikið heildar- laun vígslubiskupa hækka með nýja úrskurðinum. Grunnlaunin eru eft- ir hækkun um 1,024 milljónir á mánuði. Kjararáð úrskurði jafn- framt um laun forseta, varaforseta og dómara við Landsrétt. »2 Heildarlaun biskups Íslands hækka um 22% milli ára  Skipulagsstofnun er með til skoð- unar drög að matsáætlun fyrir allt að 20 þúsund tonna laxeldi í innan- verðum Eyjafirði. Að baki áform- unum stendur fyrirtæki sem vinnur að þróun lokaðra sjókvía og er byrj- að að framleiða í þeim lax í Norður- Noregi. AkvaFuture ehf., sem er íslenskt dótturfélag AkvaDesign, sækir um leyfið í Eyjafirði. Poki sjókvíanna sem dótturfélög AkvaDesign nota er úr trefjaplasts- dúk í stað opins nets í hefðbundnum sjókvíum. Hægt er að stýra lífrík- inu í kvínni, meðal annars með straumum, og nota lúsfrían sjó. Þá er allur fastur úrgangur tekinn úr kvíunum og minni hætta er talin á slysasleppingum. »16 Kvíar Lax er framleiddur í lokuðum sjókví- um AkvaFuture í Noregi. Vilja nota lokaðar sjókvíar í Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.