Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 4

Morgunblaðið - 20.12.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. „Við erum komin á beinu brautina aftur,“ segir Guðjón Argrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Samn- ingar í kjaradeilu flugvirkja hjá fé- laginu og viðsemjenda þeirra náðust í fyrrinótt, en verkfall hafði þá stað- ið í 46 klukkustundir. Starfsemi fé- lagsins komst með því aftur í samt horf. Evrópuvélarnar flugu utan strax um morguninn þótt ekki væru allar á áætlun. Þegar leið á daginn náðu hlutirnir svo jafnvægi og flug vestur um haf síðdegis var á réttu róli. Verkfallið stóð sunnudag og mánudag og á þeim tíma voru alls 122 ferðir á uppsettri áætlun Ice- landair. Alls 64 þeirra ferða þurfti að fella niður og náði það til þús- unda flugfarþega, sem ýmist fengu far með öðrum félögum, breyttu áætlunum sínum eða fengu farmiða sinn endurgreiddan. Enn hefur ekki verið metið hjá Icelandair hver áhrifin voru af verkfallinu á starf- semi félagsins, s.s. beinn kostnaður. Flug Icelandair er „komið á beinu brautina aftur“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Icelandair Áætlun félagsins, sem er með um 30 þotur, er komin í lag.  Áhrif verkfalls- ins enn ekki metin Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Í kjarasamningsumhverfi okkar er enginn samningur eyland heldur er þetta allt tengt á einn eða annan máta,“ segir Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, spurður um ný- gerðan kjarasamning við flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og möguleg áhrif hans á stöðugleika og þær kjaraviðræður sem fram undan eru. „Stöðugleikinn er ekki í hættu að mínu viti en það er hins vegar viðvar- andi áskorun að viðhalda stöðugleika, það er ekki einnar umferðar leikur. Við reynum að hugsa marga leiki fram í tímann, enda kemur samn- ingur á eftir þessum samningi og síð- an koll af kolli.“ Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair und- irrituðu kjarasamninginn klukkan fjögur í fyrrinótt. Var verkfalli flug- virkja frestað um fjórar vikur á með- an samningurinn er í kynningu og at- kvæðagreiðslu félagsmanna. Gildistími hans er 28 mánuðir. Ríflega 20 aðgerðir frá 2009 Halldór bendir á að SA geri tugi kjarasamninga að jafnaði á hverju ári og það sé alveg á hreinu að samtökin beiti sér sem ábyrgur aðili með ákveðnum hætti. „Ég stend alveg fast á því að halda staðreyndum til haga og í kjaraviðræðum verða menn að geta talað um staðreyndir. Það er það sem við gerðum og við munum halda áfram að gera það í komandi kjara- viðræðum.“ Spurður hvort hann telji að aðrir hópar sem samið verður við á næst- unni muni horfa til þessa samnings segir Halldór að samningar við stétt- arfélög í fluginu séu sérstakir vegna þess umhverfis sem þeir eru gerðir í og þeirra úrræða sem stéttarfélög í fluginu hafa gripið til með reglulegu millibili með boðun vinnustöðvana og verkföllum. Frá 2009 hafi flugtengdar stéttir gripið til ríflega tuttugu slíkra aðgerða í kjaradeilum. „Auðvitað set- ur þetta mark sitt á samnings- umhverfið en Samtök atvinnulífsins eru í eðli sínu stefnumarkandi og við sem ábyrgur aðili höfum það að sjálf- sögðu í huga.“ Óskar Einarsson, formaður Flug- virkjafélags Íslands, sagði við mbl.is í gær að flugvirkjar hefðu komist lang- leiðina með að ná fram þeirri leiðrétt- ingu sem þeir fóru fram á í samn- ingnum. Hann fæli í sér hefðbundnar kjarabætur, þ.á.m. hækkun grunn- launa, auk breytinga á vinnutilhögun. „Þetta er allt tengt á einn eða annan máta“  Flugvirkjasamningur til 28 mánaða  Komust langleiðina að leiðréttingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjaraviðræður Flugvirkjar á fundi með aðstoðarríkissáttasemjara. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fyrir réttu ári, 20. desember 2016, var greint frá því hér í Morgun- blaðinu að arkiektarnir Margrét Harðardóttir og Steve M. Chris- ter, hjá Studio Granda, hefðu hlotið 1. verðlaun í samkeppni um hönnun á nýju húsi Alþingis á Alþingisreitnum, einskonar tengi- byggingu, sem ætlað er að tengjast Alþing- ishúsinu og Skálanum. Alls bárust 22 tillögur í samkeppninni. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið að ýmislegt hafi gerst hvað varðar áform þessarar nýbyggingar á undanförnu ári. „Í fyrsta lagi er byggingin komin á fjármálaáætlun sem samþykkt var síðasta vor sem er mjög mik- ilvægt. Þessi framkvæmd er því fjármögnuð til næstu ára. Við lítum á þetta sem viðbyggingu við Al- þingishúsið og rétt í þessu sam- hengi að benda á að hún mun leysa af hólmi allt leiguhúsnæði Alþingis en fyrir það eru greiddar hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári,“ sagði Helgi. Í nýju byggingunni verða skrif- stofur alþingismanna, þingflokks- herbergi, skrifstofur þingnefnda og starfsfólks Alþingis. Hann segir að búast megi við því að jarðvegsframkvæmdir geti haf- ist upp úr miðju næsta ári og reikn- að sé með því að framkvæmdin taki samtals um þrjú ár og hún klárist á árinu 2020 og að húsið verði tekið í notkun öðrum hvorum megin við áramótin 2020-2021. Í öðru lagi segir Helgi að á undanförnu ári hafi arkitektarnir unnið að ýmiss konar lagfæringum á hönnun sinni innanhúss, og sömu- leiðis hafi þingmenn og starfsmenn Alþingis, komið með sínar ábend- ingar og athugasemdir við ýmislegt er varðar innanhússhönnunina, frá- gang og skipulag. Þeirri vinnu sé nú lokið og hjá Studio Granda sé nú unnið að fínteikningum. Nýbyggingin mun skiptast í þrjá hluta. Meginhlutinn mun snúa að horntjörn Ráðhússins, framhliðin verði brotin upp í tvo hluta með ljósgeil á milli og skrifstofa þing- forseta verði í stálklæddu húsi sem myndi tengingu á milli nýbygginga og eldri húsa við Kirkjustræti. Tölvuteikning/Studio Granda Alþingisreiturinn Nýbygging Alþingis, tengibygging, mun leysa af hólmi allt leiguhúsnæði þingsins. Jarðvegsframkvæmdir byrja um mitt árið 2018  Nýbygging á Alþingisreitnum verði tekin í notkun 2020 Helgi Bernódusson Lítið sem ekkert hefur verið fundað í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og SA fyrir hönd Icelandair að undanförnu á meðan sáttatilraunir í flugvirkjadeil- unni stóðu sem hæst. „Nú er komið fast að jólum þann- ig að við eigum ekki von á að það verði fundað aftur fyrr en á nýju ári í okkar deilum,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður FÍA. FÍA vísaði kjaradeilunni við SA vegna Ice- landair til ríkissáttasemjara 26. september sl. Spurður hvort nýgerður samningur við flugvirkja geti greitt fyrir samkomulagi við flugmenn segir Örnólfur: „Þetta hlýt- ur að hafa fordæmi gagnvart öðrum innan félagsins. Ég geri ráð fyrir því að allar aðrar stéttir hjá Icelandair horfi til þessa samnings,“ segir hann en tekur fram að hann þekki ekki innihald samningsins. Aðrir horfa til þessa samnings VIÐRÆÐUR FÍA OG ICELANDAIR HALDA ÁFRAM EFTIR ÁRAMÓT Örnólfur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.