Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 17

Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 GEFÐU TÖFRA FRÁ PROVENCE Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Provence er gjafmilt land þar sem birta, litur, ilmur og hljómur eru í hávegum höfð. Dekraðu við fjölskyldu og vini um jólin með gersemum, beint frá Provence. Vegagerðin hefur tilkynnt bæjaryfir- völdum í Garðabæ að sveitarfélagið ann- ist að fullu og beri ábyrgð á veghaldi Álftanesvegar frá og með 1. janúar 2018. Bæjarráð Garðabæjar ræddi málið á fundi í gærmorgun og þar var bæjar- stjóra falið að mótmæla einhliða ákvörð- un Vegagerðarinnar um yfirfærslu á veg- haldi Álftanesvegar. Bent er á að yfir- færslan eigi að gerast á grundvelli samnings milli aðila þar sem m.a. sé tryggt fjármagn til sveitarfélagsins vegna breytinga á veghaldi. Um er að ræða 4,1 kílómetra langan vegarkafla frá Hafnarfjarðarvegi í Engi- dal að Bessastaðavegi, ásamt tveimur hringtorgum. Í bréfi Vegagerðarinnar er vísað til fyrri samskipta vegna fyrirhug- aðra skila á Álftanesveggi. „Samkvæmt 59. gr. a. vegalaga nr. 80/ 2007 sem fjallar um sameiningu sveitar- félaga, kemur fram að þegar sameining sveitarfélaga hefur þau áhrif að vegur færist úr flokki stofnvega í flokk sveit- arafélagsvega skuli Vegagerðin halda við veginum í að hámarki fimm ár frá sam- einingu. Að þeim tíma loknum skal veg- urinn afhentur sveitarfélaginu að fullu, en heimilt er að semja um styttri tíma í þessu sambandi. Sameining Álftaness og Garðabæjar tók gildi hinn 1. janúar 2013 og við sam- eininguna færðist Álftanesvegur úr flokki þjóðvega í flokk sveitarfélagsvega. Því er ljóst að Vegagerðin hefur ekki heimild til að halda veginum við lengur en til næstkomandi áramóta þegar 5 ár eru liðin frá sameiningu,“ segir í bréfi Vegagerðarinnar. aij@mbl.is Veghaldið til Garðabæjar  Mótmæla ákvörðun Vegagerðar  Fimm ár frá sameiningu Garðabæjar og Álftaness  Færist úr flokki stofnvega Morgunblaðið/Eggert Álftanesvegur Unnið við undirgöng í Garðahrauni sumarið 2014. Á haustmánuðum buðu Ríkiskaup út innkaup á sjö rafmagnsbílum fyrir hönd fimm ríkisstofnana. Til- boð bárust frá þremur seljendum en tilboði var tekið frá BL í Nissan Leaf. Þær stofnanir sem tóku þátt að þessu sinni voru ÁTVR, Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Ís- lands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Tollstjóri. Bifreiðarnar verða af- hentar stofnununum á næstu vik- um. Fram kemur í frétt á vef Ríkis- kaupa að vaxandi áhugi sé hjá stjórnendum og rekstraraðilum ríkisstofnana að auka vægi vist- vænni bifreiða í þjónustu þeirra. Þannig séu jafnt og þétt að aukast kaup á rafmagns- og hybridbifreið- um, fólksbifreiðum, sendibifreiðum og jepplingum. Í dag eru um 4,5% af bifreiðaflota ríkisins vistvænar bifreiðar. Ríkiskaup hyggst fylgjast náið með þessari þróun og fylgja henni eftir eins og kostur er. „Áherslur stjórnvalda og ný lög um opinber innkaup hafa aukið vægi vistvænna og samfélagslega ábyrgra innkaupa frá sem áður var. Ríkiskaup sem miðlæg innkaupa- stofnun ríkisins hefur þegar stigið skref í þessa átt með því að taka til- lit til umhverfissjónarmiða við gerð rammasamninga um kaup á vöru og þjónustu fyrir ríkið,“ segir í frétt- inni. sisi@mbl.is Ríkið festir kaup á sjö rafbílum  Um 4,5% af bifreiðaflota ríkisins vist- vænar bifreiðar  Áhuginn er vaxandi Nissan Sjö nýjar ríkisbifreiðar koma á götuna innan skamms. Nýverið þreyttu ellefu áhugasamir verðandi bifvélavirkjar, sem nú stunda iðnnám í Borgarholtsskóla og sótt hafa um starfsnám hjá BL, inn- tökupróf hjá bílaumboðinu. Prófið var í formi krefjandi legó- þrautar þar sem nemendur þurftu að leysa ýmis sérhönnuð verkefni fyrir bifvélavirkja. Verkefnið var sett saman fyrir BL með aðstoð legó-sér- fræðings þar sem markmiðið var að sýna nemendum fram á nauðsyn þess að hugur og hönd vinni sem best saman við lausn flókinna við- fangsefna. Fjórum nemendanna hef- ur þegar verið boðinn starfssamn- ingur hjá fyrirtækinu. 10 nemar fá samning árlega BL heldur árlega fjórar starfs- kynningar fyrir nemendur grunn- skólanna í Reykjavík í samráði við Tómstunda- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Hlutverk kynn- inganna er að kynna nemendum annars vegar þá miklu breytingu sem starfsumhverfið hefur tekið samfara þeirri tæknibyltingu sem orðið hefur í greininni og hins vegar þá möguleika sem fyrirtækið getur boðið verðandi bifvélavirkjum, bíla- smiðum og bílamálurum með starfs- námi. BL hefur langa reynslu á þessu sviði og býður árlega allt að tíu nemendum vinnustaðarsamning og á þessu ári einnig í fyrsta sinn fjár- hagsstuðning meðan á samningnum stendur. Fyrir nemendur sem fá samning hjá BL greiðir fyrirtækið skólagjöld, auk þess sem þeir ganga að vísu sumarstafi hjá BL. Á námstímanum úthlutar BL nemendum meistara í viðkomandi iðngrein sem sinnir reglulegum samskiptum við þá, for- eldra þeirra eða kennara eftir atvik- um og undirbýr þá að lokum undir töku sveinsprófsins. Iðnú útvegar nemendunum öll námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Í febrúar verður næsta grunnskólakynning haldin hjá BL og haustið 2018 fer næsta inn- tökupróf fram fyrir nemendur í bíl- greinum í Borgarholtsskóla sem sótt hafa um námssamning hjá BL. Legóþraut í inntökuprófi BL  Fjórir nemar af 11 fara í starfsnám Starfsnám Nemendur Borgarholts- skóla þurftu að leysa legóþrautir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.