Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 ✝ Sigríður Eiríks-dóttir fæddist á Eskifirði 26. febr- úar 1931. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum, Fáskrúðs- firði, 14. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Ei- ríkur Kristjánsson frá Eskifirði, f. 1903, d. 1964, og Ingunn Þor- leifsdóttir frá Bæ í Lóni, f. 1906, d. 1984. Sigríður var þriðja í röð fimm systkina, þau eru Lovísa, f. 1928, d. 2013, Sveinbjörg, f. 1929, d. 2011, Hörður, f. 1937, og Þor- leifur, f. 1945. Sigríður giftist Arnþóri Þór- ólfssyni frá Reyðarfirði 30. apríl 1949. Arnþór lést árið 1999. Sig- ríður og Arnþór eignuðust sex börn en þau eru: 1) Eiríkur Ingi, f. 1949, maki Inga Elísabet Tóm- asdóttir, f. 1949, sonur þeirra Arnar Már, maki Alma Sigríðar Sigurbjörnsdóttir, sonur þeirra er Eron Gauti, fyrir á Arnar tvö börn, Alexander Örn og Elínu Ingu. Fyrir á Alma Maron Fann- ar og Nóel Darra. Inga á fyrir ar er Sölvi Snær. Lilja, maki Ey- þór Guðjónsson, börn þeirra eru Engilbert Viðar og Viktor Elías. Eiríkur Viðar, maki Cathrine Linh. Fyrir á Erlendur Elías Má og Eggert Orra. 6) Agnar, f. 1967, maki Sigríður Rut Hilm- arsdóttir, f. 1978, börn þeirra eru Hilmar Ingi og Arnþór Rúnar. Ömmu- og langömmubörnin fylla brátt fimmta tuginn. Sigríður ólst upp í Múla á Eskifirði. Þar gekk hún í barna- og unglingaskóla Eskifjarðar og stundaði síðan nám í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað. Árið 1953 byggðu þau hjón, Sigríður og Arnþór, sér hús á Heiðarvegi 1 á Reyðarfirði sem þau nefndu Þórsmörk. Þar bjuggu þau alla sína búskapartíð. Hún var heima- vinnandi húsmóðir meðan þau komu börnum sínum á legg. Með- fram húsmóðurstörfum stýrði hún versluninni Addabúð sem þau hjónin ráku í húsi sínu. Síðar gerðist hún starfsmaður Pósts og síma og vann á pósthúsinu á Reyðarfirði þar til hún fór á eftirlaun 1997. Eftir það ráku þau hjón heimagistingu í Þórs- mörk og var hún ein í nokkurn tíma eftir lát Arnþórs 1999. Sig- ríður flutti síðar að Tungumel 19 en var nýlega komin á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali á Fá- skrúðsfirði er hún lést. Útför Sigríðar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 20. desember 2017, klukkan 14. þrjú börn, þau eru Guðrún Birna, Ingi- mar Örn og Hilmar Tómas. 2) Kjartan Þór, f. 1952, maki Þorgerður Björk Tryggvadóttir, f. 1955, d. 2015, dóttir þeirra er Berglind Björk. Fyrir átti Þorgerður tvær dætur Kristínu Evu og Karen. 3) Erna, f. 1954, maki Sigurður Eiríkur Aðalsteinsson, f. 1953, synir þeirra eru Arnþór Ingi, f. 1978, d. 1997, og Sigurður Örn, maki Hulda Björk Haraldsdóttir, börn þeirra Rakel Lilja, Amelía Dröfn og Arnþór Ingi. 4) Adda Sigríð- ur, f. 1956, d. 2002, var gift Stef- áni Rúnari Garðarssyni, f. 1954, börn þeirra eru Hilmar Þór, Guð- finna, maki Ásmundur Sigurjón Guðmundsson, börn þeirra Adda Sigríður, Guðmundur Arnar og Rúnar Ingi. Fyrir á Ásmundur Viktor Brimi. Kjartan Már, maki Erna Valborg Björgvinsdóttir, dóttir þeirra Bergdís Adda. 5) Harpa, f. 1958, maki Erlendur Viðar Tryggvason, f. 1950. Börn þeirra eru Sigríður, sonur henn- Í dag er tengdamóðir mín borin til grafar og langar mig að minn- ast hennar í nokkrum orðum. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Siggu í fyrsta sinn fyrir 40 árum. Þá kom ég sem ungur maður ásamt verðandi eiginkonu minni í heimsókn í hús þeirra, Þórsmörk. Ég var kvíðinn en það var alveg óþarfi þar sem þau Sigga og Addi tóku á móti mér opnum örmum. Margar áttum við heimsóknirnar í Þórsmörk í gegnum árin og ekki fækkaði heimsóknunum eftir að börnin okkar fæddust enda Sigga einstök amma. Sigga var orðin veik og var búin að vera það síð- ustu ár en aldrei kvartaði hún heldur var það alltaf sama svar- ið:„Ég er nú heldur betri í dag en í gær.“ Takk fyrir allt, elsku Sigga mín, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af þínu fólki sem farið er. Guð blessi minningu þína. Stefán Rúnar Garðarsson. Fyrir nokkrum dögum sat ég og skrifaði jólakort til elsku ömmu Siggu. Nú sit ég með tár í augum og skrifa minningarorð um hana og á erfitt með að trúa því hún sé farin frá okkur. Ég á margar góð- ar minningar um hana en það var alltaf gott að koma til hennar á Reyðarfjörð. Amma átti alltaf brúntertu í ísskápnum og gaf mér gott að borða. Þegar maður fékk sér morgunmat var hún alltaf byrjuð að undirbúa hádegismat- inn. Síðan þegar maður var enn að kyngja hádegismatnum var hún yfirleitt staðin upp frá borðinu og farin að taka úr frystinum og ræða kvöldmatinn. Og svo auðvitað kvöldkaffið sem var bara leyfilegt þegar maður var hjá ömmu. Einu sinni kom ég ömmu á óvart og birtist í dyrunum án þess að hafa látið hana vita af komu minni. Hún var ánægð að sjá mig en skamm- aði mig svo fyrir að láta hana ekki vita svo hún gæti hafa undirbúið komu mína en hún átti ekki nema eina brúntertu í ísskápnum. Ég gleymi aldrei þegar ég var hjá ömmu fyrir nokkrum árum og við Sölvi ætluðum í sund á Eski- firði. Hún var fljót að nefna að hún ætti sundbol handa mér og áður en ég gat svarað að ég væri með minn eigin sundbol var hún staðin upp og kemur svo fram með þenn- an fína „ömmu sundbol“ sem hún vildi lána mér. En það var nú bara dæmi um hana ömmu, hún vildi alltaf allt fyrir mann gera. Þetta atvik minnir mig líka á eldri minn- ingu frá því ég var lítil stelpa hjá henni. Við höfðum verið úti og lentum í rigningu þannig ég kom inn blaut og köld. Amma kemur með gamla peysu sem hún sagði mér að fara í meðan hin fötin væru að þorna en mér leist mjög illa á hana. Svo gaf hún mér heitt kakó til að hlýja mér en ég hellti því nið- ur á mig og peysuna sem hún lét mig fara í. Amma sagði mér þessa sögu í hvert skipti sem ég kom austur þar sem hún sagðist enn ekki viss hvort ég hellti yfir mig viljandi eða ekki. Símtölin við ömmu voru yfir- leitt ekki löng. Hún var enn með hugann í gamla tímanum þegar það kostaði mikið að hringja á milli landshluta. Við ræddum hvernig veðrið væri, hvað væri að frétta í stuttu máli og svo var kvatt áður en símareikningurinn yrði of hár. Þegar hún hringdi á afmælinu mínu í ár var ég stödd erlendis. Ég byrjaði að hlusta á heillaóskir, hvað ég væri nú orðin gömul, hún sagði ég væri bara alveg að ná henni! Síðan spyr hún mig hvað ég ætli að gera á afmælinu og þá fyrst komst ég að og sagði henni ég væri erlendis. Hún skildi ekk- ert í því af hverju ég hefði bara leyft henni tala og tala án þess að segja hvar ég væri og þar með var símtalinu lokið. Ég er svo þakklát fyrir að Sölvi minn hafi fengið tækifæri til að kynnast langömmu sinni sem hon- um þótti svo vænt um. Amma var mjög dugleg að spyrja frétta og fylgdist vel með honum vaxa og dafna. Ég gæti rifjað upp margar góð- ar minningar en læt þessar duga. Við geymum í hjarta okkar marg- ar hlýjar og fallegar minningar um elsku ömmu Siggu á Reyðar- firði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér. Sigríður Erlendsdóttir (Sigga). Elsku amma Sigga. Þú varst alltaf svo góð við okk- ur og það var svo gott að knúsa þig þegar við hittumst. Það var gaman að fá þig í heimsókn til Reykjavíkur og það var líka svo gaman að heimsækja þig á Reyð- arfjörð á sumrin og fá að vera hjá þér. Við hlökkuðum alltaf svo til að fara í sumarfrí til að geta komið og vorum heppnir að fá að koma þrisvar sinnum í ár til þín. Við vor- um alltaf duglegir að hjálpa þér að þvo gluggana og vökva blómin og fórum svo með þér í gönguferðir. Gaman var að fara saman á kaffi- hús þegar við fengum okkur heitt súkkulaði með rjóma. Svo hafðir þú mikinn áhuga á fótbolta og vildir alltaf vita hvern- ig okkur gengi og hvað við vorum að gera í bæði leikskólanum og skólanum. Okkur finnst mjög leiðinlegt að þú sért farin frá okkur og munum sakna þín mikið en við munum alltaf muna eftir þér í hjarta okkar og munum elska þig allt okkar líf. Þínir ömmustrákar Hilmar Ingi og Arnþór Rúnar. Elsku amma Sigga. Nú er komið að kveðjustund. Margs er að minnast, söknuð- urinn er ljúfsár og sé ég gleðina fyrir mér hinum megin þar sem mamma, Addi afi og Addi frændi taka á móti þér. Hvílík sæla og gleði sem það hlýtur að vera. Elsku amma, það er fyrir svo margt að þakka. Undanfarna daga hef ég yljað mér við æskuminningarnar. Hví- líkt ævintýri sem það var alltaf að sækja ykkur afa heim á Heiðar- veginn. Ég man hversu stór mér þótti Heiðarvegurinn, þar var enda- laust pláss fyrir okkur öll, þar hitt- umst við frændsystkinin og lékum og klettarnir í garðinum eru fjall í minningunni. Mér eru afar minnisstæðir páskarnir sem ég kom austur til ykkar afa en þá kom ég til að læra fyrir samræmdu prófin. Ég fékk sérherbergi niðri á hostelinu hjá ykkur sem mér þótti auðvitað geggjað. Þú varst alltaf berandi í mann mat og man ég eftir því þegar þú varst að fara í búðina eitt skipti og spurðir mig hvaða súkku- laðistykki mér þætti gott og ég nefndi Mars. Þú komst heim ekki með eitt eða tvö stykki heldur heilan kassa. Mér þótti þetta svo fyndið en mér fannst ég aldrei gera neitt annað heldur en borða hjá þér. Þessi tími var svo dásamlegur, þú að dekstra við mig og afi að redda gömlum prófum og spyrja mig út úr námsefninu. Elsku amma, þú varst alveg einstök. Þú gleymdir aldrei afmælisdegi hjá neinum og hversu mikið kunni ég að meta það þegar ég varð eldri. Það hættir aldrei að vera gaman að eiga afmæli og vissan að fá pakka frá þér var ómetanleg, en það minnti mig á mömmu sem var mín stoð og stytta og klikkaði aldrei. Ég verð að nefna hversu vænt mér þykir um að þú mundir alltaf eftir honum Viktor Brimi mínum og tókst honum alltaf sem einu af langömmubörnunum þínum líkt og þú hefur alltaf gert við öll stjú- pömmu- og langömmubörn. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem ég mun eiga um ókomna tíð. Þangað til næst, þín, Guðfinna. Þegar ég nú kveð Siggu, sem var mér svo kær, koma margar minningar í hugann. Góðar minn- ingar allt frá barnæsku til dagsins í dag. Sigga, alltaf kölluð Sigga frænka í minni fjölskyldu, var gift móðurbróður mínum, Adda, sem var yngstur systkinanna í Sjólist. Heimili þeirra heiðurshjóna stóð alltaf opið gestum og gang- andi. Á barnmörgu og annasömu heimili réð Sigga ríkjum ásamt því að standa vaktina í Addabúð sem þau hjónin ráku um árabil. Ég sótti mikið til þeirra á mín- um æskuárum. Í Addabúð fékk ég að vigta sykur og hveiti og pakka inn smávöru. Þvílík upphefð og traust. Á heimilinu var talað við börnin sem jafningja en festa og regla á öllu. Börnin höfðu öll hlutverk á heimilinu. Þar ríkti glaðværð og oft mikið hlegið, spiluð tónlist og sungið. Árin liðu og Kjartani eigin- manni mínum var vel tekið og varð fljótt heimavanur og kunni vel að meta gott atlæti hjá Siggu frænku Margar ferðir voru farnar aust- ur og alltaf stóð heimilið – okkur og börnunum opið. Á fyrstu búskaparárum mínum var síminn óspart notaður. Sigga leiðbeindi mér í basli mínu við bakstur og eldamennsku. Alltaf svo þolinmóð og ráðagóð. Sagði gjarnan; „Hringdu og segðu mér hvernig til tókst.“ Það skipti ekki máli hvorum megin við miðnætti klukkan var. Alla tíð fylgdist hún með okkur og börnunum og alltaf símtal á af- mælum frá Siggu frænku. Það brást ekki. Fyrir alla hlýju og umhyggju í gegnum árin – ásamt skemmtileg- um samverustundum erum við Kjartan innilega þakklát. Sigga var glæsileg kona. Hláturmild og skemmtileg en um leið ákveðin og föst fyrir. Hún lifði áföll – sorg og söknuð. En hún kunni vel að höndla þetta líf bæði í gleði og sorg. Með virðingu og þakklæti kveðjum við Kjartan einstaka konu. Elsku Erna, Harpa, Eiríkur, Kjartan og Agnar. Hugur okkar og samúð er hjá ykkur og fjöl- skyldum ykkar. Katrín Þórlindsdóttir (Bubba). Sigríður Eiríksdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigríði Eiríksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, VICTOR M. STRANGE málmsteypumaður, Hringbraut 50, Reykjavík, lést miðvikudaginn 29. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Grétar L. Strange Edda Sigurðardóttir Ruth S. Vanderpool John Vanderpool og frændsystkin Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GAUJA GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. desember. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju 28. desember klukkan 13. Magnús Jón Kjartansson Sigríður Kolbrún Oddsdóttir Finnbogi G. Kjartansson Þuríður Kristín Hallgrímsdóttir Sigrún Kjartansdóttir Bjarni Jóh. Guðmundsson Ingvi Jón Kjartansson Erna Ólafsdóttir Kjartan Már Kjartansson Jónína Guðjónsdóttir Viktor Borgar Kjartansson Margrethe Ödegaard barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær móðir okkar, JAKOBÍNA G. FINNBOGADÓTTIR, Bíbí, er látin. Nanna D. Björnsdóttir Ólöf G. Björnsdóttir Sveinbjörn E. Björnsson Helga L. Björnsdóttir Guðrún Þ. Björnsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓSK ELÍN JÓHANNESDÓTTIR, Álftahólum 4, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 22. desember klukkan 13. Ólafur Sverrisson Sigurlaug Ragnhildur Sævarsdóttir Sævar Unnar Ólafsson Ólöf Bessa Ólafsdóttir Berntzen Sverrir Halldór Ólafsson Jóhannes Ragnar Ólafsson Margrét Rebekka Ólafsdóttir Óskar Elías Ólafsson tengdabörn og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNA ÞÓRA STEINÞÓRSDÓTTIR, kennari, Barmahlíð 7, lést á líknardeildinni í Kópavogi sunnudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 28. desember klukkan 13. Bessi Gíslason Gísli Þór Bessason Sólveig Bessadóttir Sigrún Bessadóttir Iiro Nummela Margrét Bessadóttir Kristinn Kristjánsson Una Ásrún, Ásmundur Bessi, Katla, Ása Kristín, Bjarmi, Kolbrá Una og Emil Mikael

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.